Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 39
Eitip Þopgrím Þrainsson
Willum Þór Þórsson nýr þjálfari meistaraflokks Vals stoltur á íslandsmóti innanhúss í
nóvember 2004. Með honum á myndinni eru Halldór Eyþórsson liðstjóri og Bjarni
Ólafur Eiríksson. (FKG)
- Hvað stendur upp úrþínumferli sem
leikmaður?
„Hugurinn staldrar ekki við neitt sér-
stakt en ég er mjög sáttur og þakklátur
fyrir að hafa verið í þessu íþróttaum-
hverfi. Þegar ég lít til baka hefði ég vilj-
að hafa þann þroska sem leikmaður, sem
ég hef öðlast í dag. Kannski þess vegna
er ég að burðast við að þjálfa. Þótt ég
gerði mér kannski ekki grein fyrir því
sem leikmaður hvað þurfti virkilega að
leggja á sig til að skara fram úr, veit ég
það í dag og því vil ég koma til skila.
Margir af fremstu þjálfurum heimsins í
dag áttu fremur litlausan feril sem leik-
menn. Ég tel að það blundi í þeim að
skila einhverju til baka, ná frábærum ár-
angri sem þjálfarar af því þeir gerðu það
ekki sem léikmenn. Að sama skapi hafa
margir sigursælir leikmenn hætt sáttir og
ekki fundið löngun eða þörf til að snúa
sér að þjálfun.“
Willum dvaldi í nokkra daga hjá
Bolton á dögunum en hvað ætli standi
upp úr eftir þá ferð. „Ég sagði við strák-
ana í Val eftir ferðina: Góðu fréttirnar
eru þær að leikmenn Bolton eru ekki að
gera neitt merkilegra en þið úti á vellin-
um. Þið eru margir hverjir alveg jafn
góðir og þeir en þið eruð ekki að vinna
undir sömu kringumstæðum. Slæmu
fréttirnar eru þær að við þurfum meiri
tíma og peninga til að ná sama árangri
og þeir. Þarna skilur á milli. Það er unn-
ið mjög heildrænt á allan hátt hjá Bolton
og að vera ungur knattspymumaður í
dag, með þau tækifæri sem eru í boði,
hlýtur að vera algjör draumur. Ég er
sannfærður um að Bolton er komið
lengra en flest önnur lið á Bretlandi
hvað varðar skipulag allra þátta sem lúta
að þjálfun, s.s. næringarfræði, mark-
miðssetningu, þjálffræði, uppeldisstefnu
og svo mætti lengi telja. Þar er knatt-
spyrnuakademía, eins og Arnór
Guðjohnsen og félagar eru með á Islandi
(leikmenn 13-18 ára). Hjá félaginu
starfar sálfræðingur sem ber þann
merkilega titil Framkvæmdastjóri árang-
urs (performance executive). Hann ein-
beitir sér alfarið að því, alla daga, með
Sam Allardyce, framkvæmdastjóra
Bolton og fleirum, að velta fyrir sér
hvernig leikmenn og liðið geta bætt sig
á öllum sviðum með betri árangur á leik-
vellinum, sem og í lífinu sjálfur, að leið-
arljósi. Þeir vinna eins og stórfyrirtæki á
heimsvísu sem leggur mest upp úr mann-
rækt og mannlegum gildum sem skapa
aukna gleði og betri árangur. Bolton hef-
ur gefið út handbók sem hefur að geyma
allskyns viðmið varðandi framkomu,
viðtöl við fjölmiðla, heilsurækt, grunn-
þjálfun og hvernig leikmenn eiga að
koma fram sem Bolton-menn. Guttamir í
akademíunni borða með leikmönnum
Bolton í hádeginu og vilja líkjast fyrir-
myndunum, sem standa sig svo sannar-
lega. Það er engin tilviljun að leikmenn
eins og Huierra (37 ára), sem var kóngur
í spænska boltanum til margra ára, Gary
Speed, Les Ferdinard og fleiri vilja vera
með Bolton, því þar er einstaklega vel að
öllum málum staðið. Sam Allardyce var
frábær í alla staði og mér var tekið opn-
um örmum af öllum. Ég valsaði um hvar
sem er og hvenær sem er. Sam gaf sér
klukkutíma til að spjalla við mig og það
var sérlega fróðlegt. Bolton leggur mikla
áherslu á fjölskylduvænt andrúmsloft
(mikilvægi fjölskyldunnar) og það var
ánægjulega áberandi að finna fyrir því
enda mér og Baldri Aðalsteinssyni, okk-
ar leikmanni tekið opnum örmum.“
- Fannstu fyrir Guðna Bergs-anda í
Bolton?
„Guðni er á sér stalli í Bolton. Sam
Allardyce sagði við mig: „Guðni sóaði
bestu árum sínum með Bolton. Hann átti
að leika með Manchester United eða
öðrum stórliðum." Sam hefur rosalega
mikið álit á Guðna og sagði það synd að
hann væri ekki enn að spila fyrir Bolton.
Ég vissi að Guðni væri vinsæll í Bolton
en eftir að hafa verið á staðnum áttaði ég
mig á því að hann er á forsetastalli þar.
Það sem mér þykir frábært er hversu til-
búinn Guðni er að opna þessa veröld fyr-
ir okkur, ekki bara leikmönnum og þjálf-
urum í Val, heldur liðsmönnum annarra
liða. Hann hefur greitt götu margra
ungra leikmanna sem hafa dvalið á Ree-
bok hótelinu í Bolton og æft með félag-
inu. Það myndu ekki allir hugsa svona,
heldur halda þessum knattspynuheimi út
af fyrir sig en Guðni galopnar þetta. Það
er sérlega virðingarvert af hans hálfu.“
- Telurðu að þú getir breytt Val frá því
að vera það jójó-lið sem það hefur óneit-
anlega verið undanfarin ár?
„Það er aldrei neitt öruggt í þessum
efnum eins og hefur margoft komið á
daginn. Ég tók við Val af því að ég ber
óhemju mikla virðingu fyrir félaginu. Ég
var alinn upp við Val sem stórt félag. A
áttunda áratugnum fór ég á völlinn til að
horfa á Val af því að Valur var með besta
liðið, þá undir stjórn Youri Ilitschev. Og
þannig hélt þetta áfram ansi lengi. I mín-
um huga er Valur ríkt og stórt félag með
mikla hefð og það er gott tækifæri fyrir
mig að fá að þjálfa hjá félaginu."
- Hvaða tilfinningu hefurðu fyrir fé-
laginu, starfmu og leikmönnum eftir að
hafa verið við stjórnvölinn í rúma tvo
mánuði?
„Sá kraftur sem býr í félaginu núna
verður mikill styrkur fyrir liðið. Ég finn
fyrir ákveðinni uppsveiflu og menn vilja
brjóta upp þetta mynstur sem hefur verið
við lýði undanfarin ár. Svona kraft þarf
að nýta vel.“
- Hvaða leikmenn hafa bœst íhópinn?
„Kjartan Sturluson markvörður úr
Ualsblaðið 2004
39