Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 36

Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 36
34 DVÖL Kári Tryggvason: Ferð til Krísuvíkur ( verölaunagrein ) I. Ég vaknaði skyndilega af værum svefni. Gríðarstór herbíll rembdist fram hjá glugganum mínum, með svo miklum hávaða, að allt lék á reiði- skjálfi. Þetta var heppileg tilviljun, klukkan var nefnilega orðin sex, en klukkan sjö átti ég að vera kominn ofan á Lækjartorg til móts við kunningja mína í Náttúru- fræðifélaginu. Þaðan ætluðum við í skemmtiferð til Krísuvíkur. Ég klæddi mig í skyndi og hrað- aði mér fram í eldhús. Þar var hún tengdamóöir mín að velgja á könn- unni, og kaffi-ilminn lagði á móti mér. Það var ekki ónotalegt að setjast þarna hjá blessaðri gömlu konunni og sötra morgunkaffið, sem veitt var af stakri rausn og prýði. Mágur minn kom nú líka á fæt- ur. Bauð hann mér að „skjóta mér“ ofan á Torg í bílnum sínum, og þáði ég það með þökkum. Þetta var hlýr og yndislegur júnímorgunn, og þá er Reykjavík alltaf fögur, þrátt fyrir alla báru- járnsbrakkana. Og nú var hugur- inn aðeins móttækilegur fyrir hið fagra. Þess vegna fannst mér ég vera í sjöunda himni meðan taíll- inn þaut um næstum mannlausar göturnar. Á tilteknu götuhorni, stóð geysi- mikill langferðabíll, fast við gang- stéttina. Hjá honum var hópur af „sportklæddu“ fólki, og yfir þenn- an myndarlega hóp gnæfði tröll- vaxinn maður, rauður á hár og hermannlegur. Veifaði hann skjali miklu í hendi sér, líkt og Sankti-Pétur við Himins-hlið. Þó var sá skilsmunur þar á, að Pétur er strangur og gerir snöggan mun á ranglátum og rétt- látum, en dr. Finnur var mildin sjálf. Veitti hann öllum húsrúm í bílnum góða, jafnvel háttvirtum meðlimum „Náttúrulækningafé- Iagsins“, sem fyrir misskilning ætl- uðu að slást með í förina. Innan skamms var bíllinn troð- fullur og nú var haldið af stað. Fyrst var stefnt suöur í Fossvog og þaðan sem leið liggur um Kópa- vog til Hafnarfjarðar. En áður en við ókum inn í bæ- inn, sáum við mann einn, harla snarlegan. Stóð hann við kletta- brún og klauf bergið með hamri sínum. Maður þessi var Guðmund- ur Kjartansson, jarðfræðingur. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.