Dvöl - 01.09.1944, Side 41
D VÖL
183
spann hann hrosshár, fléttaði reipi,
gjarðir og hnappheldur, stagaði
reiðinga og bætti poka. — Þar var
kistan hans, mikil og járnbent, og
þar var kistan konunnar hans sál-
ugu með fötum hennar, skautbún-
ingi, öllu með ummerkjum. Og
nú, á stund neyðarinnar, sendi
hann Sigurlínu fram í skála eftir
gömlu brennivínsflöskunni, —
snærisvafinni flösku, sem hún hafði
séð nokkrum sinnum, þegar hún
var barn, — en síðar ekki. Þá hafði
hún stöku sinnum fengið að koma
inn í skálann með pabba sínum,
þegar hann fór þangað með beztu
kunningjum sínum, séð þá setjast
hvern á sitt koffort, séð hann opna
kistuna, taka upp flöskuna, séð
þá súpa á, — heyrt þá spjalla og
verða glaðari í bragði og orði. —
Flaskan var enn á sama stað í
kistunni, nú komst hún inn í rúm-
ið til gamla Arngríms í fyrsta sinn.
Heilsudrykkur á stund neyðarinn-
ar, — eða fróun á stund dauöans.
Um nóttina þyngdi Arngrími og
hann var mjög veikur. Stundi
þungan, átti erfitt með andardrátt
og var rænulítill. Sigurlína vakti
yfir honum, en Hermundur hallaði
sér út af í herbergi sínu í hinum
enda baðstofunnar. Honum varð
ekki svefnsamt, hann hélt á bók,
en gat ekki fest hugann við það,
sem hann var að lesa. — Gullnar
vonir hans voru nú loks að rætast,
ef að líkum færi. Tölur svifu fyrir
hugskotssjónum hans, tíu jarðir
með sextíu kúgildum, stórbúið á
Valanúpi og peningarnir, — já,
hver vissi hversu miklir þeir voru?
En það hlaut að vera álitleg upp-
hæð. Gull og silfur og seðlar og
svo í útlánum, líklega lítið í spari-
sjóði? Hver veit þó? Það yrði ekki
amalegt að skoða í skattholið og
kistuna. — Það lá við að honum
yrði hlýtt til Arngríms gamla þessa
nótt. En undir morgun kom Sigur-
lína inn til hans. Hann snaraðist
fram úr rúminu, hafði aðeins far-
ið úr jakkanum og tekið af sér
skóna.
„Er það nú búið?“ spurði hann.
,,Nei,“ sagði konan og leit hvasst
til hans. „en hann er aðfram kom-
inn. Ég hef dreypt á hann brenni-
víni við og við, það er eins og það
hressi hann, snöggvast. En ég held,
að við verðum að senda hann
Munda yfir í Fjörð eftir meðulum,
finnst þér það ekki?“
Hermundur ók sér, geispaði og
fór svo að láta á sig skóna. —
Honum fannst þetta nú raunar
öldungis óþarfi, — en rétt var að
koma fullkomlega sómasamlega
fram og láta á engu bera við Sig-
urlínu, eða neinn.
„Ég fer sjálfur," sagði hann,
„náðu í fötin mín og hitaðu mér
kaffisopa.“
Og nú var hann á heimleið og
fór sér hvergi hratt. — Vonandi