Dvöl - 01.09.1944, Side 73
dvöl
215
ina stakkagerdi, á blaðsíöu tíu er meginn
Þorri bændanna látinn búa í bænum, og
á tólftu síðunni er maður tekinn til bænar
o/ séra Helga Hálfdánarsyni. Slikar smá-
villur eru langtum fleiri en vera skyldi,
og lýta bókina aö þarflausu.
Um stíl höfundar er það að segja, að
hann er nokkuð misbrestasamur. Stund-
um nær hann töluverðu lífi í frásögnina,
en þegar honum ver'ður það á að gera til-
raunir til að draga niðurstöður af for-
sendum, tekst það oft báglega. Svo er að
orði komizt um mormóna:
,,Og því meira sem menn leggja á sig
fyrir sína nýju trú, en einkum ef hún er
ofsótt, þess dýrlegri ljómar hún i sál trú-
arans sem nýtt sannleiks ljós, og oft finnst
honum þá, að allir aðrir gangi í myrkri
°g séu heiðingjar, sem ekki þekkja hans
nýju guðspjöll, né hafa hlotið hina meiri
°g seinni skirn eins og hann.“
Eða hvað segja menn um málsgreinar,
eins og þessa:
,,En þrátt fyrir þessar misheppnuðu til-
raunir, þá samt er Útflutnings félagið
Þingeyska og störf þeirra Einars og Jakobs
1 sambandi við þau mál, aðdáunarverð,
Þegar öldin, sem þeir lifa á og aðstaða
Þeirra norður í hafsauga, er tekin til
fhugunar, því svo ólíkt er þeirra gamla
viðhorf öllu, sem nú blasir við, hvar sem
iitið er yfir hvítra manna lönd, 1940, að
hiið'að við undangengnar aldir, þá breytir
hver ára tugurinn, sem við lifum á, útliti
heimsins meira en hvert árhundraö fyrr-
úm.“
álaður skyldi halda að þetta væri tekið
hf Minnisverðum tíðindum eða Klaustur-
hósti!
Ekki er þaö sjaldgæft að orðskipan
hrenglist vegna þess, að hugsað er á öðr-
1Jm tungumálium en íslenzku, ensku eða
iafnvel dönsku. Þess vegna er einhver
Jameson „minnug vel fyrir aldur sinn,“
SVo að lítið dæmi sé tekið.
há virðist höfundur gæta þess miður
en skyldi, að það er ábyrgöarhluti nokkur
að stía því sundur, sem bæði guð og menn
hafa, saman tengt. Er eins og hann ráði
oft ekki við sig, þegar fyrir koma sam-
sett orð, af einskærri löngun til að búta
þau í sundur og gera tvö úr einu. Virðist
ekki taka því að nefna einstök dæmi, enda
er árátta þessi svo hatrömm, að hennar
sjást merki á flestum opnum bókarinnar.
Hér hefur nú verið drepið lauslega á
nokkra galla bókarinnar, og skal þá vikið
að' hinni hliðinni.
Meginkostur sögu þessarar er sá, að þar
er saman dreginn á einn stað allmikill *
fróðleikur um upphaf íslenzkra vestur-
ferða, og getið mikils fjölda útflytjenda.
Er það athyglisvert, að ættfræðin setur
verulegt svipmót á ritið. Virðast Vestur-
íslendingar hafa kunnað að stytta sér
stundir við ættvísina, engu síður en
frændur þeirra austan hafsins.
Um áreiðanleik allrar þeirrar mann-
fræði, sem ritið hefur að geyma, verður
lítt dæmt af skyndilestri einum. En mjög
veltur gildi bókarinnar á því, hvort þar
er af trúleika um fjallað eða ekki.
Þess má vænta, að útgáfa þessi falli nú
ekki niöur öðru sinni. Ýmsir þeir ann-
markar. sem hér hafa verið gerðir að
umtalsefni, eru ekki stærri en svo, að þá
mátti laga í próförk. Ætti Þjóðræknis-
félagið að ráða bætur á þessu, að því er
snertir síðari bindin.
Áður en útgáfu lýkur þyrfti einhver
bænheitur maður að falla á knébeð og
biðja hinn mikla höfuðsmið að skjóta
útgefendum og höfundi þvi í brjóst, að
hafa nafnaskrá með ritinu.
G. G.
í-í'- 4 £-1 t tWtf'
Landiö er fagurt og frítt eftir Árna
Óla, blaðamann. Útg. ísfoldarprent-
smiðja 1944.
Árni Óla hefur lifað langan vinnudag
sem blaðamaður, enda þótt hann sé enn
maður á bezta aldri. Er hér um að ræða
safn greina, sem flestar hafa áður birzt