Dvöl - 01.09.1944, Side 10

Dvöl - 01.09.1944, Side 10
152 DVÖL ferjur og fluttu vörur milli þorp- anna. Nú var allt svo hljótt og eyðilegt, aðeins ein björk, grönn og limlítil, stóð eftir af birkilund- inum og á ánni syntu aðeins endur og gæsir og fáum kom til hugar, að þar hefði nokkru sinni verið siglt bátum. Gæsirnar voru jafn- vel orðnar færri en áður. Jakov lokaði augunum og sá í huganum stóra hópa af hvítum gæsum mæt- ast yfir ánni. Undrandi velti hann þeirri spurn- ingu fyrir sér, hvernig á því stæði, að síðustu 40 eða 50 árin hafði hann aldrei komið niður að ánni, eða hafði hann ef til vill komið þar, án þess að sjá og skynja feg- urð láðs og lagar? Áin var þó eng- inn smálækur. Hér væri hægt að stunda fiskveiðar og selja veiðina kaupmönnum, embættismönnum og veitingamanninum á járnbraut- arstöðinni og leggja svo peningana í banka. Það væri líka hægt að sigla smábát miili bæjanna og’ leika á fiðlu fyrir fólkið og hljóta peninga að launum; fólk af öllum stéttum hefði viljað hlusta. Svo var líka hægt að reyna með flutn- ingaprammana aftur — það var þó alltaf betra heldur en að smíða iíkkistur. Enn fremur mátti ala upp gæsir. lóga þeim á veturna og selja þær til Moskvu, dúninn ein- an kynni hann að geta selt á tíu rúblur. En tækifærið var gengið úr greipum, hann hafði ekki fram- kvæmt neitt af þessu. Þvílíkt tjón! Ó, þvílíkt tjón! Og ef hann hefði nú annað þessu öllu í senn, veitt fisk og leikið á fiðlu, rekið dráttar- ferju og lógað gæsum — hvílíkra tekna hefði hann þá getað aflað sér. En ekkert af þessu hafði gerzt, ekki einu sinni í draumi. Ævin var senn á enda, gagnslaus og gleði- snauð, allt var tapað, lífið ekki lengur túskildings virði. Það var einskis að vænta af framtíðinni, og væri litið til baka blasti þar alls staðar við augum tap, svo hræði- legt tap, að manni hraus hugur við. Hvers vegna varð ekki lifaö án þessara sífelldu tapa? Hvers vegna er búið að fella furu og birki- skóginn? Hvers vegna gera menn- irnir alltaf það, sem þeir hefðu átt að láta ógert? Hvers vegna hafði Jakov skammast, nöldrað, haft í hótunum og misboðið konunni sinni allt sitt líf? Og hvers vegna hafði hann bæði hrætt og móðgað Gyðinginn nú fyrir skemmstu? Hvers vegna yfirleitt gera mennirn- ir lífið svo erfitt hverjir öðrum? Þvílíkt tjón, sem af þessu hlýzt! Ef rutt væri úr leið hatrinu og ill- girninni, mundu mennirnir vinna hverjir öðrum til gagns og far- sældar. Um kvöldið og nóttina fannst honum hann sjá litla barnið, píl- viðartréð, fiska, plokkaðar gæsir og Mörfu, sem líktist hungruðum fugli á vangann, og vesældarlegt og fölt andlit Gyðingsins — og svo var hann umkringdur af einhverj-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.