Dvöl - 01.01.1946, Page 7

Dvöl - 01.01.1946, Page 7
DVÖL 5 af sársauka. Ég sá í einni svipan, að hún vissi allt. Hún vissi, að hún mundi aldrei framar komast yfir klettabeltið kaldranalega úti við sjón- deildarhringinn. Hún vissi það, en vildi dylja það, eins og við höfðum viljað dylja það fyrir henni. En eitt andartak missti hún stjórn á sér, og út úr augum hennar mátti lesa þjáningu alls mannkyns. — Förum enn spottakorn áfram. Bara ofurlítinn spöl niður eftir. — Komdu, sagði ég, þegar ég var bú- inn að gefa Köster auga. Hún steig inn til mín í aftursætið, ég tók hana I faðm mér og dúðaði okkur bæði í ábreiðunum. Vagninn tók að hreyfast gætilega niður hlíðina, I faðm dalsins og skugganna. — Robby, elsku vinur, hvíslaði hún við öxl mína, nú er eins og við séum aftur á heimleið til framtíðar okkar... — Já, sagði ég og sveipaði um hana ábreiðunni alveg upp að enni. Það dimmdi ört, eftir því sem neðar dró. Patt stakk hendinni niður á nakið brjóst mitt, og síðan fann ég andardrátt hennar, varir hennar og tár snerta hörund mitt. Köster sneri við á torgi í næsta þorpi, — en þó svo gætilega, að hún varð þess ekki vör, — og stefndi síðan til baka. Á var undurkyrrð. Ég sat hreyfingarlaus og fann tár Patt yfir hjarta mínu, eins og þar blæddi sár. Stundu síðar sat ég 1 skálanum. Patt var uppi i stofu sinni, og Köster var að leita sér veðurfregna. Það var komið þám í loft og baugur um tunglið. Fyrir utan gluggann var aftanninn, grár og mjúkur sem flos. Innan stundar kom Antoníó og settist hjá mér. Hópur af ungu fólki kom hlæjandi gegnum skálann. Antoníó brosti llka. — Þau eru að koma úr pósthúslnu, sagði hann. Þau voru að fara með símskeyti til Roths. — Roths? Hver er það? — Það er sá, sem á að fara næst. Þau sendu honum skeyti þess efnis, að vegna inflúensufaraldurs 1 heimahögum hans megi hann ekkl koma heim og verði að dvelja hér enn um sinn. Það heyrir til hinum ómiss- andi glettum. Vegna þess, að þau verða sjálf að vera hér eftir, skiljið þér? Ég horfði út á grátt flos fjallanna. En það er sem sé ekki satt, hugsaði

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.