Dvöl - 01.09.1944, Síða 79

Dvöl - 01.09.1944, Síða 79
dvöl 221 Þeir tveir árgangar, sem út eru komnir, eru góðra gjalda verðir og flytja mark- verðar greinar. í fyrri árganginum birt- ist ritgerð Björns Sigfússonar um náttúru- líkingar snæfellskra fornskálda. Þar er og töluverður sagnafróöleikur úr syrpum Gísla Konráðssonar, auk þess sem breið- firzkir ljóðasmiðir eiga margt kvæða í ritinu. Vekur þar einkum athygli kvæði •Jóns frá Ljárskógum, er nefnist „Tveir Dalamenn." Er Jóni gefin hagmælska í óvenjulega ríkum mæli, og mætti svo fara, ef auðna réði, að honum tækist að ryðia sér braut til verulegs skáldhróðurs. Annar árgangur Breiðfirðings stendur hinum fyrsta sízt að baki. Ritar þar Ólafur prófessor Lárusson athyglisverða grein um Flateyjarhrepp árið 1703. Sýn- h' hann þar, með rökvísi sinni og gjör- hygli, hvílík fróðleiksnáma er manntalið frá 1703, ekki aðeins varðandi mannfræði, heldur og um þjóðhagi alla. Með tilstyrk jarðabókarinnar má gera sér furðanlega ljósa grein þess .hvernig högum var hátt- a<5 í landi voru í upphafi 18. aldar. Af öðrum ritgerðum má einkum nefna grein Lúðvíks Kristjánssonar um Júlíönu i Akureyjum, og Andrésar Straumlands úm framtíð Breiðafjarðareyja. Jakob J. Smári og Jón frá Ljárskógum eiga þarna ljómandi snotur kvæði. Fleiri eiga kveðskap í ritinu. Eins ber enn að geta. Sá, sem þessar iínur ritar, hefur oft hrist kollinn yfir óburðum þeim, sem blöð vor og tímarit birta eftir Pétur og Pál, og smásögur kall- ast. í Breiðfirðingi kemur nú sögukorn eítir Jón Jóhannesson, bráðvel skrifað, laust við alla uppþembu og sýndarspeki. Sýnir það ljóslega, að oft má lítið laglega gera. Er ég þá illa svikinn, ef höfundur Þessarar smekklegu sögu lumar ekki á töluverðum hæfileikum. Ereiðfirðingur er prentaður í Félags- Prentsmiðjunni og er frágangur til sóma. G .G. Kiústleifur Þorsteinsson: Úr byggö- um Borgarfjaröar. Útgef: ísafold- arprentsmiðja 1944. Kristleifur Þorsteinsson fræðaþulur að Stóra-Kroppi í Borgax-firði er löngu all- þekktur fyrir frásagnir sínar í blöðum og tímaritum. Nú hefur Þórður sonur hans safnað þessum greinum og fleiru áður óprentuðu saman og búið til prent- unar, og ísafoldarprentsmiðja gefið út. í bók þessari er samankominn margvís- legur fróðleikur um sveitir Borgarfjarð- ar. Þar eru sveitalýsingar, frásagnir um fólk, aldarfarslýsingar, sagnir, hugleiö- ingar og hugvekjur. Er í bókinni margt stórfróðlegra greina um héraðsháttu fyrr og nú í Borgarfirði. Bókin er mjög skemmtileg lestrar, rituð á hreinu og kjarnmiklu alþýðumáli. og frásögn öll lát- laus og þýð. Bókin ber þess ljóst vitni, að Kristleifur á Stóra-Kroppi er trúr og alþýölegur fræðimaður, glöggskyggn og réttsýnn. Slíkum mönnum á íslenzk menn- ing mikla þakkarskuld að gjalda, og skerfur þeirra verður enn betur metinn, er fram líða stundir og þeim fækkar, sem lifað hafa og muna „timana tvenna“. Brátt verða þeir engir á lífi, er kunna að segja frá lífinu á íslandi eins og það var fyrir gjörbreytingu þá, er orðið hef- ur í íslenzku þjóðlífi á síðustu fjórum áratugum. „Úr byggðum Borgarfjarðar'* er líka falleg bók og vönduö að ytri frágangi. í henni eru margar fagrar myndir, prent- aðar á gljápappír. Flestar eru landslags- myndirnar teknar af Þorsteini Jóseps- syni, sem þjóðkunnur er orðinn fyrir afburði í þessari grein. A. K. Ársrit Skógrœktarfélags íslands 1944 er nýkomiö út og hefur borizt „Dvöl". Er það mjög vandað að öllum frágangi og myndum prýtt. Flytur það margvíslegt lesefni um skógrækt og landgræðslu. Ritiö
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.