Valsblaðið - 01.05.2004, Page 50

Valsblaðið - 01.05.2004, Page 50
Kolbrítn Franklín með gott markskot. Hafrún Kristjánsdóttir og Cerður Beta jylgjast spenntar með. (FKG) keppninni er einnig gerð ítarlegri skil annars staðar í blaðinu. Yngpi flokkar Vals í handbolta Yngri flokkar félagsins stóðu sig að vanda með mikilli prýði. en þó vannst einungis einn bikar að þessu sinni þegar lærisveinar Freys Brynjarssonar í fjórða flokki karla sigruðu UMFA í úrslitaleik SS bikarkeppninnar og hefur Freyr verið að gera góða hluti með þessa stráka und- anfarin ár og mikils vænts af þeim á komandi árum. Annar flokkur karla komst í undanúr- slil í bikarkeppninni en tapaði í fram- lengingu fyrir bikarmeisturum KA og þá lentu þeir í þriðja sæti á Islandsmótinu eftir sigur á Víkingum um bronsið. Þriðji flokkur félagsins komst einnig í undan- úrslit í bikarkeppninni en laut lægra haldi fyrir bikarmeisturum Fram og þá spiluðu þeir til úrslita um íslandsmeist- aratitilinn, en töpuðu aftur fyrir Fram í hörkuúrslitaleik þar sem margir drengj- anna voru að spila sinn sjötta leik á átta dögum og er það áhyggjuefni hvemig staðið var að niðurröðun Islandsmóta karla í öðrum og þriðja flokki. Aðrir flokkar stóðu sig eins og áður segir með prýði og góðir og hæfileikaríkir leik- menn í yngri flokkum karla og kvenna hjá félaginu. Forgangsverkefni að efla barna- og ungnngastarfið Forgangsverkefni næstu ára er að hlúa enn betur að barna- og unglingastarfi fé- lagsins og auka iðkendafjölda með því að fara í heimsóknir í hverfaskólanna og hafa sendiherrar Vals þeir Geir Sveins- son og Guðni Bergsson ásamt Oskari Bjama og leikmönnum mfl. félagsins leitt þær heimsóknir sem þó hafa verið fátíðar, einkum vegna verkfalls í grunn- skólum landsins. Heimsóknir þessar eru gríðarlega mikilvægar fyrir félagið og m.a. hugsaðar sem útbreiðslustarf félags- ins og hafa heimsóknirnar hingað til heppnast vel enda hefur iðkendafjöldi aukist í kjölfar hverrar heimsóknar. Sem fyrr er það alkunna að íþróttir eru ein besta forvömin fyrir börn og unglinga og leggur félagið mikið upp úr góðri og agaðri þjálfun þar sem iðkendur okkar læra að vinna saman og bera virðingu fyrir náunganum í leik og starfi. Þetta er m.a. það sem haft er að leiðarljósi í starf- inu og hafa Valsmenn í gegnum tíðina verið þekktir fyrir að skila af sér framúr- skarandi íþróttamönnum sem oftar en ekki hafa verið fyrirmyndir og uppistað- an í landsliðum okkar og vonandi verður það áfram raunin um ókomin ár. Af þjálfaramálum I þjálfaramálum yngri flokka voru ekki miklar breytingar að þessu sinni en þó einhverjar. Bjarney Bjamadóttir tók við 5.fl. kvenna af Hafdísi Hinriksdóttur sem fór í fæðingarleyfi og Jóhannes Lange kom til okkar frá HK og mun hann stýra 4.fl.-og unglingaflokki kvenna Ásamt Pétri Axel þar sem Jónas Már Fjeldsted hvarf á braut og hélt í víking til Vest- ntannaeyja eftir að hafa stýrt liðinu 2003- 2004. Jónas náði góðum tökum á þeim flokkum og var árangur vetrarins um margt ágætur. Eftirmenn Jónasar eru þó engir eftirbátar og ljóst er að þeir Pétur Axel og Jóhannes eru að gera góða hluti með stelpumar enda eigum við 3 lands- liðstelpur þar og eru þar margar stelpur sem geta náð langt ef þær leggja sig enn meira fram. í 4.fl. karla tók Brendan Þor- valdsson við þjálfun flokksins þar sem Freyr Brynjarsson bað um frí frá þjálfun. Leitast var við sem fyrr að leggja metnað í yngri flokka starfið, en það má alltaf gera betur og er það öllum er að starfinu koma ljóst enda ærið verk að vinna þar. Samið var aftur við alla aðra þjálfara félagsins og að auki mörkuð sú stefna að leitast verði við að bæta við fleiri hæfileikaríkum þjálfurum og að- stoðarmönnum sem gætu orðið framtíð- arþjálfarar hjá félaginu. Þetta er að sjálf- sögðu með það að leiðarljósi að yngri flokkamir, sem eru undirstaða og framtíð félagsins, haldi áfram að blómstra og ala upp afreksmenn framtíðarinnar. Það má ekki mikið út af bera og getur stjóm fé- lagsins gert mun betur í yngri flokka starfinu og er það forgangsvekefni kom- andi ára að treysta það og bæta. Stofnun unnlingaráðs og foreldraráoa Á haustmánuðum var reynt ítrekað að koma á laggimar aftur virku og öflugu unglingaráði sem mun m.a. hafa sem eitt af sínum fyrstu verkum umsjón með að stofnað verði foreldraráð fyrir hvem flokk í samvinnu og samráði við Þórð íþróttafulltrúa. Það hefur þó reynst þraut- inni þyngri og áhyggjuefni hversu illa gengur að fá „gamla“ Valsara til að starfa fyrir félagið og koma að starfinu. Jákvæðir hlutir gerðust þó einnig á tímabilinu varðandi yngri flokkana og voru t.d. bolta- og búningamál félagsins tekin í gegn og fengu allir iðkendur nýja keppnispeysu og bolta til eignar við greiðslu æfingagjalda, sem sjaldan eða aldrei hafa verið inheimt jafn hratt og vel sem er mikilvægt til að standa skil á greiðslum til handa þjálfurum og við annan rekstur sem hlýst af starfinu. Dómaramál áhyggjuefni Eitt af áhyggjuefnum félagsins almennt er hvernig dómaramálum Vals er háttað og hversu fáa dómara við eigum. Fyrir liggur að formaður HDSI mun halda 50 Valsblaðið 2004

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.