Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 26
Valsstelpurnar fagna einu af fjölmörgum mörkum sínum í sumar á sinn skemmtilega
hátt. Meistarar ífögnum. Engin tvöfögn eins. (FKG)
æfingu í samráði við þjálfara og jafnvel
tekið að sér að stjórna einni og einni æf-
ingu. „Við gætum líka mætt á leiki hjá
stelpunum þegar við höfum tíma og
fylgst með þeim og hvatt þær áfram. Ég
er viss um að yngri krakkarnir leggja sig
enn meira fram á æfingum og leikjum ef
við styðjum þá og hvetjum áfram. Við
gætum með þessu móti aukið tengslin
við yngri flokkana og einnig hvatt krakk-
ana að mæta á leiki hjá okkur.“
Byrjaði með strákunum í Leikni
Talið berst aftur að uppvexti og æsku
Laufeyjar í Breiðholtinu. Hún segist hafa
verið algjör strákur á yngri árum og að
bestu vinir hennar hafi verið strákar. „Ég
var alltaf að leika við strákana og þegar
þeir fóru á æfmgar hjá Leikni horfði ég
bara fyrst á en smám saman fór ég að
detta í þetta með þeim. Það gekk rosavel
og ég æfði með strákunum í 6. og 5.
flokki og fór með þeim á öll mót, t.d.
Essómót og meira að segja í æfingaferð
til Færeyja. Strákunum í hinum liðunum
þótti sumum skrýtið að spila á móti
stelpu, sérstaklega þegar ég lék á þá og
skoraði, þeir urðu sumir frekar spældir
man ég. Ég var alltaf eina stelpan í liðinu
og ég man ekki eftir að hafa leikið á móti
stelpum á þessum tíma. í 4. flokki var
mér bannað að keppa með strákunum
samkvæmt reglum KSÍ held ég. Það var
rosalega spælandi og ég fór að leita að
liði með kvennafótbolta, það kom ekki til
greina að hætta í fótbolta. Mér fmnst þó
enn þann dag í dag gaman að spila með
strákunum og hef í gegnum tíðina oft
mætt á æfingar með mínum gömlu félög-
um úr Leikni. Það var frábært að æfa
með strákunum og ég bý alla tíð að því.“
Eftirminnilegt atvik með
strákunum i Leikni
„Ég man eftir atviki úr leik í 5. flokki á
móti Keflavík sem lýsir mér vel. Ég var
búin að sóla einn strákinn úr Keflavík og
hann var orðinn mjög pirraður á mér og
eitt skiptið þegar ég var kominn fram hjá
honum greip hann í treyjuna mína og hélt
mér. Ég snöggreiddist, snéri mér við og
kýldi hann á kjaftinn og allir gerðu grín
að honum að láta stelpu slá sig, en hann
gekk grátandi út af vellinum. Ég fékk
ekki einu sinni spjald af því að ég var
stelpa. Þessi saga situr í mér,“ segir
strákastelpan Laufey og fmnst greinilega
gaman að rifja strákatímabilið upp.
Tólí ára tuddi í 4. flokki Vals
Þegar Laufey fékk ekki lengur að keppa
með strákunum hvöttu vinir hennar hana
til að halda áfram í fótbolta. Hún leitaði
fyrst að kvennabolta í nágrenninu, bæði
hjá IR og Fylki en þar var ekkert að ger-
ast. Hún athugaði líka Breiðablik en
strætósamgöngur þangað voru slæmar.
Hjá Fram var enginn kvennabolti og eftir
stóð valið á milli KR og Vals og KR var
lengra í burtu og þá var Valur eina félag-
ið sem kom tii greina. „Ég byrjaði í 4.
flokki Vals 1992 og það voru mikil við-
brigði að byrja að æfa og keppa með
stelpunum, maður gat nánast gert allt
sem maður vildi og stelpumar kvörtuðu
undan mér og sögðu mér að tuddast ekki
svona mikið og ekki skjóta svona fast á
markið. í þessum hópi vom t.d. Rakel
Logadóttir og Erna sem eru enn þá að
æfa í dag og Þóra Helgadóttir sem síðan
fór í Breiðablik. Þegar ég var á gelgjunni
bannaði ég foreldrum mínum að mæta á
völlinn, en í dag koma þau á alla leiki
sem þau geta og em þau bæði orðnir
miklir Valsarar," segir Laufey stolt.
í sannkölluðu gullliði í 3. flokki
Laufey telur að skemmtilegasti tíminn í
yngri flokkunum með Val hafi verið í 3.
flokki þegar Ragna Lóa Stefánsdóttir var
að þjálfa liðið. „Við unnum hreinlega allt
á þessum árum og vorum með langbesta
liðið á landinu. Ég fór á tvö pæjumót í
Vestmannaeyjum í 3. flokki og fékk
Lárusarbikarinn sem var veittur í fyrsta
sinn, þ.e. var kosin besti leikmaður móts-
ins og fannst það mikill heiður. Rakel og
Ema voru í þessum sigursæla hópi og
einnig spilaði Fríða (Málfríður Ema)
með okkur, lék upp fyrir sig. Ég fór síð-
an fljótlega að leika með meistaraflokki
Vals, fór eiginlega beint í meistaraflokk
úr 3. flokki,“ segir Laufey og fmnst ekki
leiðinlegt að rifja þetta tímabil upp.
Slæm meiðsli og erfiður tími
Laufey meiddist illa í maí 1999 í undan-
úrslitum í deildarbikar í leik við Hauka á
gervigrasinu á Ásvöllum. Laufey man
greinilega vel eftir þessum afdrifaríka at-
burði og segir: „Ég man vel eftir að ég
lenti eitthvað illa og heyrði brak, fór út
af, fékk kælisprey og var sett aftur inn á,
lenti fljótlega í smátæklingu og þá fór allt
i klessu í hnénu og smellurinn eða brakið
sat lengi í hausnum á mér á eftir, fyrst fór
liðþófinn og síðan slitnuðu krossböndin.
Þetta var rosaerfitt, viku fyrir byrjun ís-
landsmótsins og ég missti alveg af öllu
tímabilinu og var eitt ár að jafna mig af
þessum meiðslunr. Ég var alveg miður
mín þetta sumar og vildi ekki einu sinni
koma að horfa á leiki hjá stelpunum,
þetta var rosalega erfitt tímabil hjá mér,
ég hafði hreinlega lifað fyrir fótbolta frá
unga aldri. Þetta ár gerði ég ýmislegt
annað, ferðaðist t.d. mikið, kynntist Óla
mínum en var samt alltaf staðráðin í að
halda áfram að spila fótbolta, ekki gefast
upp,“ segir Laufey ákveðið en finnst sárt
að rifja þetta tímabil upp.
26
Valsblaðið 2004