Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 7

Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 7
DVÖL 5 af sársauka. Ég sá í einni svipan, að hún vissi allt. Hún vissi, að hún mundi aldrei framar komast yfir klettabeltið kaldranalega úti við sjón- deildarhringinn. Hún vissi það, en vildi dylja það, eins og við höfðum viljað dylja það fyrir henni. En eitt andartak missti hún stjórn á sér, og út úr augum hennar mátti lesa þjáningu alls mannkyns. — Förum enn spottakorn áfram. Bara ofurlítinn spöl niður eftir. — Komdu, sagði ég, þegar ég var bú- inn að gefa Köster auga. Hún steig inn til mín í aftursætið, ég tók hana I faðm mér og dúðaði okkur bæði í ábreiðunum. Vagninn tók að hreyfast gætilega niður hlíðina, I faðm dalsins og skugganna. — Robby, elsku vinur, hvíslaði hún við öxl mína, nú er eins og við séum aftur á heimleið til framtíðar okkar... — Já, sagði ég og sveipaði um hana ábreiðunni alveg upp að enni. Það dimmdi ört, eftir því sem neðar dró. Patt stakk hendinni niður á nakið brjóst mitt, og síðan fann ég andardrátt hennar, varir hennar og tár snerta hörund mitt. Köster sneri við á torgi í næsta þorpi, — en þó svo gætilega, að hún varð þess ekki vör, — og stefndi síðan til baka. Á var undurkyrrð. Ég sat hreyfingarlaus og fann tár Patt yfir hjarta mínu, eins og þar blæddi sár. Stundu síðar sat ég 1 skálanum. Patt var uppi i stofu sinni, og Köster var að leita sér veðurfregna. Það var komið þám í loft og baugur um tunglið. Fyrir utan gluggann var aftanninn, grár og mjúkur sem flos. Innan stundar kom Antoníó og settist hjá mér. Hópur af ungu fólki kom hlæjandi gegnum skálann. Antoníó brosti llka. — Þau eru að koma úr pósthúslnu, sagði hann. Þau voru að fara með símskeyti til Roths. — Roths? Hver er það? — Það er sá, sem á að fara næst. Þau sendu honum skeyti þess efnis, að vegna inflúensufaraldurs 1 heimahögum hans megi hann ekkl koma heim og verði að dvelja hér enn um sinn. Það heyrir til hinum ómiss- andi glettum. Vegna þess, að þau verða sjálf að vera hér eftir, skiljið þér? Ég horfði út á grátt flos fjallanna. En það er sem sé ekki satt, hugsaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.