Dvöl - 01.01.1946, Síða 24

Dvöl - 01.01.1946, Síða 24
22 DVÖL Dagur var kominn, þegar ég vaknaði, himinninn var fullur af sólskini, sem dagurinn hafði látið þar. Ég flýtti mér í fötin, borgaði reikning minn og skundaði á bif- reiðastöðina. Eftir tvo tíma var ég kominn heim. — Mitt fyrsta verk heima, — æ, ég leysti seglgarnið utan af eldspýtna- stokknum, reif bréfið í burtu og ýtti skúffunni út. „Hvað er þetta!“ hrópaði ég. Skúffan var full af einhverju blá- hvítu dúnkenndu efni, en þar var enga pöddu að sjá. Ég greip band- prjón, stakk. öðrum enda hans varlega inn undir hinn ókennilega dún og lyfti honum upp. Þá sá ég hvers kyns var: Það var ekki leng- ur heil brú í skúffunni. Paddan var búin að tæja hana upp til agna og breiða tásuna yfir sig. Hún lá steindauð undir tásunni sinni og sneri bleikrauðum, andstyggilegum kviðnum upp í loftið. — Nú haldið þið kannske, að sagan sé á enda og ég hafi fleygt hræinu út á haug, þangað sem flugurnar léku sér og jötunuxinn fitnaði í sólskininu og svaf. — Nei, þessi saga er svo löng, — svo endalaust — endalaust löng. Ég hljóp fram í eldhús, sótti mola af brauði og vætti hann í sykruðu vatni, því ég ætlaði að reyna að lífga pödd- una á ný. — Allan daginn lá hún ofan á brauðmolanum í glugga- kistunni hjá mér, en ég gat ekki lífgað hana framar, hún var dauð — dauð, og um kvöldið keypti ég mér spíritus á glas og stakk henni þar ofan í, svo líkami hennar mætti haldast óskemmdur, þangað til ég uppgötvaði hennar sanna, vísinda- lega nafn. Fyrr eða seinna skyldi það takast, svo ég gæti aftur snúið mér að skáldskapnum og þjónað honum einum. — Það tókst ekki þetta sumar og ekki um haustið, og allur veturinn leið án þess mér tækist það. Ég var oft í borginni og hitti vísindamenn, og sýndi þeim skepnuna, en þeim bar ekki saman um nafnið, aftur á móti sögðu heildsalar, að ég mundi geta fengið það keypt í Ameríku, af því þar fengist allt. Og nú var ég kominn til Amer- íku, þangað sem hún er fædd og upp alin, og vitanlega hef ég hald- ið rannsóknum mínum áfram hér. — Ég er að vísu enn ekki búinn að uppgötva nafn hennar svo óyggj - andi megi telj ast, en við rannsókn- ir mínar á því viðfangsefni hef ég tileinkað mér margt annað merki- legt, sem ætti að geta orðið þjóð minni til meiri nytsemdar en til dæmis skáldsögur og kvæði. — Ég er nefnilega að heita má alveg hættur að brjóta heilann um þessa svonefndu orðsins list, en sekk mér þess í stað dýpra og dýpra ofan í raunhæf vísindi okkar tíma. Og okkar tímar eru fyrst og fremst amerískir tímar, og vísindin þess
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.