Valsblaðið - 01.05.2004, Side 36

Valsblaðið - 01.05.2004, Side 36
Sera ^iðriksbikarinn - Latio aldrei kappið hera legurðina Sr. Friðrikstíikarinn veittur í fyrsta sinn. Frá vinstri: Jón Höskuldsson formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar, Bergdís Bjarna- dóttir, Arni Heiðar Geirsson og Þorsteinn Olafs útibússtjóri KB banka við Hlemm sem gefur þessi veglegu verðlaun. Á fjölmennri og vel heppnaðri upp- skeruhátíð knattspyrnudeildar Vals í Valsheimilinu í byrjun október í ár var sr. Friðriksbikarinn veittur í fyrsta sinn. Hann skal veittur þeim leikmönnum í 3. flokki stúlkna og drengja sem sýnt hafa mestan félagslegan þroska og verið öðr- um Valsstúlkum og Valsdrengjum til fyr- irmyndar, innan vallar sem utan. KB banki við Hlemm er gefandi þessara verðlauna. Þorsteinn Ólafs útibússtjóri afhenti verðlaunin og hlutu þau Bergdís Bjarnadóttir og Árni Heiðar Geirsson í 3. flokki veglegan farandbikar og eigna- bikar að launum. Valsblaðinu þótti því vel til fundið að heyra aðeins urn aðdraganda þess að sr. Friðriksbikarinn var nú veittur í fyrsta sinn. Þeir Jón Höskuldsson formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar Vals og Þorsteinn Ólafs útbússtjóri hjá KB banka voru því spurðir nokkuira spurninga. - Hvaða gildi hefur það að ykkar mati að minnast sr. Friðriks Friðrikssonar með þessum hœtti í starfi knattspyrnu- deildar Vals, þ.e. með sérstökum bikar kenndum við liann ? Þeir Jón og Þorsteinn sögðu að sr. Friðrik væri þannig nafn í Val að þau gerðust ekki stærri. Hann átti þátt í stofnun félagsins þann 11. maí árið 1911 og var frumkvöðull starfs KFUM og KFUK á íslandi og mikill æskulýðsleið- togi. Það er athyglisvert í sögunni að þann 2. janúar 1899 var KFUM formlega stofnað og fór starfsemin ört vaxandi er leið á vorið. Nokkrar fermingarstúlkur færðu þá það í tal við sr. Friðrik hvort hann gæti ekki einnig stofnað félag fyrir þær. Fékk sr. Friðrik nokkrar konur til liðs við sig og 29. apríl 1899 hafði KFUK einnig verið ýtt úr vör. Það er því í anda sr. Friðriks að jafn- rétti sé í þessu eins og öðru. Valsmenn 36 Valsblaðið 2004

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.