Dvöl - 01.04.1941, Side 80

Dvöl - 01.04.1941, Side 80
158 DVÖL Höfnndarnlr Arthur Schnitzler er Austurríkismaður, fæddur í Vínar- borg 1862. Hann nam læknisfræði og gerð- ist læknir. En brátt tók hann að hneigj- ast til skáldiökana og varð, er fram liðu stundir, ágætasta leikritaskáld Austurrík- ismanna. En einnig hefir hann skrifað margar mjög snjallar sögur, stu'ttar og langar. Hann virðir mannlífið fyrir sér með nákvæmni læknisins og er glögg- skyggn sálfræðingur, en einkum hefir hann lýst sálarlífi kvenna af mikilli skarp- skyggni. Arthur Schnitzler er ekki gjarnt að fella dóma, en hann lýsir söguhetjum af því meiri nákvæmni og rekur sundur hinn flókna vef sálarlífsins. Leo Nikolajevitsch Tolstoy er frægastur allra rússneskra rithöf- unda. Hann fæddist árið 1828. Hann var af hefðarættum og stundaði nám í há- skólanum í Kasan og Pétursborg. Tuttugu og þriggja ára gamall gerðist hann her- maður í Kákasus, og lifði þá um skeið svallsömu og gálausu lífi. í Krímstriðinu, litlu síðar, var hann hermaður í Seva- stopol, borg á Krímskaganum, er óvina- her sat lengi um. Á dvalarárum sínum í Kákasus hóf hann rithöfundarstarf sitt, og rak síðan hver bók hans aðra. Er Leo Tolstoy talinn meðal hinna allra stór- brotnustu skálda, er uppi hafa verið. Hann lét þjóðfélagsmál mjög til sín taka og bar

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.