Dvöl - 01.09.1944, Page 74
216
DVÖL
í Lesbók Morgunblaðsins og kváðu hafa
fært höfundi nokkrar vinsældir að hönd-
um. Að minnsta kosti þrjár þessara greina
hafa menningarlegt gildi. Fjalla þær um
fyrsta kvikmyndaleiðangur á íslandi,
fyrstu hringferð Ferðafélagsins og fyrsta
farþegaflugið milli Reykjavíkur og Ak-
ureyrar. Árna lætur einkum vel að rita
um ferðalög og söguleg efni. En að von-
um bera greinar þessar nokkurt svipmót
hver af annarri, og þótt stíll Árna sé
lipur og frásögnin þekkileg, bera grein-
arnar þess nokkurt vitni, að þær eru til
komnar við hin erfiðu vinnuskilyrði ís-
lenzkra blaðamanna, sem fæstir geta gert
sér í hugarlund, er ekki þekkja af eigin
raun.
„Landið er fagurt og frítt“, er kannske
sú af bókum þeim, sem út hafa
komið undanfarna mánuði, sem aug-
lýst hefur verið af mestum dugn-
aði og kappi. Meðal annars er þess ó-
spart látið getið, að bók þessi sé hin eigu-
legasta fyrir hina ungu kynslóð landsins.
Þetta er að því leyti satt og rétt, að bókin
fjallar um efni, sem er ungu fólki girni-
legt til fróðleiks, og mörgum kann hún
að opna útsýn yfir ný svið, sem öllum
er vissulega hollt að kynnast. En einn er
sá galli á þessari bók, sem ber að víta,
sér í lagi vegna þess, hve hún er mjög
boðin æsku landsins. Það eru margs konar
ambögur og hvimleiðar prentvillur hennar.
Ekki skal hér neitt um það fullyrt, hvort
sækja beri höfund einan til saka í þessu
efni — en þess getið, að margur rithöf-
updur verður að gjalda hroðvirknislegs
prófarkalesturs og ómennilegrar bókagerð-
ar. Málvillur eru allmargar í bókinni og
stafsetningarvillur slíkar, að firnum sætir.
Verst er þó kajnnske það, að tilvitnanir
í þjóðkunn kvæði hgfa tekizt þannig, að
stafsetning orðanna hefur víða skekkzt
og brjálazt — eins og erindið úr kvæði
Matthíasar um Dettifoss ber sorglegast
vitni. En smíöisgallar sem þessir eru vissu-
lega slæm lýti á ekki lakari efnivið en
bókin annars er. Sé Árna Óla hér ekki
um að kenna, hefði vissulega ekki verið
að ástæðulausu, þótt hann hefði beðið
guö að vernda sig gegn vinum sínum —
setjaranum, prófarkalesaranum og útgef-
andanum. H. S.
Pósturinn liringir alltaf tvisvar, eftir
James M. Cains. Útg. Pálmi H.
Jónsson, Akureyri.
íslenzkir útgefendur og þýðendur hafa
lagt allmikla rækt við amerískar bók-
menntir hin síðari ár. Ber því að fagna,
því að þar er vissulega um auðugan garð
að gresja. Hinu er ekki að neita, að hinar
amerísku bókmenntir eru næsta misjafn-
ar að gæðum, enda þótt hver grein þeirra
kunni að hafa til síns ágætis nokkuð.
„Pósturinn hringir alltaf tvisvar" verður
engan veginn talin merkileg bók, en hefur
þó sitt gildi. Hún er gott dæmi um þá
miklu tækni, sem einkennir bækur ýmissa
rithöfunda Vesturheims. Frásögnin er
hröö og litrík. Stíllinn er hnitmiðaður og
markviss. Þess ber og að geta, að sálar-
lífslýsingar bókarinnar eru óvenjulega
góðar, þegar um er að ræða bók þessarar
tegundar. Og þeir, sem hafa eitthvert yndi
af bókum, er fjalla um „ástir, villtar á-
stríður, fjörráð, morð og afleiðingar þess,“
ganga áreiðanlega ekki bónleiðir til búðar
James M. Cains.
Bók þessi hefur hlotið slíkar vinsældir
í löndum Engilsaxa, að einsdæmi mega
heita. Raunar þurfa vinsældir bóka ekki
ávallt að vera einhlítur mælikvarði á gildi
þeirra — öðru nær. Þeim, sem þessar línur
ritar, dylst ekki, að aðrar bókmenntir
merkari muni Vesturheimur hafa upp á að
bjóða en þær, sem þessi bók verður til tal-
in. En „Pósturinn hringir alltaf tvisvar" er
ágætt dæmi um einn þátt amerískra nú-
tímabókmenntá, og kannske er þetta sá
þáttur þeirra, sem almenningur allra
landa kann bezt að meta.