Dvöl - 01.04.1941, Síða 75

Dvöl - 01.04.1941, Síða 75
DVÖL 153 hafa skapað þessi geðhrif sjálfur. Eg var vanur að sitja á bekknum, virða fyrir mér græna grasflötina °g stíginn meðfram henni. Ég var hieyr og bljúgur, horfði á konuna, sem ók barnavagninum — bljúgur °g meyrgeðja. Mér var innanbrjósts eins og ég vildi taka ofan fyrir garðinum og segja: Ég þakka þér íyrir sólina og þá gleði, að mega ganga frjáls um í skini hennar, Þakka þér fyrir grasið, fyrir auð- hiýkt þessa alls, blíðuna, einlægn- ina og sannleikann. Þannig flögr- nðu hugsanir mínar. Á morgun finn ég einhvern ann- an garð, til þess að borða þar há- öegisbitann minn. Maður nokkur sat hjá mér á hekknum nokkra daga, það er að Segja, þegar rúm var fyrir hann. ^ádegishlé mitt hófst klukkan hálf eitt, svo að ég kom ávallt nógu Shemma, til þess að hreppa hvaða 8®ti, sem ég helzt vildi. En klukkan eitt kom straumur verkamanna úr 'verksmiðjum og skrifstofum, þeir homu dansandi inn í garðinn eftir hljómfalli kirkjuklukknanna, eim- Pipu- og rafflautublæstri verk- Slniðjanna, eins og atvinnudansar- ar á leiksviði, og allir höfðu þeir hádegisbitann sinn vafinn í brúnan Pappír. Maðurinn, sem stundum Sat hjá mér á bekknum, kom klukk- an eitt, og þess vegna var hann ekki ailtaf nógu fljótur til þess að ná því sæti, sem hann helzt vildi. Hjá ^ár sat hann tvisvar í viku að með- altali. Að haustinu voru ekki jafn margir í garðinum. Auðvitað fórum við að tala sam- an. Þú veizt hvernig það er, þegar dúfurnar koma vappandi til þess að snikja brauðmola. Við réttum út hendurnar og bíðum þess, að dúf- urnar sitjast á fingur okkar — þær sníkja.... sníkja.... sníkja.... Svo hoppa þær niður aftur. Þær horfa bjánalega á okkur dálitla stund og hrista höfuðin. Svo vappa þær burt til þess að finna nýjar hendur, fleiri brauðmola. Við hlóg- um að þeim, maðurinn og ég, og sögðum eitthvað, hálft í hvoru við sjálfa okkur og hálft í hvoru hvor við annan. Þannig kynnist fólk. Mér gazt vel að honum. Ég var vanur, áður en ég fór að tala við hann, að gægjast yfir öxl hans á bókina, sem hann var að lesa. Hann sat þannig á bekknum, að hann sneri bakinu að mér meira en til hálfs. Hann las alltaf „góðar og gamlar bókmenntir", svo sem Ivan- hoe, Tom Jones og Adam Bede, bækur, sem ég hefi aldrei lesið, og mun sennilega aldrei lesa, en ég var ánægður með bókaval hans, þótt ég viti ekki hvers vegna. Mér gazt mæta vel að honum, og mér þykir leiðinlegt, að ég skuli ekki eiga að sjá hann oftar. Ég sezt ekki framar á þenna bekk, þegar dagurinn í dag er iiðinn. .. . Einn daginn talaði ég við hann um konuna, sem ók barnavagnin- um um garðinn. Ég spurði hann um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.