Dvöl - 01.09.1944, Page 20

Dvöl - 01.09.1944, Page 20
162 DVÖL röskan hálftíma að kveðja Inger við forstofudyr föður hennar. Hún var seinast orðin dokunarlítið ó- þolinmóð, því að henni var kalt. Hann varð þess var og brosti með sjálfum sér. Þegar er hann kom heim til sín, hringdi hann til hennar: „Ég mátti til að bjóða þér góða nótt, elskan!“ sagði hann. Hún var syfjuð og úrvinda af þreytu. „Æ, ég er alveg að leka niður!“ sagði hún eilítið stuttara- lega, en tók sig á: „Góða nótt, vinur. Við skulum dreyma hvort um annað.“ — Ef hann hefði nú getað hringt til Erikku líka! En það mátti hann ekki, hann varð um fram allt að fara varlega. Morguninn eftir varð Inger fyrri til að hringja. Það setti að honum illan geig, því að hann vissi, að henni þótti fjarska gott að sofa frameftir á morgnana. í örvænt- ingu sinni jós hann yfir hana hinni væmnustu blíðmælgi og bullaði um ódauðlega ást, þangað til hann var að því kominn að gubba. En hún lét sannarlega ekki sitt eftir liggja, — og svona gekk þetta í hálfan mánuð, án þéss nokkurt lát yrði á. Hann var orðinn aðfram- kominn, en ekkert útlit fyrir að læknisráðið ætlaði að duga, heldur þvert á móti! Allan þennan tíma sá hann ekki Erikku nema fjórum sinnum og aðeins stutta stund í hvert skipti. Honum tókst nokkurn veginn að sýnast kaldur og kærulaus, — og það var enginn efi á, að heilræði Grinsens gamla dugðu alveg prýði- lega hvað hana snerti. Nú bar ekkert á því, að hún væri fasköld eða afundin. Hún var á allan hátt hin indælasta, og nú bar það eitt sinn við; að hún kyssti hann að fyrra bragði, en það hafði hún aldrei gert áður. Þá varð hann svo glaður að við sjálft lá, að hann gleymdi ásetningi sínum, en tók sig þá á áður en tilfinningarnar hlupu með hann í gönur. Dagarnir liðu. Ást Inger fór sífellt vaxandi, og örvænting hans óx að sama skapi. Þau voru saman öllum stundum, og hann hélt enn uppteknum hætti: fullvissaði hana um ást sína aðra hverja mínútu, grátbændi hana um að bregðast sér ekki, og var í öllu auðmjúkur þjónn hennar. — Óttinn við að bíða ósigur í þessari viðureign gerði hann fölan, grannholda og óstyrk- an á taugum. Inger aftur á móti blómgaðist eins og fífill á vori. Hún varð sjálfbyrg og ákveðin í fasi, en á ástum hennar fannst ekkert lát. Svo var það morgun einn, að Sigurður vaknaði og tók að hugsa ráð sitt í fyllstu alvöru. Hann hafði sofið illa og haft erfiða drauma, enda blés nú ekki byrlega. Læknis- ráð Grinsen gamla höfðu reynzt honum dýr. Að vísu elskaði Erikka hann bersýnilega miklu meira en

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.