Dvöl - 01.09.1944, Page 60
202
D VÖL
Monterey en nokkurs staðar annars staðar í Bandaríkjunum.“ Faðir
hans virtist hreykinn yfir þessari staðreynd.
„Og svo kemur hafið?“
„ Já, svo kemur hafið.“
„En á milli?“ hélt drengurinn áfram með þráa. „Veit enginn hvað
er á milli?“
„Jú, einstaka maður, býst ég við. En það er ekkert að hafa þar. Og
lítið um vatn. Ekkert nema klettar og urðir og fáeinir hélunjólar.“
„Þangað væri gaman að koma.“
„Til hvers? Það er ekkert þar.“
Jói vissi að eitthvað hlaut að vera þar, eitthvað stórkostlegt af því
það var ókannað, eitthvað hulið og leyndardómsfullt. Hann fann það
á sér. „Veizt þú hvað er uppi á fjöllunum?“ sagði hann við móður sína.
Hún leit á hann og síðan á hrikaleg fjöllin. „Ekkert nema björninn,
hugsa ég.“
„Hvaða björn?“
„Nú, björninn sem fór yfir fjöllin til að vita hvað hann sæi.“
Jói spurði Billa Búkk, vinnumanninn, hvort ekki væri hugsanlegt
að það væru gömul ríki týnd uppi á fjöllunum, en Billi var á sama máli
og faðir hans.
„Það er ekki trúlegt,“ sagði Billi. „Þar væri ekkert að éta, nema þar búi
fólk sem getur etið kletta.“
Þetta voru einu upplýsingarnar sem Jói fékk, og þær gerðu honum
fjöllin kær, og geigvænleg. Hann hugsaði oft um hvernig einn kamb-
urinn kæmi eftir annan; mílur vegar, unz að lokum tæki sjórinn við.
Þegar tindarnir voru rósrauðir á morgnana löðuðu þau hann til sín;
og þegar sólin var horfin fyrir brúnina á kvöldin og fjöllin voru purpura-
rauð og dapurleg, þá hafði Jói geig af þeim. Þá voru þau svo fjarlæg
og ópersónuleg að sjálf tign þeirra ógnaði honum.
Svo leit hann til fjallanna í austri, Gabílansfjallanna, og það voru
hýrleg fjöll, bæir í dölunum, og hlíðarnar vaxnar barrtrjám. Hér var
byggt land, og í brekkunum höfðu orustur verið háðar gegn Mexíkönum.
Hann leit snöggvast aftur til háfjallanna og það fór hrollur um hann,
munurinn var svo mikill. Hvammurinn neðan við bæinn var bjartur og
friðsæll. Bærinn ljómaði í hvítu ljóshafi og hesthúsið var brúnt og
hlýtt. Rauðu kýrnar úti á hæðinni lötruðu bítandi í norður. Jafnvel
dökka sýprustréð við skálann var óbreytt og traust. Hænsin rótuðu
upp moldinni í garðinum, hröðum tiplandi sporum.