Dvöl - 01.01.1946, Síða 78
76
DVÖL
En drottinn sjálfur, sem kviðlingum kátum
hvíslaði þér í eyra,
rís upp úr sæti og segir: K. N„
syngdu helmingi meira.
Sýnishorn af því, hve J. St. getur
tekizt vel að fara með ferskeytluna, er í
kvæðinu „Magnús frá Miðhúsum".
Hringhendan þín heitmey var,
helzta vörn og gaman.
En gjörfuleiki og gæfa þar
gátu ei unniö saman.
Þér var íslands ramma rót
runnin fast í sinni.
Það var bæði gull og grjót
geymt í sálu þinni.
Orð'akyngi eins og þín
ekki í myrkrí fálmar.
Mun hún, þegar móthald dvín,
minna á Bólu-Hjálmar.
Þú í volki veraldar
vissir lærðum fleira.
Þig af brunni þekkingar
þyrsti alltaf meira.
Þér skar nornin þröngan stakk
— þung var æfiraunin. —
Þjáning, fátækt, þp-eyta, flakk
það voru skáldalaunin.
Bókin er óræk sönnun þess, að Jónas
Stefánsson frá Kaldbak hefur ekki „sokk-
ið í þjóðahafið". Hún sýnir, að hann
hefur verndað og ávaxtað „sjóðinn", —
íslenzka pundið.
Hann hefur þolað „útlegðina" svo vel,
að með því hefir hann borið íslenzku
þjóðerni gott vitni.
Karl Kristjánsson.
Lygn streymir Don: Mikael
Sjólókoff. Útg. Bókaútgáfa
Guðjóns Ó. Guðjónssonar.
Mikael Sjólókoff er nú sem stendur
einn kunnasti rithöfundur Rússlands.
Hann hlaut Stalín-verðlaunin árið 1942,
en það eru merkustu bókmenntaverðlaun
Rússa. Frægð sína og viðurkenningu mun
hann að mestu hafa hlotið fyrir skáld-
söguna „Lygn streymir Don“. Þetta er
stórbrotin og viðamikil skáldsaga. Þessi
íslenzka þýðing, sem hér birtist í tveim
bindum, mun vera fyrri hluti þessa
mikla ritverks, en síðari hluti þess mun
hafa verið ritaður nokkru síðar og ber að
nokkru annað nafn.
Fyrra, bindi þessarar íslenzku þýðingar
gerist rétt fyrir heimsstyrjöldina fyrri
1914—18 og á styrjaldarárunum, en hið
síðara í febrúar- og októberbyltingunni
árið 1917. Þetta er stórbrotið skáldverk,
margþætt og litauðugt. Það lýsir rúss-
nesku bændalífi á breiðum grunni, her-
mannalífi og grimmum orustum. Sögu-
hetjurnar eru blóðheitt og tilfinningaríkt
fólk, en trútt og náttúrlegt í háttum.
Lýsingar allar eru frjálslegar og djarf-
legar og persónurnar sterkar og heilar
í gerð sinni.
Fyrst í sögunni er lýst lífinu í rúss-
nesku sveitaþorpi á bökkum Don, sem
sígur seint og bungt eftir farvegi sínum
á gresjunni. Sú lýsing er sönn og heill-
andi. En þegar aftar dregur í bókina, og
tekið er að segja frá styrjöldinni, verður
svið sögunnar svo vítt og persónufjöldinn
svo mikill og nöfn þeirra svo ótöm ís-
lenzkum tungum, að hætt er við, að ís-
lenzkir lesendur missi af hnoða sögunnar
og finnist þeir staddir í myrkviði. Eink-
um er hætt við þessu vegna þess, að
svið sögunnar er okkur mjög framandi.
En þegar líður á seinna bindið fellur
sagan aftur i fyrri farveg sinn, og nær
lesandinn þá aftur tökum á efni hennar.
Hér skal ekki um það dæmt, hvernig