Valsblaðið - 01.05.2004, Page 32
Baldvin Hallgrímsson sakleysið uppmálað. Ég gerði ekki neitt. Hart barist í úrslitaleik
Islandsmótsins innanhúss á móti KR sem Valmenn unnu frcekilega 2-1. Sigurbjörn
Hreiðarsson fyrirliði fylgist með. (FKG)
og verið er að endursemja við nokkra
leikmenn. Stefnt er á að styrkja liðið
með öflugum leikmönnum fyrir úrvals-
deildina 2005. Þegar er búið að styrkja
hópinn með samningum við nýja leik-
menn og nú þegar hafa þeir Kjartan
Sturluson markvörður og Guðmundur
Benediktsson gert 2ja ára samning við
Val. Þá kemur Steinþór Gíslason aftur í
Val og Atli Sveinn Þórarinsson frá KA.
Willum fór til Bolton þar sem hann
kynnti sér þjálfun hjá því ágæta liði og
með honum í för var Baldur Aðalsteins-
son leikmaður meistaraflokks en hann
mun verða við æfíngar. Guðni Bergsson
hefur leitt þennan undirbúning og gert
þetta mögulegt og vill stjórn knattspyrnu-
deildar færa honurn nrikið þakklæti fyrir.
Stjórnin hefur haldið vel utan um fjár-
mál deildarinnar og skilar deildinni réttu
megin við 0 sem verður að teljast krafta-
verk í ljósi þess að liðið spilaði í 1 .deild
og með því hafi 30% af tekjum deildar-
innar horfið.
Þetta hafi ekki getað tekist nema með
aðstoð góðra styrktar- og stuðningsaðila.
Deildin þakkar sérstaklega Smith &
Norland sem er aðal samstarfs- og styrkt-
araðili deildarinnar fyrir frábært samstarf.
Þá vill deildin einnig þakka sérstaklega
VIS, SP Fjármögnun, Fijálsa Fjárfesting-
arbankanum, Spron, Winterthur og Danól
fyrir samstarfíð og stuðninginn á liðnu ári.
Gerður var samningur við VÍS á
starfsárinu sem með því er orðið einn
helsti stuðnings- og styrktaraðilli Vals og
mun Valur leitast við að beina sem mest-
um viðskiptum sínunr í gegnum það
góða fyrirtæki og hefur tryggt allt sitt
meistaraflokkslið hjá þeim.
Eins langar deildinni að þakka sérstak-
lega því fólki sem skipaði heimaleikja-
nefnd knattspymudeildar Vals fyrir vel
unnin störf og ánægjulegt samstarf og
samskipti.
Ur stjórn knattspyrnudeildar munu
ganga þeir Eggert Þór Kristófersson, Jón
S. Helgason og Björn Guðbjömsson.
Þeim eru færðar sérstakar þakkir fyrir
störf sín í þágu knattspymunnar hjá Val.
Eins ber að þakka öllum þeim sem
hönd hafa lagt á plóg fyrir sitt framlag.
Ný stjórn var kosin á aðalfundi knatt-
spyrnudeildar og hana skipa:
E.Börkur Edvardsson, formaður
Jón Grétar Jónsson, varaformaður
Erla Sigurbjartsdóttir,
ritari ogformaður m.fl. kvenna
Jón Höskuldsson,
formaður unglingaráðs
Kjartan Georg Gunnarsson,
meðstjórnandi
Guðjón Olafur Jónsson, meðstjómandi
Otthar Edvardsson, m.fl.ráði karla
Bragi Bragason, m.fl.ráði karla
Bjami Markússon, meðstjórnandi
Sigurbjörn Hreiðarsson fyrirliði á fullri
ferð. (FKG)
Ljóst er að ærin verkefni bíða nýrrar
stjórnar en starf hennar hefur farið af
stað með miklum látum og nú þegar er
búið að ganga frá ráðningum þjálfara
allra flokka og allir flokkar famir af stað
með undirbúning. Öflugur liðsstyrkur
hefur borist og ánægjulegt er að sjá
fjölgun hjá 2. flokki karla. Sterkir leik-
menn hafa bæst í okkar góða hóp hjá
meistaraflokkum karla og kvenna.
Áfram Valur!
E.Börkur Edvardsson
Formaður knattspyrnudeildar Vals
32
Valsblaðið 2004