Valsblaðið - 01.05.2004, Page 77
Ettir Ragnheiði Víkingsdóttur
Islandsmeistarar Vals í kvennaknattspymu 1989 fagna titlinum í einni hrúgu. Neðsta
röð frá vinstritRagnhildur Skúladóttir, Sigrún Norðfjörð, Magnea Magnúsdóttir, Krist-
ín Briem, Védís Ármannsdóttir. Nœsta röð: Margrét Bragadóttir, Kristín Arnþórsdóttir,
Guðrún Sœmundsdóttir, Ragnheiður Vikingsdóttir, Sigrún Ásta Sverrisdóttir. Efsta röð:
Anna, Guðný Jónsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Bryndís Valsdóttir.
unnar í Val voru oft fá lið í deildinni, og
eitt árið voru þau einungis 4, en oftast í
kringum 6 lið. Það var því oft þannig að
ef annar leikurinn á móti Breiðablik tap-
aðist, þá var sénsinn ekki mikill. Leikirn-
ir yftr tímabilið voru að sjálfsögðu allt of
fáir. Svo var það 1981 að bikarkeppnin
var sett á fót og þá var einnig fyrsti
landsleikurinn, sem var við Skota. Þetta
jók áhugann hjá fleiri liðum, sem áttu
auðveldara með að taka þátt í bikar-
keppninni, sérstaklega lið úti á landi. Við
vorum í úrslitum í bikamum flest árin
milli 1980 -1990 og unnum hann ansi oft
og var þá alltaf fagnað vel og lengi, enda
„einstök tilfinning." En í eitt skiptið töp-
uðum við í vítakeppni sem lengi verður í
minnum haft, því að vítaspyrnan sem
sló okkur út lenti í dómaranum. En eins
og allir vita stendur dómarinn alltaf vel
til hliðar við markið. Við höfum oft hleg-
ið að þessu eftir á, þó að okkur væri ekki
hlátur í hug á þeirri stund. En áhuginn
hjá okkur var brennandi. Við æfðurn
svona 3 sinnum í viku en hefðum helst
viljað æfa á hverjum degi sem var ekki
hægt því að lengi vel var aðstaðan ein-
ungis litli salurinn á vetuma og malar-
völlurinn, og Amason á surnrin. En neðri
grasvöllurinn var kallaður Amason
vegna mikillar bleytu sem lá oftast á
honum.
Margt hefur breyst á þessum tíma og
finnst manni núna ótrúlegt að í upphafí
kvennaknattspyrnunnar mátti ekki vera í
leðurskóm, heldur áttu hliðamar að vera
úr næloni. Spilað var með bolta númer 4
og stutt hom tekin. Einungis spilað 2 x
35 mínútur í deildinni og 2 x 30 í bikarn-
um. í sambandi við lengd leikja, þá gerð-
ist frekar skondið atvik þegar við spiluð-
um eitt sinn við KR í deildinni. Dómar-
inn flautaði þá leikinn af eftir 2 x 30
nn'n. En hann átti að vera 2 x 35 mín. KR
kærði og við vorum dæmdar til að hittast
aftur á vellinum og leika 2x5 mín.
Fynsti landsleikurinn minnisstæðup
Fyrsti landsleikurinn er rnanni að sjálf-
sögðu mjög minnisstæður, því að við
þóttum standa okkur ntjög vel, og Skot-
amir kríuðu út sigur á síðustu 10 mínút-
unum 2-1. Það var 20 mínútum umfram
venjulegan leiktíma hjá okkur í deild-
inni, en spilað var 2 x 45 í landsleiknum.
Eftir að fyrsti landsleikurinn varð að
veruleika, var tekið þátt í Norðurlanda-
móti árið eftir. Það var auðvitað frábært
að vera með í því og mikil hvatning. Það
er ekki spuming unt það, hvemig staðið
er að landsliðsmálum, hefur gífurleg
áhrif á framgang kvennaknattspymunnar.
Ekki var fylgt nógu vel eftir ágætum ár-
angri á Norðurlandamótinu, og fáir
landsleikir voru næstu ár. Sem betur fer
hefur verið tekið á þessu og í dag geta
stelpurnar keppst um
að komast í yngri
landsliðin strax 15-16
ára, sem hlýtur að
halda þeim lengur í
boltanum. A-landsliðið
hefur verið að ná rnjög
góðum árangri sem
segir okkur að yngri
flokka þjálfunin hjá
félögunum ætti að vera
í góðum ntálum og
hefur skilað góðum
einstaklingum upp í
meistaraflokkana. Ég hef trú á að A-
landsliðið hefði alla burði til að ná enn
lengra ef að við fengjum enn meiri
stuðning frá KSI og fleiri leiki til að
spila. Þær hafa verið rnjög nálægt því að
komast áfram í úrslitakeppni undanfarin
ár, svo að það þyrfti að kryfja það hvað
vantaði uppá, eru það fleiri leikir eða
eitthvað annað?
BjöPt fpamtíð í kvennaknattspypnu
Framtíðin er björt með allan þennan
stelpnaskara, sem byrjar að æfa 5-7 ára.
Hjá Val hefur verið lagður metnaður í að
byggja upp og standa vel við yngri
flokkana, enda sér rnaður margar stelpur
með mikla hæfileika í öllum flokkum.
Þegar ég var að spila, árið 1994, þá var
ekki algeng sjón að sjá foreldra mæta á
leiki, það einhvem veginn tíðkaðist ekki
þá. Nú er mjög gaman að sjá hve vel for-
eldrar fylgja stelpunum sínum vel eftir,
jafnt í yngri flokkum sem í meistara-
flokknum. Það veitir þeim mikinn stuðn-
ing og öllum finnst gaman að sjá ein-
hvern koma að horfa á.
Það sem mér finnst standa upp úr þeg-
ar maður lítur til baka er félagsskapur-
inn. Þú gengur í gegnum súrt og sætt
með þessum stelpum og myndar sterk
tengsl sem maður nýtur, löngu eftir að
maður er hættur að spila fótbolta.
Keppnisferð til Belgíu. Gist var í tjöldum og ekið um á
tveimur Van bílum.
Valsblaðið 2004
77