Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 25

Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 25
Eftir Guðna Olgeirsson „Krakkar eiga a.m.k. að taka þrjár aukaœjtngar á viku, það er ekki bara nóg að mæta á œjingar, “ segir Laufey. grimmari í leiki,“ segir Laufey og er greinilega mjög ánægð með þjálfara liðs- ins. Frábærir stuðningsmenn í sumar „Við höfðum líka sérstaklega góða stuðningsmenn í sumar sem við höfum aldrei haft áður, margir áhorfendur mættu á leikina og hvöttu okkur til dáða og það var ómetanlegt fyrir liðið að finna stuðninginn. Strákamir með trommumar mættu t.d. á nánast hvem einasta leik með liðinu og rifu upp stemninguna. Ég man aldrei eftir svona mörgum áhorfend- um á kvennaleikjum með Val og í sumar. Við auglýstum líka mikið fyrir leikina og uppskeran var eftir því. Ég held að áhorf- endum eigi eftir að fjölga í kvennabolt- anum til muna á næstu árum þar sem boltinn er alltaf að verða hraðari, stelp- umar teknískari og með fjölgun iðkenda í yngri flokkum fjölgar vonandi sterkum liðum og um leið fjölgar spennandi leikj- um,“ segir Laufey bjartsýn fyrir hönd kvennaknattspyrnu. Laufeyju fmnst einnig ntikilvægt að iðkendur í yngri flokkunum mæti á leiki bæði hjá meist- araflokki karla og kvenna. Meistarar í fögnum „Fyrir fyrsta leik fórum við upp í sumar- bústað til Betu að borða og undirbúa okkur fyrir leik. Þá datt okkur í hug að æfa nokkur fögn og það vakti mikla lukku í leiknum þegar við fögnuðum mörkum okkar. Síðan urðum við að halda áfram og fyrir hvern leik þá kom- um við með hugmyndir að fögnum og æfðum þau og það myndaðist skemmti- leg stemning í hópnum í tengslum við þessi fögn. Stuðningsmönnum okkar fannst þetta líka mjög skemmtilegt.“ Björt framtíð hjá meistaraflokki Vals „Mér finnst framtíðin mjög björt í meist- araflokki Vals á næstu árum, hópurinn er alltaf að styrkjast og öðlast meiri reynslu og það er frábær viðbót að fá Elínu Svavars aftur heim og Margréti Láru Viðarsdóttur í hópinn frá ÍBV. Síðan er spennandi verkefni að taka þátt í Evrópu- keppni á næsta ári en þar ætlum við okk- ur stóra hluti. Ég er viss um að við eigum eftir að vinna marga titla á næstu árum ef rétt er haldið á spilunum," segir Laufey ákveðið. Meiri áherslu á góða þjálfun í yngri flokkunum Laufeyju finnst mjög mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu í yngri flokkunum þannig að stelpur séu tilbúnar að koma upp í meistaraflokk þegar kallið kemur. „Mér fmnst t.d. mikilvægt að hafa góð tengsl milli meistaraflokks og 2. flokks og gefa þeim sem hafa nægjanlegan metnað tækifæri með meistaraflokki. Mér fannst t.d. 2. flokkur Vals í skelfilegu formi í sumar enda var árangur flokksins í samræmi við það. Þetta þarf að bæta og leggja áherslu á markvissa þjálfun og ala upp metnað í stelpunum. Annars finnst mér margt gott að gerast í yngri flokkun- um, t.d. í 3. flokki í sumar og ég veit að iðkendum hefur fjölgað heilmikið en það verður að leggja áherslu á að fá eins góða þjálfara og hægt er á yngstu flokkana til að kenna krökkunum fótbolta og byggja upp liðsheild.“ Skilaboð til yngri krakkanna Laufey hugsar sig vel um áður en hún svarar því hvaða heilræði hún vilji gefa krökkum sem eru að æfa fótbolta. Hún vill í fyrsta lagi hvetja iðkendur að vera duglega að æfa sig, í öðru lagi hugsa vel um mataræði og fá nægjanlegan svefn. Síðast en ekki síst hvetur hún iðkendur alment til heilbriðgs lífemis og lífsstíls. „Krakkar eiga a.m.k. að taka þrjár auka- æfingar á viku, spyrja þjálfarann hvað þurfí að bæta og fara síðan út og æfa sig reglulega, t.d. halda bolta á lofti, rekja bolta, senda, skjóta á mark en í fótbolta sem öðru þá skapar æfingin meistarann og það er ekki nóg að mæta bara á æfmg- ar. Mér finnst að krakkar mættu vera miklu duglegri að fara út í fótbolta en það er víða hægt að finna blett til að æfa sig. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Laufey og leggur þunga áherslu á orð sín. Stuðningur meistaraflokksmanna við yngri flokkanna Laufey telur að stelpumar í meistara- flokki geti t.d. skipt sér niður yfir vetur- inn og mætt á æfingar hjá yngri flokkun- um, t.d. einu sinni í viku og hjálpað til á SIEMENS ; „Mérfinnstframtíðin mjög björt í meistarflokki Vals á nœstu árum, “ segir Laufey. (FKG) Valsblaðið 2004 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.