Dvöl - 01.01.1946, Side 69

Dvöl - 01.01.1946, Side 69
nvöL 67 Strákarnir voru þar, Eiður líka. Hann var kátur yfir því að vera aftur kominn í bæinn, fyndinn og hafði ótal smáglettur í frammi. En hún sagði róleg og alvörugefin við hann. „Herbie var að fara. Hann ætlar að setjast að þarna vestur frá.“ „Nú já,“ sagði hann. Hann leit á hana og lék sér að lindarpennanum í vestisvasanum. „Helduröu að hann sé farinn fyrir fullt og allt?“ spurði hann. „Já,“ sagði hún, „það er hann áreiðanlega. Ég veit það fyrir víst.“ „Og þú ætlar að búa áfram þarna hinum megin?“ spurði hann. „Hvað ætlarðu nú að taka þér fyrir hendur “ „Ég veit það ekki,“ sagði hún. „Það skiptir engu máli.“ „Heyrðu nú, þetta máttu ekki segja,“ sagði hann. „Ég veit hvað þú þarft. Þú þarft að fá dálitla hressingu. Hvað segirðu um það?“ „Já,“ sagði hún, „bara óblandað.“ Hún vann 43 dollara í póker þetta kvöld. Þegar spilunum var hætt fylgdi Eiður henni heim. „Fæ ég svolítinn koss,“ spurði hann. Hann vafði hana sterkum örmum og kyssti hana ákaft. Hún var alveg köld, endurgalt ekki atlot hans. Hann hélt henni frá sér og horfði á hana. „Ertu full, ljósið?“ spurði hann aðgætinn. „Þú ætlar þó ekki að fara að selja upp, ha?“ „Ég “ sagði hún. „Nei, mér líður ágætlega." (Framhald). M Einkennilegt dæmi. 123456789 987654321 123456789 987654321 + 2 2222222222 Háttsettur maður kom einu sinni að Abraham Lincoln, þar sem hann var að bursta skóna sína. — Hvað sé ég? Burstar forsetinn skóna sína sjólfur? — Já, svaraði forsetinn. — Hvers skó burstið þér?

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.