Dvöl - 01.01.1946, Side 36

Dvöl - 01.01.1946, Side 36
34 DVÖL Kári Tryggvason: Ferð til Krísuvíkur ( verölaunagrein ) I. Ég vaknaði skyndilega af værum svefni. Gríðarstór herbíll rembdist fram hjá glugganum mínum, með svo miklum hávaða, að allt lék á reiði- skjálfi. Þetta var heppileg tilviljun, klukkan var nefnilega orðin sex, en klukkan sjö átti ég að vera kominn ofan á Lækjartorg til móts við kunningja mína í Náttúru- fræðifélaginu. Þaðan ætluðum við í skemmtiferð til Krísuvíkur. Ég klæddi mig í skyndi og hrað- aði mér fram í eldhús. Þar var hún tengdamóöir mín að velgja á könn- unni, og kaffi-ilminn lagði á móti mér. Það var ekki ónotalegt að setjast þarna hjá blessaðri gömlu konunni og sötra morgunkaffið, sem veitt var af stakri rausn og prýði. Mágur minn kom nú líka á fæt- ur. Bauð hann mér að „skjóta mér“ ofan á Torg í bílnum sínum, og þáði ég það með þökkum. Þetta var hlýr og yndislegur júnímorgunn, og þá er Reykjavík alltaf fögur, þrátt fyrir alla báru- járnsbrakkana. Og nú var hugur- inn aðeins móttækilegur fyrir hið fagra. Þess vegna fannst mér ég vera í sjöunda himni meðan taíll- inn þaut um næstum mannlausar göturnar. Á tilteknu götuhorni, stóð geysi- mikill langferðabíll, fast við gang- stéttina. Hjá honum var hópur af „sportklæddu“ fólki, og yfir þenn- an myndarlega hóp gnæfði tröll- vaxinn maður, rauður á hár og hermannlegur. Veifaði hann skjali miklu í hendi sér, líkt og Sankti-Pétur við Himins-hlið. Þó var sá skilsmunur þar á, að Pétur er strangur og gerir snöggan mun á ranglátum og rétt- látum, en dr. Finnur var mildin sjálf. Veitti hann öllum húsrúm í bílnum góða, jafnvel háttvirtum meðlimum „Náttúrulækningafé- Iagsins“, sem fyrir misskilning ætl- uðu að slást með í förina. Innan skamms var bíllinn troð- fullur og nú var haldið af stað. Fyrst var stefnt suöur í Fossvog og þaðan sem leið liggur um Kópa- vog til Hafnarfjarðar. En áður en við ókum inn í bæ- inn, sáum við mann einn, harla snarlegan. Stóð hann við kletta- brún og klauf bergið með hamri sínum. Maður þessi var Guðmund- ur Kjartansson, jarðfræðingur. —

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.