Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 64
Framtíðarfólk
Sé mest eltirJnií að hafa ekki verið dUQlGpiUL
ðO læra í upphali shólagöngu i MH
Hafsteinn Rannversson leikmaður með drengjaflokki í körfubolta
Fæðingardagur og ár: 16 ágúst 1986.
Nám: Menntaskólinn við Hamrahlíð.
Kærasta: Nei, er á lausu.
Einhver í sigtinu: Beyonce Knowles.
Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að
verða: Leikmaður í ÍR.
Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Bara
halda áfram að gera það sem ég er að
gera núna.
Af hverju körfubolti: Bróðir minn æfði
og þegar vinir mínir byrjuðu var ekki um
annað að velja, svo finnst mér
ekkert gaman í hand-
bolta né fótbolta.
Af hverju
Valur: Það
var næst
og svo
drógu vinir mínir mig þangað.
Eftirminnilegast úr boltanum: Ferð-
irnar til Svíþjóðar og Spánar.
Ein setning eftir tímabilið: Lofar góðu.
Mesta prakkarastrik: Þegar ég var
með í því að stela tyggjósjálfsala úr
Sundhöll Reykjavíkur.
Fyndnasta atvik: Þegar við vorum í æf-
ingarbúðum á Stykkishólmi fyrir 3 árum
og við vorum á morgunæfmgu mjög
þreyttir. Við vorum að gera einhverja æf-
ingu frekar illa vegna þreytu og Gústi
fyrrverandi þjálfari brjálast og
ætlar að sýna okkur hvernig
á að gera þetta. Þegar
hann svo byrjar á æf-
ingunni missir
hann jafnvæg-
ið og lendir
utan í
vegg og síðan á gólfið og við dóum allir
úr hlátri og gátum ekki æft næstu 5 mín-
útumar.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki: Gjorgji Dzolev.
Hver á ljótasta bílinn: DJ S.T.E.F.
Hvað lýsir þínurn húmor best: The Big
Lebowski.
Leyndasti draumur: Að vinna í Vik-
ingalottóinu og geta gert það sem mig
langar til það sem er eftir ævi nrinnar.
Við hvaða aðstæður líður þér best:
Þegar ég ligg í mannasúpunni í laugar-
dalslauginni.
Hvaða setningu notarðu oftast: Djöfull
nenni ég þessu ekki..!!!
Skemmtulegustu gallarnir: Örvhentur.
Hvað er það fallegasta sem hefur ver-
ið sagt við þig: Haffi, ég elska þig þrátt
fyrir veikleika þína.
FuIIkomið iaugardagskvöld: Horfa á
The Big Lebowski með vinunum og fara
svo í keilu.
Hvaða flík þykir þér vænst um: Öll
skópörin mín.
Besti söngvari: D’angelo.
Besta hljómsveit: Breytilegt eftir skapi.
Besta bíómynd: The Big Lebowski.
Besta bók: Don Kíkóti.
Besta lag: Það breytist á hverjum degi.
Uppáhaldsvefsíðan: NBA.COM.
jjgpáhal^rfíllhg í enska boltanum:
Horfi ekki á fótbolta.
Eftir hverju sérðu mest: Að hafa ekki
verið duglegur að læra í upphafi skóla-
göngu minnar í MH.
Ef þú yrðir að vera einhver annar:
Einhver ríkur og frægur.
4 orð um núverandi þjálfara: Metnað-
arfullur, duglegur, skemmtilegur, skipu-
lagður.
Ef þú værir alvaldur í Val hvað rnynd-
ir þú gera: Kaupa nýja sturtuhausa í
sturtuklefan í litla sal þannig að maður
fengi vatn á sig þegar maður stæði í
miðjunni.
Valsblaðið 2004