Valsblaðið - 01.05.2004, Page 70
Ki»WMjð Val
Viital við Sævald Bjarnason þjálfara í yngri flokkum Vals í körfubolta
„Þú uppskerð eins og þú sáir, “ segir Sœvaldur Bjarnason þjálfari.
Það hefur ekki farið fram hjá Vals-
mönnum að öflugt uppbyggingarstarf
hefur verið í yngri flokkum félgsins í
körfubolta undanfarin ár. Fjölgað hef-
ur í flokkunum og árangur hefur víða
verið mjög góður. Þeir sem fylgst hafa
með körfunni hjá Val hafa eflaust tek-
ið eftir snaggaralegum þjálfara liðsins,
Sævaldi Bjarnasyni, sem smitað hefur
út frá sér með metnaði og áhuga.
Valsblaðið tók Sævald Bjarnason
þjálfara tali og spurðist fyrir um ættir og
uppruna hans og uppbygginguna í körfu-
boltanum.
Sævaldur er að mestu leyti alinn upp í
Breiðholtinu og byrjaði að æfa handbolta
í 7. bekk hjá Leikni en fannst það ekki
skemmtilegt og færði sig yfir í körfuna
hjá ÍR í 8. bekk. „Ég æfði fram í 10. bekk
í IR en þá fluttist ég yfir í Grafarvoginn
og fór að stunda körfubolta hjá Fjölni í
10. bekk og spilaði þá einnig með
drengjaflokki og meistaraflokki á þessum
árum. Ég spilaði mína fyrstu meistara-
flokksleiki með Fjölni í Grafarvogi.
Skemmtilegustu stundimar í körfunni
sem leikmaður fundust mér alltaf vera
mótin sem maður fór út á land að keppa.
Það var alltaf mottóið hjá þjálfaranum að
við værum allir svo góðir vinir og að ailir
standi saman. Einnig em mér mjög
minnistæð verðlaun sem ég fékk fyrir
mestu framfarimar 1994 en þá var ég í 9.
bekk. Mér fínnast framfararverðlaun
ótrúlega mikilvæg verðlaun, því það segir
að maður uppsker eins og maður sáir.“
- Hvenœr hófstu störf við þjálfun í
körfubolta og segðu í stuttu máli frá
þjálfaraferli þínum?
„Ég byrjaði að þjálfa 1998 og þá var
ég fyrst sem aðstoðarþjálfari hjá Hirti
Hjartarsyni sem er uppalinn Mosfelling-
ur og Mosfellingar voru þá að stofna
körfuboltadeiid. Ekki voru margar æf-
ingar liðnar þegar ég fór að taka við
stjórninni á æfingum, því Hjörtur var á
þessum tfma á fullu í körfunni hérna í
Val. Og síðan eftir mánuðinn þá var ég
farinn að þjálfa á fullu tvo flokka félags-
ins, drengja- og unglingaflokk, og í raun
var ég nægilega gamall sjálfur til þess
að spila með. Eftir þetta fyrsta ár í Aft-
ureldinu þá fékk Gústi mig til þess að
koma í Val (Agúst S Björgvinsson).
Hann leit á mig sem mjög áhugasaman
þjálfara sem hafði metnað til þess að
gera vel. Gústi fékk mig til að koma og
þjálfa 3 flokka félagsins. Fyrst var ég 2
ár í Val, en árið 2000 færði ég mig um
set og fór upp á Akranes sem aðstoðar-
þjálfari hjá Brynjari Karli en hann var
þá að þjálfa alla flokka félagsins. Það
var mér ótrúlega lærdómsríkt ár. Ég
flutti uppeftir og lærði marga hluti á
þessum stutta tíma, bæði góða og
slæma. En Brynjar Karl hætti störfum
um áramót sem þjálfari meistaraflokks
og ég tók það verkefni að mér í 2 mán-
uði, en eftir ákveðin vandamál í stjórn
og þess háttar á Skaganum þá ákvað ég
að koma aftur í bæinn, og Gústi útveg-
aði mér aðstoðarþjálfaraverkefni hjá
honum út það tímabil. Tímabilið á eftir
vorum við Gústi saman með flesta yngri
flokka Vals og var ég aðstoðarþjálfari
hjá honum í meistaraflokki. Síðasta árið
hef ég síðan verið þjálfari 3-4 yngri
flokka félagsins með ágætum árangri."
- Hvernig hefur verið staðið að upp-
byggingu í yngri flokkum Vals í körfu-
bolta undanfarið?
„Valur á stóra og merkilega sögu og
mig langaði til þess að komast í gótt fé-
lag sem hefur metnað fyrir yngri flokk-
unum, því ég tel það vera bestu leiðina tii
þess að byggja upp meistaraflokka að
hafa öfluga yngri flokka sem skapa hefð-
ir og halda meistarflokknum við efnið.
Uppbygging í féiaginu hefur verið stöðug
upp á við frá því ég hóf störf í Val. Þegar
Gústi bytjaði á þessu fyrir 10 árum þá
voru yngri flokkamir í lægð. Núna hefur
okkur tekist með samsilltu átaki að fjölga
í öllum flokkum og stefna á að búa til
leikmenn sem em Valsarar, duglegir
strákar sem hafa góð undirstöðuatriði og
leggja sig alltaf fram. Ég hef alltaf haft
það að leiðarljósi sem þjálfari að iðkend-
ur bæti sig í undirstöðuatriðum körfubolt-
ans fyrst og fremst og ég segi það að um
leið og maður er með iðkendur sem em
með góða tækni og góð undirstöðuatriði
þá er alltaf hægt að byggja ofan á það
með góðri þjálfun. Alveg eins og maður
byggir ekki hús nema hafa fyrst byggt
stöðugan og góðan gmnn. Frá því ég
kom í félagið hafa framfarir verið gríðar-
70
Valsblaðið 2004