Dvöl - 01.01.1946, Side 24

Dvöl - 01.01.1946, Side 24
22 DVÖL Dagur var kominn, þegar ég vaknaði, himinninn var fullur af sólskini, sem dagurinn hafði látið þar. Ég flýtti mér í fötin, borgaði reikning minn og skundaði á bif- reiðastöðina. Eftir tvo tíma var ég kominn heim. — Mitt fyrsta verk heima, — æ, ég leysti seglgarnið utan af eldspýtna- stokknum, reif bréfið í burtu og ýtti skúffunni út. „Hvað er þetta!“ hrópaði ég. Skúffan var full af einhverju blá- hvítu dúnkenndu efni, en þar var enga pöddu að sjá. Ég greip band- prjón, stakk. öðrum enda hans varlega inn undir hinn ókennilega dún og lyfti honum upp. Þá sá ég hvers kyns var: Það var ekki leng- ur heil brú í skúffunni. Paddan var búin að tæja hana upp til agna og breiða tásuna yfir sig. Hún lá steindauð undir tásunni sinni og sneri bleikrauðum, andstyggilegum kviðnum upp í loftið. — Nú haldið þið kannske, að sagan sé á enda og ég hafi fleygt hræinu út á haug, þangað sem flugurnar léku sér og jötunuxinn fitnaði í sólskininu og svaf. — Nei, þessi saga er svo löng, — svo endalaust — endalaust löng. Ég hljóp fram í eldhús, sótti mola af brauði og vætti hann í sykruðu vatni, því ég ætlaði að reyna að lífga pödd- una á ný. — Allan daginn lá hún ofan á brauðmolanum í glugga- kistunni hjá mér, en ég gat ekki lífgað hana framar, hún var dauð — dauð, og um kvöldið keypti ég mér spíritus á glas og stakk henni þar ofan í, svo líkami hennar mætti haldast óskemmdur, þangað til ég uppgötvaði hennar sanna, vísinda- lega nafn. Fyrr eða seinna skyldi það takast, svo ég gæti aftur snúið mér að skáldskapnum og þjónað honum einum. — Það tókst ekki þetta sumar og ekki um haustið, og allur veturinn leið án þess mér tækist það. Ég var oft í borginni og hitti vísindamenn, og sýndi þeim skepnuna, en þeim bar ekki saman um nafnið, aftur á móti sögðu heildsalar, að ég mundi geta fengið það keypt í Ameríku, af því þar fengist allt. Og nú var ég kominn til Amer- íku, þangað sem hún er fædd og upp alin, og vitanlega hef ég hald- ið rannsóknum mínum áfram hér. — Ég er að vísu enn ekki búinn að uppgötva nafn hennar svo óyggj - andi megi telj ast, en við rannsókn- ir mínar á því viðfangsefni hef ég tileinkað mér margt annað merki- legt, sem ætti að geta orðið þjóð minni til meiri nytsemdar en til dæmis skáldsögur og kvæði. — Ég er nefnilega að heita má alveg hættur að brjóta heilann um þessa svonefndu orðsins list, en sekk mér þess í stað dýpra og dýpra ofan í raunhæf vísindi okkar tíma. Og okkar tímar eru fyrst og fremst amerískir tímar, og vísindin þess

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.