Dvöl - 01.04.1941, Qupperneq 73

Dvöl - 01.04.1941, Qupperneq 73
D VÖL 151 Það er orðið áliðið hausts. Garð- urinn hérna er aðlaðandi á þessum tíma árs. Ef ég væri skáld, gæti ég sagt þér frá kurrinu í dúfunum, gilda trénu, sem er á að sjá eins og gömul, svört eik, rykugu laufunum, sem falla og hræða mig með sínu draugalega skrjáfi — þessi dauðu lauf, sem langar til að lifa. Ef ég væri skáld, gæti ég sagt þér.... En ég er búinn að segja þér, að ég er skrifstofumaður. Ég skrifa á þús- undir af gulum bréfspjöldum á hverjum degi, og á hverjum degi eru þau fest inn í skjalahefti. Eftir mánuð eru þau eyðilögð, en á með- an hefi ég alltaf verið að skrifa á gul bréfspjöld, hvít bréfspjöld og rauð bréfspjöld. Það er skrítið, en mér er borgað fyrir þetta. Þegar ég hætti, eftir tuttugu eða þrjátíu ár, ætla ég að skrifa bók um mislit bréfspjöld. .. . Ég, herra minn, var áður yfir-bréfspjaldaskrifarinn hjá fyrirtæki mínu. Ef til vill hefi ég, herra minn, skrifað á miljónir bréfspjalda, þegar ég var bréf- spjaldaskrifari hjá leikfangaverk- smiðju Kleiners, sími Ringrose 4229 .... Já, Kleiner.... Já, þetta er yfirskrifari mislitra spjalda.... Ég ætla að skrifa bók um starf mitt hér.... En mig langar til að segja þér frá garðinum, sem ég er hættur að koma í, og frá konunni, sem ekur barnavagninum um hann á hverj- um einasta degi. Garðurinn er skammt frá skrif- stofunni. Ég er seztur þar á gráan II ver sagði? 1. Veit ég það, Sveinki. 2. Hefn þú nú, drottinn, eigi má vesalingur minn. .3. En hvatki, er missagt er i fræðum þessum, þá er skylt að hafa það heldur, er sann- ara reynist. 4. Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið. 5. Það mun og vera satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum og slíta friðinn. 6. Til ills fórum við um góð héröð, er vér nú skulum byggja útnes þetta. 7. Sárt ert þú leikinn, Sámur fóstri. bekkinn og farinn að borða brauð- sneiðarnar mínar, tveimur eða þremur mínútum eftir að ég lagði pennann frá mér. Ég ann þessum garði einmitt vegna þess, hve hann er skammt frá skrifstofunni, og guð veit hvað ein klukkustund er fljót að líða. Sekúndurnar eru dýrmætar. Mér finnst undarlegt, hvað fáir skynja unað þess að borða hádegis- bitann sinn úti í skemmtigarði síð- ari hluta hausts. Ég veit, að það er kalt, að vindurinn er napur og sólin þarna uppi er aðeins kaldur, gulur loftbelgur. Ég veit, að bekkurinn er harður og ataður hvítgráu fugla- driti. Og hver veit nema hann fari að rigna, veðráttan í september.... Og kona ekur barnavagni um þenna garð á hverjum einasta degi. Á hverjum einasta degi — hverj-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.