Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 17

Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 17
Dícma Guðjónsdóttir í leik með Valsliðinu á móti Fram haustið 2004. (FKG) tímabilið 2001 -2002 og árið eftir lék hún með B liðinu í 2. deild en síðan tók hún sér frí vegna bameigna en segist nú vera hætt í handbolta. Hún byrjaði sinn hand- boltaferil 13 ára hjá ÍR í 3. flokki og var hjá félaginu í nokkur ár og lék m.a. í meistaraflokki ÍR með Þorgerði Katrínu núverandi menntamálaráðherra. „Ég fór síðan 1985 í Fram og vann til margra verðlauna með félaginu. Einnig æfði ég fótbolta með Fram og lék í 2. deild. Ég lék nokkra leiki með unglingalandsliðinu og A landsliðinu í handbolta." Díana byrjaði í handbolta 7 ára Díana segist hafa byrjað að æfa hand- bolta 7 ára með Fram. „Ég var aðeins í fótbolta á yngri árum en hæfileikar mínir vom ekki á því sviði, ég er hrikalega örvfætt," segir hún og systur hennar hlæja og taka fram að þar hafi hún rétt fyrir sér. Guðríður segir að Díana sýni oft góð tilþrif í fótbolta undanfarið á æf- ingum hjá Val. „Ég hætti síðan á tímabili hjá Fram og fór til FH þar sem ég fékk aldrei tækifæri hjá þjálfaranum," segir hún sposk á svip, eg Guðríður var þá spilandi þjálfari hjá Fram. Díana lék aft- ur á tímabili með Fram. Díana í Val Árið 2001 ákvað Díana að skipta yfir í Val en þá var Guðríður nýráðin þjálfari hjá félaginu. „Ég hringdi til mömmu til Spánar á afmælisdaginn hennar þegar hún var sextug og tilkynnti henni að ég væri orðin Valsari og fannst henni það mjög ánægjuleg afmælisgjöf," segir Díana kímin og Sigríður kinkaði kolli því til samþykkis. Díana segir að sér líði mjög vel hjá Val núna, hópurinn sé góður en brothættur þar sem meiðsli hrjái suma leikmenn, aðrar eru í bameignum og enn aðrar farnar til erlendra liða. Hún segir ákveðin að stefnan í vetur sé klárlega á að fara alla leið í úrslitakeppninni, það hafi verið ógeðslega gaman að komast á síðasta tímabili alla leið í úrslitakeppni við ÍBV. „Við erum fáar í dag en við ætl- um að standa saman en erum tilbúnar í slaginn í vetur og ætlum okkar stóra hluti,“ segir Díana ákveðin. Frábær afmælisgjöf að fá stelpurnar í Val „Það var æðislegt að fá stelpumar í Val, mjög góð tilfinning og frábær afmælis- gjöf en ég varð sextug um það leyti,“ segir Sigríður og brosir breitt. Dætumar eru allar íþróttafræðingar frá íþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni, stund- uðu allar dans og fimleika á yngri árum og léku handbolta með Fram um árabil. Leiðir þeiri'a hafa því í gegnum tíðina legið saman og því ofur skiljanlegt að þegar Guðríður var ráðin þjálfari hjá Val þá fylgdu hinar systumar í kjölfarið, enda greinilega mjög samhentar og góðir félagar. Guðríður hefur langa reynslu af þjálfun í handbolta, fyrst hjá Fram bæði í yngri flokkunum og meistaraflokki kvenna um árabil. Hafdís og Díana hafa einnig lagt stund á þjálfun og starfa nú báðar við þjálfun yngri flokka hjá HK en þar er mikið uppbyggingarstarf í gangi hjá kvennaflokkunum. Skemmtilegir lírslitaleikir á móti IBVí vor Guðríður segir að úrslitaleikirnir við IBV á síðasta tímabili hafí verið mjög skemmtilegir og spennandi. „Strákamir í Val léku til úrslita á móti Haukum og við lékum til úrslita við ÍBV, en viður- eignir okkar við ÍBV voru meira spenn- andi en leikir strákanna við Hauka, leik- gleðin var í fyrirrúmi hjá stelpunum og ég lagði upp með það að við hefðum gaman af þessu verkefni. Ennig voru fleiri áhorfendur á kvennaleikjunum og er það merkur áfangi í sögu kvenna- handbolta hér á landi,“ segir hún stolt yfír stelpunum sínum. Einnig hafi hand- bolti kvenna orðið vinsælt sjónvarpsefni en allir leikirnir boru sýndir beint í sjón- varpi og ömggt að margir nýir stuðn- ingsmenn Valsmanna hafi orðið til, bæði í karla- og kvennaflokki. Díana segir að enginn hafi búist við því að Valsarar myndu standa í ÍBV, en ákveðið reynsluleysi hafi komið þeim í koll í lokin en þær segjast vera reynslunni rík- ari eftir úrslitakeppnina og tilbúnar að gera enn betur á þessu tímabili þótt vissulega hafi breytingar síðan orðið á hópnum. Hún segist hafa verið algjör- lega búin eftir úrslitakeppnina, leikirnir hafi reynt mikið á bæði líkamlega og andlega. Sigríði fannst geysilega gaman að fylgjast með úrslitakeppninni og hún segist vera stolt af Valsstelpunum. Úp handbolta í hraðbolta „Handbolti í dag er samt allt önnur íþrótt en í gamla daga þegar ég var að æfa, hraðinn er miklu meiri og mér finnst hraðinn vera orðinn allt of mikill í dag,“ segir Sigríður ákveðin og gagnrýnin á þróun handboltans. Guðjón sem fylgst hefur með viðtalinu álengdar getur ekki á sér setið að segja skoðun sína og tekur heilshugar undir með Sigríði og hristir höfuðið yftr hraðanum í handboltanum í dag, hann sé orðinn allt of mikill, leik- menn ráði hreinlega ekki við þennan hraða, réttara væri að breyta nafninu úr handbolta í hraðbolta. Valsblaðið 2004 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.