Valsblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 14

Valsblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 14
Einstök afreksfjölskylda- Valkyrjur, fram fram, frækið lið Afreksfjölskyldan Guðríður Guðjónsdóttir, Guðjón Jónsson og Sigríður Sigurðardóttir sitja í sófanum enfyrir aftan eru systurnar Hafdís og Díana Sigríður 2ja mánaða dótt- ur Hafdísar situr ífanginu á afa sínttm. Hún Sigga, Sigríður Sigurðardóttir, á sérstaklega glæsilegan íþróttaferil að baki með gullaldarliði Vals í hand- knattleik á 7. áratugnum sem var nán- ast ósigrandi árum saman og jafn- framt lykilmaður í landsliðinu sem hampaði m.a. Norðurlandameist- aratitli árið 1964. Sama ár var Sigríð- ur kjörin íþróttamaður ársins fyrst kvenna hér á landi og er hingað til eina konan sem hampað hefur þeim titli í hópíþrótt. Reyndar hafa einung- is þrjár konur hampað titlinum íþróttamaður ársins hér á landi, en auk Sigríðar hafa þær Ragnheiður Runólfsdóttir, sundkona og Vala Flosadóttir stangastökkvari náð þeim árangri. I ár eru 40 ár síðan Sigríður stóð á há- tindi ferils síns, margfaldur meistari með Val, Norðurlandameistari og síðast en ekki síst íþróttamaður ársins 1964. Af því tilefni óskaði Valsblaðið eftir viðtali við Sigríði og dætur hennar þrjár, þær Guðríði, Díönu og Hafdísi, sem allar hafa fylgt í fótspor móður sinnar og lagt stund á handbolta með frábærum ár- angri, aðallega með Fram. Hin síðari ár má segja að þær séu komnar heim á Hlíðarenda, en Guðríður er nú þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val, Díana leikur með meistaraflokki kvenna hjá Val og Hafdís sem er í barnsburðarleyfi hef- ur leikið með Val undanfarin ár. Eigin- maður Sigríðar er einnig þjóðþekktur af- reksmaður í handbolta, Guðjón Jónsson en hann lék árum saman bæði handbolta og fótbolta með Fram og landsliðinu og þjálfaði hjá Fram árum saman í hand- bolta. Þegar ritstjóri Valsblaðsins hitti þær mæðgur að máli eina kvöldstund á haustmánuðum heima hjá þeim hjónum Sigríði og Guðjóni, sýndi hann ekki neinn sérstakan áhuga á því að ræða um Val en hann blandaði sér engu að síður oft í umræðurnar um stöðu handboltans og þróun og íþróttaiðkun konu sinnar og dætra. Handbolti er þessari afreksfjöl- skyldu ákaflega hugfanginn en greinilega eru skiptar skoðanir í fjölskyldunni um þróun greinarinnar, Guðjón lætur van- þóknun sína í ljós á auknum hraða í handboltanum, sem hann segir leikmenn ekki ráða við. Hann er ákaflega stoltur af konu sinni og dætrum og afrekum þeirra en greinilegt er að Valur er ekki hans uppáhaldslið, Fram er hans félag, en hann er sáttur við að dæturnar hafi valið að leika fyrir Val hin síðari ár og þjálfa. Iþróttir leika ákaflega stórt hlutverk í lífi fjölskyldunnar. Dætumar allar, Guð- ríður, Díana og Hafdís eru íþróttakennar- ar að mennt og kenna allar íþróttir í grunn- eða framhaldsskólum, þær vinna allar við handboltaþjálfun og hafa frá blautu barnsbeini stundað íþróttir af kappi. Auk þess segjast þær horfa mikið á íþróttir og fylgjast með íþróttum og undir það taka foreldrar þeirra, Sigríður og Guðjón. Guðríður og Hafdís hafa einnig verið duglegar að hvetja börn sín á þessu sviði og hafa þar tekið virkan þátt í foreldrastarfi sem tengist íþrótta- iðkun bamanna. Sigríður vinnur nú sem húsvörður hjá KSÍ og Guðjón á einnig afreksferil að baki og langan þjálfarafer- il. Sem dæmi um geysilegan áhuga fjöl- skyldunnar á íþróttum gerðum við stutt hlé á viðtalinu til að ná að fylgjast með íþróttafréttum í 10 fréttum sjónvarps. Það reyndist þrautin þyngri að finna heppilegan tíma fyrir viðtal við þessa miklu fþróttafjölskyldu þar sem æfingar og þjálfun taka mikinn tíma en loks fundum við heppilegan tíma sem hent- aði. Þegar við höfðum komið okkur öll notalega fyrir barst talið að því hvað hafi orðið til þess að Sigríður byrjaði að leggja stund á íþróttir í æsku. Fyrstu skrefin í íþrottum hjá Sigríði „I gamla daga vorum við krakkarnir alltaf að leika okkur úti með bolta,“ seg- ir Sigríður. „Þá voru ekki tölvur eða sjónvarp," skýtur Guðjón inn í til skýr- 14 Valsblaðið 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.