Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 7
Starfið er margt
að fjárstuðningur Reykjavíkurborgar
lægi ekki fyrir. í þessari ákvörðun felst
viðurkenning frá Reykjavíkurborg til
Vals fyrir fagleg vinnubrögð í íþrótta- og
æskulýðsstarfi á Hlíðarenda. Eitt mikil-
vægt verkefni íþróttafulltrúa er að halda
yfirlit yfir iðkendafjölda í Val.
Afreksmenn Vals heiðraðir
Aðalstjóm ákvað að nota tækifærið við
útnefningu Iþróttamanns Vals á gamlárs-
dag og heiðra þá Valsmenn sem hlotið
hafa útnefningu sem „Iþróttamaður árs-
ins“ af samtökum íþróttafréttamanna.
Þessir Valsmenn em:
Sigríður Sigurðardóttir, Iþróttamaður
ársins 1964,. fyrirliði Islandsmeistara
Vals og kvennalandsliðs íslands í hand-
knattleik sem varð Norðurlandameistari
árið 1964.
Jóhannes Eðvaldsson, íþróttamaður
ársins 1975, fyrirliði Vals og karlalands-
liðs íslands í knattspymu.
Geir Sveinsson, Iþróttamaður ársins
1997, fyrirliði íslandsmeistara Vals og
karlalandsliðs íslands í handknattleik.
Ólafur Stefánsson, Iþróttamaður ársins
2002 og 2003, sem er einstakur árangur
einstaklings í flokkaíþrótt, Islandsmeist-
ari Vals og núverandi máttarstólpi í
karlalandsliði Islands í handknattleik og
einn besti handknattleiksmaður heims.
Þessum hópi var afhenl heiðursskjal
og áletraður lindarpenni með Valsmerk-
inu, nafni viðkomandi og sæmdarheitinu
„Afreksmaður Vals“ fyrir framúrskarandi
afrek í íþróttagreinum sínum.
Þá voru Sigríður, Jóhannes og Ólafur
sem ekki höfðu enn hlotið gullmerki
Vals, sæmd gullmerkinu. Þessi athöfn
var mjög ánægjuleg og minnti menn á
Afreksmenn Vals heiðraðir. Efri röð frá
vinstri: Olafur Stefánsson, Geir Sveinsson,
Anna Edvaldsdóttir systir Jóhannesar
Edvaldssonar og Sigríður Sigurðardóttir. I
neðri röð eru afreksmenn framtíðarinnar.
Aðalstjóm Knattspyrnufélagsins Vals 2004-2005 á fundi í Valsheimilinu. Efri röð frá
vinstri: Arni Magnússson, Hans Herbertsson, Edvard Börkur Edvardsson, Karl
Axelsson og Haraldur Daði Ragnarsson. Neðri röð frá vinstri: Elín Konráðsdóttir,
Grímur Sœmundsen formaður og Hörður Gunnarsson. A myndina vandar Guðmund
Guðjónsson.
sérstöðu Vals sem afreksíþróttafélags á
íslandi. Athöfninni er gerð gleggri skil á
öðrum stað í Valsblaðinu.
Samstarf og viðræður við
Reykjavíkurborg
Þann 16. desember 2003 var skrifað und-
ir viðaukasamning milli Vals og Reykja-
víkurborgar um framkvæmdir á Hlíðar-
enda. Þetta var í samræmi við ramma-
samning aðila frá 11. maí 2002. Skv. við-
aukasamningnum var skipuð byggingar-
nefnd sem í eru tveir fulltrúar Vals og
tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg auk
oddamanns, sem yrði formaður nefndar-
innar, en jafnframl fagmaður á sviði
framkvæmda og launaður starfsmaður
nefndarinnar. Aðalstjóm skipaði Sigurð
Lárus Hólm og Hrólf Jónsson í nefndina
af hálfu Vals en af hálfu Reykjavíkur-
borgar völdust Ómar Einarsson, fram-
kvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs
og Bjöm Ingi Sveinsson, borgarverk-
fræðingur í nefndina. Pétur Stefánsson,
fyrrv. framkvæmastjóri Almennu Verk-
fræðistofunnar var skipaður fonnaður
nefndarinnar og starfsmaður hennar.
Nefndin hefur unnið ötullega að undir-
búningi framkvæmda. Fyrsta verk hennar
var að ráða hönnuðateymi og er hönnun
nú svo langt komin að verkefnið er tilbúið
til útboðs, sem stefnt er að í febrúar 2005.
I viðaukasamningnum var ákveðið að
breyta deiliskipulaginu á Hlíðarendareit
og fjölga íbúðum á svæðinu m.v. það
sem áður hafði verið ákveðið. Er form-
legum frágangi þessa nú að ljúka. Þessi
ákvörðun er mikilvæg í ljósi þess að nú
er gert ráð fyrir 170 íbúðum á Hlíðarend-
areit, sem fjölgar íbúum á svæðinu. Auk
þess er byggingaréttur íbúðahúsnæðis
mun verðmætari en atvinnuhúsnæðis nú
um stundir og þar sem andvirði hans
verður að stórum hluta varið til fram-
kvæmda (hluta varið til greiðslu lang-
tímaskulda félagsins), er mikilvægt ’að
sem hæst verð fáist fyrir sölu bygginga-
réttarins. Forráðamenn félagsins hafa
fundið fyrir miklum áhuga aðila á fast-
eignamarkaði á þessari mikilvægu óefn-
islegu eign Vals. Það ætti því ekkert að
vera að vanbúnaði að hefja framkvæmdir
fljótlega á nýju ári.
I upphaflegum lillögum þarfagreining-
amefndar var gert ráð fyrir að fram-
kvæmdir á félagssvæði Vals tækju allt að
þrjú ár, en þá var miðað við að reyna að
raska starfi á Hlíðarenda sem minnst. Nú
hallast menn frekar að því að reyna að
hafa framkvæmdatíma sem allra stystan,
þó að það þýði tímabundið meira rask á
daglegri starfsemi félagsins. Iðkendur
knattspymu í Val hafa reyndar þegar
fundið fyrir raski, sérstaklega eldri iðk-
endumir, en sl. sumar æfði t.d. m.fl. ka.
og kv. og 2.fl. ka. og kv. að mestu á
gamla Armannsvellinum við Sóltún. Þá
er sennilegt að næsta sumar muni
m.fl.ka. og kv. ekki leika leiki sína á
Hlíðarenda. Einnig vom settir upp bráða-
birgðaæfingavellir á svæði gamla Há-
skólavallarins og á Miklatúni sl. sumar
og verður aftur svo næsta sumar.
Valsblaðíð 2004
7