Dvöl - 01.09.1944, Síða 41

Dvöl - 01.09.1944, Síða 41
D VÖL 183 spann hann hrosshár, fléttaði reipi, gjarðir og hnappheldur, stagaði reiðinga og bætti poka. — Þar var kistan hans, mikil og járnbent, og þar var kistan konunnar hans sál- ugu með fötum hennar, skautbún- ingi, öllu með ummerkjum. Og nú, á stund neyðarinnar, sendi hann Sigurlínu fram í skála eftir gömlu brennivínsflöskunni, — snærisvafinni flösku, sem hún hafði séð nokkrum sinnum, þegar hún var barn, — en síðar ekki. Þá hafði hún stöku sinnum fengið að koma inn í skálann með pabba sínum, þegar hann fór þangað með beztu kunningjum sínum, séð þá setjast hvern á sitt koffort, séð hann opna kistuna, taka upp flöskuna, séð þá súpa á, — heyrt þá spjalla og verða glaðari í bragði og orði. — Flaskan var enn á sama stað í kistunni, nú komst hún inn í rúm- ið til gamla Arngríms í fyrsta sinn. Heilsudrykkur á stund neyðarinn- ar, — eða fróun á stund dauöans. Um nóttina þyngdi Arngrími og hann var mjög veikur. Stundi þungan, átti erfitt með andardrátt og var rænulítill. Sigurlína vakti yfir honum, en Hermundur hallaði sér út af í herbergi sínu í hinum enda baðstofunnar. Honum varð ekki svefnsamt, hann hélt á bók, en gat ekki fest hugann við það, sem hann var að lesa. — Gullnar vonir hans voru nú loks að rætast, ef að líkum færi. Tölur svifu fyrir hugskotssjónum hans, tíu jarðir með sextíu kúgildum, stórbúið á Valanúpi og peningarnir, — já, hver vissi hversu miklir þeir voru? En það hlaut að vera álitleg upp- hæð. Gull og silfur og seðlar og svo í útlánum, líklega lítið í spari- sjóði? Hver veit þó? Það yrði ekki amalegt að skoða í skattholið og kistuna. — Það lá við að honum yrði hlýtt til Arngríms gamla þessa nótt. En undir morgun kom Sigur- lína inn til hans. Hann snaraðist fram úr rúminu, hafði aðeins far- ið úr jakkanum og tekið af sér skóna. „Er það nú búið?“ spurði hann. ,,Nei,“ sagði konan og leit hvasst til hans. „en hann er aðfram kom- inn. Ég hef dreypt á hann brenni- víni við og við, það er eins og það hressi hann, snöggvast. En ég held, að við verðum að senda hann Munda yfir í Fjörð eftir meðulum, finnst þér það ekki?“ Hermundur ók sér, geispaði og fór svo að láta á sig skóna. — Honum fannst þetta nú raunar öldungis óþarfi, — en rétt var að koma fullkomlega sómasamlega fram og láta á engu bera við Sig- urlínu, eða neinn. „Ég fer sjálfur," sagði hann, „náðu í fötin mín og hitaðu mér kaffisopa.“ Og nú var hann á heimleið og fór sér hvergi hratt. — Vonandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.