Dvöl - 01.09.1944, Side 18

Dvöl - 01.09.1944, Side 18
160 DVÖL róma. „Hvernig líður þér? Ég hef verið að hugsa um þig í alla nótt!“ Hún var grútsyfjuð og steinhissa: — „Ha — ert þetta þú! — Æ; ég er nú hara varla vöknuð. — Er nokkuð að þér, — ég meina — þú ert ekki vanur að — og sízt svona snemma á morgnana?" Síðan hringdi hann fimm sinn- um frá skrifstofunni. Málrómur hennar varð glaðari og hamingju- samari í hvert sinn er hún svaraði. Honum leizt hreint ekki á blikuna, en nú var hann fastákveðinn í að leika þennan þátt til enda, svo að hann bauð henni út með sér um kvöldið. Þau fóru á gott veitingahús og hún var í sjöunda himni, enda var hann ástúðlegri við hana en nokkru sinni fyrr. Á fimm mínútna fresti sagðist hann elska hana. Og ná- kvæmlega tíundu hverja mínútu sór hann og sárt við lagði, að hún væri honum meira virði en öll ríki veraldarinnar og dýrð þeirra. En einu sinni á hverjum stundarfjórð- ungi grátbændi hann hana að segja sér, hvort hún elskaði hann nú raunvérulega, og tók af henni heilög heit að bregðast honum aldrei. Hún var klökk af gleði, starði á hann með ljómandi augum og sór honum eilífar tryggðir með svo viðkvæmnislegum orðum, að hann fékk höfuðverk og klýgju af að hlusta á þau. — Þetta leit ekki beinlínis efnilega út! — Hann hellti í sig fullu staupi af brennivíni og mælti: „Æ, ég elska þig svo mikið, að ég veit ekki hvað! Þú ert yndis- legasta konan í heiminum!“ „Óh!“ svaraði hún með tárin í augunum. Aðeins einu sinni þetta kvöld brá fyrir dálitlum hreim af mein- fýsnikenndu sigurhrósi í rödd hennar; er hún sagði: „Þú hefur nú annars verið býsna leiðinlegur og kaldur við mig upp á síðkastið. Ég var orðin hálfsmeik um að — að —, af hverju varstu svona?“ „Ó, ástin mín, — það koni til af því, að — að mér fannst ég ekki vera þín verður. Ég var alltaf að spyrja sjálfan mig, hvort ég hefði nokkurn rétt til að binda örlög okkar saman: — þú, sem ert svo falleg, og svo góð. — En nú veit ég, að ég get ekki lifað án þín. — Ertu alveg viss um að þú komir aldrei til að elska neinn annan en mig?“ M'ikill óskaplegur lygalaupur get ég nú annars verið! hugsaði hann og hryllti við sjálfum sér. — Ef hún tæki þetta nú allt eins og það var talað, og hagaði sér sam- kvæmt því! Það var allt útlit fyrir aö hún myndi gera það. — „Þér er óhætt að trúa því,“ sagði hún; „að ég mun aldrei elska nokkurn annan en þig. Og ég skal vera þér trú alltaf og ævinlega.“ Hún horfði dreymandi á hann

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.