Valsblaðið - 01.05.2004, Side 24

Valsblaðið - 01.05.2004, Side 24
Eg vil alltif vlnna, bæði i fotbolta og kana Laufey Ólafsdóttir taesti knattspyrnumaður ársins Laufey Ólafsdóttir varð íslandsmeist- ari sumarið 2004 með Val í kvenna- knattspyrnu og er besti knattspyrnu- maður ársins í kvennaflokki að mati leikmanna úrvalsdeitdar. Laufey er einungis 23 ára, en hefur átt einstak- lega gtæsitegan og fjölbreyttan ferit í knattspyrnu og unnið til fjölda titla bæði í yngri flokkum og í meistara- flokki. Hún ték 13 ára sinn fyrsta landsleik með U17 en er nú fastamað- ur í byrjunartiði kvennalandsliðsins og með elstu leikmönnum í nýju gull- aldarliði Vals þrátt fyrir ungan aldur. Ferill hennar er litríkur og einnig hef- ur hún átt við erfið meiðsli að stríða en einkenni hennar er að gefast aldrei upp. „Það var ólýsanleg tilfinning, æðislegt að vera á uppskeruhátíð KSÍ í haust og heyra nafnið sitt kallað upp, rosalega gaman,“ segir Laufey aðspurð um til- finninguna að vera kjörin besti knatt- spyrnumaður ársins í kvennaflokki, fyrst Valskvenna í mörg ár. „Maður fær auk- inn metnað við svona viðurkenningar. Það kom mér ekkert sérstaklega á óvart að vera valin í lið ársins en að vera kjör- in knattspyrnumaður ársins í kvenna- flokki, það kom mér skemmtilega á óvart, ég bjóst ekkert sérstaklega við því að fá þessa viðurkenningu," segir Laufey hógværðin uppmáluð. Laufey Ólafsdóttir er fædd 1981 og ólst upp í Breiðholtinu og býr núna ásamt Ólafi unnusta sínum í íbúð sem þau keyptu í sumar. Móðir hennar er Sig- ríður Sigurbjömsdóttir og faðir Ólafur Guðjónsson sem að sögn Laufeyjar voru lítið sjálf í íþróttum. Hún á einnig tvö systkini, Kristínu sem er að Ijúka lög- fræðinámi og á lítinn 5 mánaða strák, Arnór Atla, sem Laufey vonar að verði fótboltakappi með Val. „Systir mín var ekki mikið fyrir íþróttir og vorum við því eins og svart og hvítt að því leyti. Bróðir minn Guðjón er fæddur 1978 og var líka í fótbolta með Leikni á yngri árum en spilar í dag með utandeildar- liði,“ segir Laufey og brosir. Laufey vinnur í dag sem sölumaður hjá Gæða- fæðu og gengur vel að samræma vinnuna og aðaláhugamálið fótboltann. Einstakt tímabil 2004 með frábærum þjáltara Laufey telur að þessi frábæri árangur Valsliðsins á síðasta tímabili sé mjög mikið Elísabetu Gunnarsdóttur (Betu) að þakka, en Elísabet var á lokahófi KSÍ kjörin þjálfari ársins og hefur orðið gíf- urlega reynslu af þjálfun. „Beta byrjaði mjög markvisst í fyrrahaust að byggja upp liðið, fór vel yfir það sem þyrfti að bæta hjá liðinu og einnig hjá hverri stelpu sérstaklega. Við fórum t.d. síðasta haust eina helgi upp á Laugarvatn, fórum yfir allt sviðið, settum okkur markmið og funduðum dag og nótt til að undirbúa okkur fyrir tímabilið. Hugarfarið breytt- ist og við fórum að trúa því sjálfar að við værum með besta liðið og Beta stimplaði inn í hausinn á okkur að við værum best- ar. Hún þekkti flestar stelpumar í liðinu og hafði þjálfað þær í yngri flokkunum, þjálfaði mig t.d. í 3. flokki, Hún hefur lagt sig 110% fram í vinnu fyrir liðið og uppskeran hefur verið eftir því. Hópur- inn nær ógeðslega vel saman, við erum allar vinkonur og erum mikið saman fyr- ir utan æfingar og leiki og engin vanda- mál hafa komið upp. Okkur finnst líka rosagaman að spila fótbolta og njótum þess virkilega og það skiptir líka miklu máli ef árangur á að nást. Beta leggur mikið upp úr einstaklingsþjálfun og ein- staklingsbundnum markmiðum fyrir hvern leikmann og hún hefur hjálpað mér mjög mikið og einnig öðrum. Hún vill hafa samkeppni um allar stöður í lið- inu og við það leggjum við okkur allar meira fram á æfingum og komum 24 Valsblaðið 2004

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.