Dvöl - 01.04.1941, Page 77

Dvöl - 01.04.1941, Page 77
D VÖL 155 Bæknr Dr. theol. Jón Helgason: Tómas Sœmundsson. Æfiferill hans og œfistarf. Dr. Jón Helgason biskup hefir enn á ný bætt merku sagnfræðiriti við hið mikla safn, sem eftir hann liggur í þessum fræð- um. Bók þessi hefst með alllöngum inn- gangi um hina kminu Högnaœtt, en Tóm- as Sæmundsson var af henni kominn. Því næst er tekið að segja frá Tómasi sjálfum, æsku hans og uppvexti, skólaárum og Hafnardvöl, ferðalögum, æfistörfvun hans ýmsum erlendis og heima og loks síðustu árum hans og dauða. Er komið víða við í frásögn þessari og þar getið fjölda merkra samtíðarmanna Tómasar, en öll er frásögnin gædd hinum alkunna sann- færingarkrafti höfundarins. Tómas Sæmundsson hefir löngum verið hugstæður íslendingum, sökum hins þýð- ingarmikla starfs hans á fyrstu endur- reisnarárum þjóðarinnar, og raunar er hann, og þeir Fjölnismenn allir, eins konar æfintýralegar þjóðhetjur í augum lands- manna, þótt ekki séu meira en hundrað ár síðan þeir lifðu og störfuðu með þjóð- inni. Bókin er gefin út af ísafoldarprent- smiðju. Dofri. 100 íslenzkar myndir. Þetta er úrval úr bókinni fsland i mynd- um með stuttri landlýsingu á íslenzku og ensku eftir Pálma Hannesson rektor, en hann hefir einnig valið myndirnar. Feg- ursta myndin í bókinni er sennilega Ör- œfajökull, en myndirnar frá Eyjafirði eru einnig mjög fallegar. Þetta er vönduð bók og eiguleg þeim, sem þykir gaman að myndum. Dofri. Stefán Jónsson: Á förnum vegi. Nafn þessarar bókar er yfirlætislaust, en ágætlega valið. Stefán Jónsson lýsir einmitt því, sem fyrir augu ber á förnum vegi hversdagslífsins. Hann segir frá því, sem augum hans mætir, og hann er næsta athugull. Bezt fer honum að lýsa þvi, sem spaugilegt getur talizt og sérkennilegt. Hann er kíminn og á jafnvel til með að vera meinfyndinn. En S. J. er engan veg- inn einhliða. Hann getur líka verið al- varlegur. Saga eins og „Prófið" ber þess gleggst vitni. Þó held ég, að hitt sé honum eiginlegra og fari honum öllu betur. Hér er ekki tækifæri til þess að lýsa hverri þessara smásagna fyrir sig, enda heldur engin þörf á slíku. Þær eru allar góðar, og það er mjög erfitt að dæma þeirra í millum. En því vil ég spá, að sá, sem bók þessa kaupir og les, muni ekki sýta það fé né tíma, sem hún tók frá honum. — Hitt er ég sannfærður um, áð hann mun verða fljótur til þess að afla sér næstu bókar S. J., sem vonandi verður ekki langt að bíða. Það hefir verið heldur hljótt um Á förn- um vegi. Þó er bleki eytt í margan óþarfa meiri en þótt hennar væri minnzt. Hinir svonefndu gagnrýnendur ættu að sjá sóma sinn í þvi að láta ekki bækur ungra og efnilegra höfunda liggja i þagn- argildi. En þeim eru mislagðar hendur. Stundum eru þeir skjótir að grípa til pennans, ef kunningjarnir senda frá sér bækur, þótt verðgildið kunni að leika á tveim tungum. Og svo er líka þetta með Stefán Jónsson. Hann er hæðinn og hlífð- arlaus á stundum. En það er pipar í sumra sár. ísafoldarprentsmiðja gaf bókina út. H. S. Jörgen Frantz-Jacobsen: Far, veröld, þinn. veg. Þetta er skáldsaga frá Færeyjum — hin fyrsta er birtist í íslenzkri þýðingu, gefin út af Víkingsútgáfunni. Mest gildi rit- verks þessa eru lýsingar þess. Það skapar

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.