Dvöl - 01.04.1941, Qupperneq 74

Dvöl - 01.04.1941, Qupperneq 74
152 DVÖL um einasta degi. Það er einmitt þetta, sem ég get ekki þolað. Það bregst ekki, að hún sé þarna, og þetta bjánalega bros leikur um andlit hennar, varir hennar bær- ast, þegar hún talar við sjálfa sig .... varir hennar bærast. Ég minnist þess, er ég fór fyrst að taka eftir henni, þekkja hana og gá að henni. Ég get ekki skilið, að hún skyldi einu sinni vekja eftirtekt mína, að ég svipaðist um eftir henni og hélt, að hún hefði einhverja manneskju að geyma. Manneskju var betra! Hún er kjánaleg kona, með lítið andlit og gullspangagleraugu, og ófram- færnin skín út úr henni. Hún er einfeldningsleg og alltaf i sömu ó- sélegu fötunum, síðum, dökkgræn- um frakka (sem hvorki var í tízku í ár né í fyrra), með svörtum loð- kraga, sem ekki er of loðinn. Hatt- urinn er ómynd, stór og kringlóttur og óhreinar bréfrósir á kollinum. Manneskja, þó! Hún var kjánaleg og gægsnisleg,hárið ávallt í óreiðu, gulgráir lokkarnir stóðu sífellt út frá enninu. Eða hvernig hún hökti áfram, álút og malandi.... og heimskulegt brosið skein af and- litinu.... Það hlýtur að hafa verið garður- inn — umhverfið — sem hafði áhrif. á mig í hvert sinn, er ég sá konuna koma með barnavagninn á undan sér. Ég man eftir því einu sinni, þegar ég var lítill drengur, að Eddi — strákurinn í næsta húsi — kom með gamlan barnavagn. Við fyllt- um hann með dagblöðum, hlóðum fiskkössum ofan á hann og kyntum feikna mikið bál. Þannig er barna- vagninn, sem konan ekur — gam- all og ónýtur. Allt var svo ljúft og laðandi. Kon- an ók barninu sínu í vagni um garðinn. Sennilega átti hún heima skammt frá, og þetta var hin dag- lega útivera barnsins. Svo ljúft og laðandi! Ég var vanur að hugsa um hina kyrrlátu fegurð þessarar sýn- ar. Móðirin ók barnavagninum og talaði við barnið. Hún talaði áreið- anlega við barnið — varir hennar bærðust. Ég var ekki alveg viss um það, en ég þóttist heyra hana mæla tæpitungu við barnið um leið og hún ók því fram hjá bekknum mín- um. Á hverjum degi, hverjum einasta degi. Satt að segja veit ég ekki hvers vegna þessi sýn hafði svo mikil á- hrif á mig. Ég sat á bekknum og borðaði brauðsneiðarnar mínar, meyr og bljúgur í geði, hugsaði um, hvað heimurinn væri góður og fannst jafnvel, að gul bréfspjöld hefðu sitt gildi. Allt var gott, ef það gæddi einhvern hamingju og lífi, hvert smáatriði; ég sat hérna í garðinum, sendill blístraði brot úr danslagi; hvítur þvottur blakti mjúklega á snúru í sólskininu, það skrjáfaði í gulum klæðum telpu, er framhjá gekk; hvert smáatriði var ljúft og gott, og konan ók barninu sínu í vagni um garðinn... . Ég held, já, ég hlýt ósjálfrátt að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.