Valsblaðið - 01.05.2004, Page 76

Valsblaðið - 01.05.2004, Page 76
f Upprifjun Ragnheiðar Víkingsdóttur fyrirliði íslandsmeistara Vals 1989 Islandsmeistarar Vals í kvennaknattspymu 1989fagna titlinum með kampavíni. Loksins komst íslandsmeistaratitillinn í höfn 2004, eftir mjög langa bið. Oft höf- um við verið nálægt því, en ekki náð að klára dæmið. Þegar síðasti Islandsmeist- aratitill (á undan þessum) vannst 1989 var að sjálfsögðu glatt á hjalla á Hlíðar- enda og enn einn titillinn í höfn. En árin á undan höfðum við náð frábærum ár- angri og unnið marga titla. Við vorum með besta liðið sem spilaði bæði skemmtilegan og árangursríkan bolta. Þá fór saman: góður og ótrúlega samrýmdur hópur, nokkuð góðar bæði tæknilega séð jafnt sem í leikskilningi og svo góðir þjálfarar. Þetta var frábær tími og við töl- uðum um okkur, okkar í milli sem „eina fjölskyldu“. Það var í raun alveg frá upp- hafi kvennaknattspymunnar í Val ein- staklega góður mórall. Það myndaðist strax stór kjarni sem gerði svo að segja allt saman, það liggur við dag sem nótt. I fótbolta, horfa á fótbolta, í útilegum, í út- löndum og mörg voru þau partýin sem við eigum óborganlegar minningar frá. Enda þekktum við vel hver inn aðra jafnt innan vallar sem utan. Maður vissi oftast hvað hin ætlaði að gera á vellinum um leið og hún fór af stað og var bara mætt- ur þangað sem sendingin kom. Miklir félagar í hópnum Við þurftum þó stundum að berjast fyrir tilveru okkar til að byrja með. Eitt árið höfðum við ekki fengið búninga og fyrsti leikur framundan. Við tókum því til þess bragðs að grafa upp eldgamlar Valspeysur, sem okkur höfðu áskotnast, upplitaðar og ósamstæðar. Þannig spil- uðum við okkar fyrsta leik við lítinn fögnuð stjórnarinnar, enda voru komnir þessir fínu búningar fyrir næsta leik. Ef eitthvað stóð til hjá okkur t.d. keppnis- ferð til útlanda eða eitthvað annað þá stóð ekki á okkur að safna fyrir því. Hvort sem það var að hittast á laugar- dagskvöldum á sumrin, smyrja samlok- ur, poppa og selja það síðan fyrir utan Hollý, klambra saman tjaldi úr svörtum ruslapokum fyrir 17. júní eða hvað sem okkur datt í hug. En þetta var bara hluti af félagsstarfinu. Við höfum stundum verið að spekulera hvort þetta hafi vant- að undanfarin ár. Meira af félagslega þættinum? Því að það er óhætt að segja að mórallinn færði okkur ófáa titlana. Enn í dag höldum við hópinn, hittumst reglulega og gerum okkur glaðan dag með öllu tilheyrandi. Við spilum innan- húss einu sinni í viku yfir veturinn og keppum svo í Ljónynjudeildinni á Polla- mótinu á Akureyri í júlí. Mihlar breytingar á kvennaknattspyrnu Frá því að ég byrjaði að æfa knattspymu hjá Val haustið 1976 hefur ntikið vatn runnið til sjávar. Þá voru nýlega hafnar æfingar fyrir stelpur hjá félaginu. Ein- ungis var skipt í eldri og yngri flokk, sem miðaðist við 16 ára aldur. Kjarninn í hópnum voru stelpur sem einnig æfðu handbolta hjá Val og þannig var það lengi vel, handboltinn gekk fyrir á vet- urna og fótboltinn á sumrin. Síðan vor- um við hinar sem vorum eingöngu í fót- boltanum. Það myndaðist fljótt sterkur hópur, sem hélt vel saman og mætti að sjálfsögðu á hverja æfingu. Við vorum þarna með fyrsta flokks þjálfara, sem voru Youri Ilitschev og Albert Guð- mundsson yngri. Fyrsta fslandsmótið gekk mjög vel og við vorum strax í bar- áttu um titilinn, en misstum síðan af honum í síðasta leik, þegar við töpuðum 0-1 og var markið þannig að markmað- urinn okkar skaut í rassinn á mótherjan- um og inn fór boltinn. Jafntefli hefði fært okkur titilinn. Árið eftir var síðan ekkert gefið eftir og fyrsti íslandsmeist- aratitillinn var í höfn. Það var síðan nokkur bið eftir næsta titli, en baráttan var oftast á inilli okkar og Breiðabliks, og ÍA var líka með nokkuð gott lið. Á þessum fyrstu árum kvennaknattspym- 76 Valsblaðið 2004

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.