Dvöl - 01.09.1944, Side 76
218
DVÖL
því að Þórir Bergsson er sjálfstæður og
öruggur höfundur. A. K.
Fjalliö Everest eftir Sir Prancis
Younghusband. Skúli Skúlason
þýddi. Snælandsútgáfan h.f.
Fátt lestrarefni er jafn vinsælt og ferða-
sögur, og þó sérstaklega frásagnir um
pólferðir, landkönnun og fjallgöngur.
Þetta er raunar eðlilegt, því að maðurinn
elur stöðugt þrá eftir að sigra hið tor-
sótta og kanna ókunna stigu. íslendingar
eru engin undantekning frá þessari reglu,
og kunna flestir vel að meta ferðabækur,
enda kemur fjöldi slíkra bóka hér út á
ári hverju.
Snælandsútgáfan er ungt útgáfufyrir-
tæki, sem þegar hefur lagt myndarlegan
skerf til ferðabókasafnsins á þessu ári.
í vor gaf hún út bók, sem nefndist „Um
ókunna stigu.“ Voru það 30 ferðasögur
valdar, og var bókin frábærlega skemmti-
leg og fræðandi og prýdd fjölda vandaðra
mynda. Jón Eyþórsson og Pálmi Hannes-
son þýddu bókina, en Vilhjálmur Stefáns-
son útvegaöi leyfi til þýðingarinnar. Nú
í haust sendir Snælandsútgáfan frá sér
aðra bók af sama toga, og heitir hún
„Fjalliö Everest" og er eftir Sir Francis
Younghusband. Sá er Englendingur og
hefur ritað margt ágætra bóka um ferða-
lög og flest annað milli himins og jarðar.
Er hann þaulkunnugur i Indlandi og
Himalayufjöllum. Bókin er yfirlit um
leiðangra í fjallið Everest og ýmsa aðra
helztu tinda Himalayu. Er það mjög
greinargott yfirlit og gefur lesandanum
skýra mynd af viðleitni mannanna til
þess að komast á hæsta tind hnattarins,
og hver orðinn er árangur þeirrar við-
leitni. En bókin er meira en góð ferða-
saga þessara fjallaleiðangra. Hún túlkar
líka á áhrifamikinn hátt gildi þessarar
viðleitni, sem er ekki aðeins fólgið í því,
að ná því setta og sýnilega takmarki, að
komast á tind fjallsins, sem fengizt er
við, heldur einnig og miklu fremur í
þeim þroska og lífsviðhorfum, sem mað-
urinn öðlast við að þreyta glímuna við
fjöllin og lifa i fegurð þeirra. Bókin er
rituð af viturleik og huggöfgi — það
dylst engum, sem les. Hún er óður fjalla-
mannsins .
Skúli Skúlason hefur íslenzkaö bókina,
og er mál hennar lipurt og víðast lífi
þrungið.
Bókin er í smekklegum og stílhreinum
búningi, pg myndir hennar vandaðar. Sá
frágangur er og á öðrum bókum Snæ-
landsútgáfunnar, og virðist þar um ráða
góður smekkur og vandvirkni. Munu les-
endur virða það að verðleikum nú á
„þessum síðustu og verstu tímum".
Snælandsútgáfan hefur og nýgefið út
barnabókina Stein Bollason. Er það gam-
alt og vinsælt ævintýr, skreytt myndum
eftir Tryggva Magnússon. Smekkleg bók.
Þá mun og rétt ókomið frá sömu útgáfu
Ævisaga Winston Churchills, rituð af
honum sjálfum, og mun marga fýsa að
lesa hana.
A. K.
Meðal manna og dýra. Sögur eftir
Steindór Sigurðsson, gefnar út af
Pálma H. Jónssyni á Akureyri
síðastliðið ár.
Þetta eru sex sögur. Allar eru þær
meira og minna með handbrögðum hag-
leiksmanns, en mjög misjafnlega vel
telgdar og úr misgóðu efni.
Fyrsta — og næstsnjallasta — sagan
heitir „Hæg er leið.“ Hún er saga um
ungan mann, sem fer undan brekkunni.
Átakanleg harmsaga. Saga, sem er svo
sterklega sögð, að hún ætti að geta stöðv-
að einhvern á undanhaldi, ef annars er
hægt að gera það með orðum. Unga fólk-
ið ætti að lesa þessa sögu til þess að
auka ótta sinn við hina „hægu leið'," sem
sennilega hefur aldrei í lífi íslenzkra