Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 7

Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 7
Starfið er margt að fjárstuðningur Reykjavíkurborgar lægi ekki fyrir. í þessari ákvörðun felst viðurkenning frá Reykjavíkurborg til Vals fyrir fagleg vinnubrögð í íþrótta- og æskulýðsstarfi á Hlíðarenda. Eitt mikil- vægt verkefni íþróttafulltrúa er að halda yfirlit yfir iðkendafjölda í Val. Afreksmenn Vals heiðraðir Aðalstjóm ákvað að nota tækifærið við útnefningu Iþróttamanns Vals á gamlárs- dag og heiðra þá Valsmenn sem hlotið hafa útnefningu sem „Iþróttamaður árs- ins“ af samtökum íþróttafréttamanna. Þessir Valsmenn em: Sigríður Sigurðardóttir, Iþróttamaður ársins 1964,. fyrirliði Islandsmeistara Vals og kvennalandsliðs íslands í hand- knattleik sem varð Norðurlandameistari árið 1964. Jóhannes Eðvaldsson, íþróttamaður ársins 1975, fyrirliði Vals og karlalands- liðs íslands í knattspymu. Geir Sveinsson, Iþróttamaður ársins 1997, fyrirliði íslandsmeistara Vals og karlalandsliðs íslands í handknattleik. Ólafur Stefánsson, Iþróttamaður ársins 2002 og 2003, sem er einstakur árangur einstaklings í flokkaíþrótt, Islandsmeist- ari Vals og núverandi máttarstólpi í karlalandsliði Islands í handknattleik og einn besti handknattleiksmaður heims. Þessum hópi var afhenl heiðursskjal og áletraður lindarpenni með Valsmerk- inu, nafni viðkomandi og sæmdarheitinu „Afreksmaður Vals“ fyrir framúrskarandi afrek í íþróttagreinum sínum. Þá voru Sigríður, Jóhannes og Ólafur sem ekki höfðu enn hlotið gullmerki Vals, sæmd gullmerkinu. Þessi athöfn var mjög ánægjuleg og minnti menn á Afreksmenn Vals heiðraðir. Efri röð frá vinstri: Olafur Stefánsson, Geir Sveinsson, Anna Edvaldsdóttir systir Jóhannesar Edvaldssonar og Sigríður Sigurðardóttir. I neðri röð eru afreksmenn framtíðarinnar. Aðalstjóm Knattspyrnufélagsins Vals 2004-2005 á fundi í Valsheimilinu. Efri röð frá vinstri: Arni Magnússson, Hans Herbertsson, Edvard Börkur Edvardsson, Karl Axelsson og Haraldur Daði Ragnarsson. Neðri röð frá vinstri: Elín Konráðsdóttir, Grímur Sœmundsen formaður og Hörður Gunnarsson. A myndina vandar Guðmund Guðjónsson. sérstöðu Vals sem afreksíþróttafélags á íslandi. Athöfninni er gerð gleggri skil á öðrum stað í Valsblaðinu. Samstarf og viðræður við Reykjavíkurborg Þann 16. desember 2003 var skrifað und- ir viðaukasamning milli Vals og Reykja- víkurborgar um framkvæmdir á Hlíðar- enda. Þetta var í samræmi við ramma- samning aðila frá 11. maí 2002. Skv. við- aukasamningnum var skipuð byggingar- nefnd sem í eru tveir fulltrúar Vals og tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg auk oddamanns, sem yrði formaður nefndar- innar, en jafnframl fagmaður á sviði framkvæmda og launaður starfsmaður nefndarinnar. Aðalstjóm skipaði Sigurð Lárus Hólm og Hrólf Jónsson í nefndina af hálfu Vals en af hálfu Reykjavíkur- borgar völdust Ómar Einarsson, fram- kvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs og Bjöm Ingi Sveinsson, borgarverk- fræðingur í nefndina. Pétur Stefánsson, fyrrv. framkvæmastjóri Almennu Verk- fræðistofunnar var skipaður fonnaður nefndarinnar og starfsmaður hennar. Nefndin hefur unnið ötullega að undir- búningi framkvæmda. Fyrsta verk hennar var að ráða hönnuðateymi og er hönnun nú svo langt komin að verkefnið er tilbúið til útboðs, sem stefnt er að í febrúar 2005. I viðaukasamningnum var ákveðið að breyta deiliskipulaginu á Hlíðarendareit og fjölga íbúðum á svæðinu m.v. það sem áður hafði verið ákveðið. Er form- legum frágangi þessa nú að ljúka. Þessi ákvörðun er mikilvæg í ljósi þess að nú er gert ráð fyrir 170 íbúðum á Hlíðarend- areit, sem fjölgar íbúum á svæðinu. Auk þess er byggingaréttur íbúðahúsnæðis mun verðmætari en atvinnuhúsnæðis nú um stundir og þar sem andvirði hans verður að stórum hluta varið til fram- kvæmda (hluta varið til greiðslu lang- tímaskulda félagsins), er mikilvægt ’að sem hæst verð fáist fyrir sölu bygginga- réttarins. Forráðamenn félagsins hafa fundið fyrir miklum áhuga aðila á fast- eignamarkaði á þessari mikilvægu óefn- islegu eign Vals. Það ætti því ekkert að vera að vanbúnaði að hefja framkvæmdir fljótlega á nýju ári. I upphaflegum lillögum þarfagreining- amefndar var gert ráð fyrir að fram- kvæmdir á félagssvæði Vals tækju allt að þrjú ár, en þá var miðað við að reyna að raska starfi á Hlíðarenda sem minnst. Nú hallast menn frekar að því að reyna að hafa framkvæmdatíma sem allra stystan, þó að það þýði tímabundið meira rask á daglegri starfsemi félagsins. Iðkendur knattspymu í Val hafa reyndar þegar fundið fyrir raski, sérstaklega eldri iðk- endumir, en sl. sumar æfði t.d. m.fl. ka. og kv. og 2.fl. ka. og kv. að mestu á gamla Armannsvellinum við Sóltún. Þá er sennilegt að næsta sumar muni m.fl.ka. og kv. ekki leika leiki sína á Hlíðarenda. Einnig vom settir upp bráða- birgðaæfingavellir á svæði gamla Há- skólavallarins og á Miklatúni sl. sumar og verður aftur svo næsta sumar. Valsblaðíð 2004 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.