Valsblaðið - 01.05.2004, Page 49
Starfið en margt
r
Skýrsla handknatlleiksdeildar 2004
Segja má að síðasti vetur hafi verið við-
burðarríkur hjá handknattleiksdeild Vals
enda voru báðir meistaraflokkar félags-
ins að spila um sjálfan íslandsmeistara-
titilinn í lok tímabils. Strákarnir í mfl.
stóðu sig mjög vel og byrjuðu tímabilið
á því að verða Reykjavíkurmeistarar og
léku svo til úrslita á Reykjavík Open
gegn einu sterkasta félagsliði heims,
Magdeburg, en töpuðu naumlega.
Meistaraflokkur karla
Drengimir lentu í öðru sæti í deildar-
keppninni, komust alla leið í úrslit í Is-
landsmótinu, þar sem við lutum í lægra
haldi fyrir íslandsmeisturum Hauka eftir
að hafa slegið út FH-inga í átta liða úr-
slitum og ÍR-inga í undanúrslitum eftir
tvíframlengdan leik og bráðabana í ein-
um mesta spennuleik sem fram hefur far-
ið á fjölunum á Hlíðarenda. Þá komumst
þeir einnig í undanúrslit í bikarkeppn-
inni, en töpuðu fyrir Fram. Drengimir
spiluðu vel framan af íslandsmóti og enn
eitt árið leit út fyrir að þeir myndu landa
deildarmeistaratitlinum. Það gekk ekki
eftir þar sem við misstum á lokasprettin-
um titilinn til Hauka á markatölu. En,
strákamir em orðnir mjög hungraðir í ár-
angur og mikið býr í liðinu. Töluverð
meiðsli settu strik í reikninginn á tíma-
bilinu og er árangur liðsins þeim mun
betri þegar það er tekið með að Roland,
Bjarki og Markús voru mikið frá.
Keppnistímabilið 2004-2005 byrjaði
með spennandi verkefnum og var ákveð-
ið að afloknu tímabilinu 2003-2004 að
Valsmenn skyldu á ný leika á meðal
þeirra bestu og liðið tók þátt í Evrópu-
keppninni á þessu tímabili. Það er eitt-
hvað sem sigursælasta félag landsins á
að stefna að, að vera ávallt á meðal
þeirra bestu og það ekki bara á Islandi
heldur spreyta okkur í alþjóðahandknatt-
leik. Mótherjar okkar í 2. umferð voru
hið sterka atvinnumannalið GC Grass-
hoppers frá Zúrich í Sviss. Ákveðið var
að selja heimaleikinn og voru því báðir
leikir ytra í októbermánuði. Skemmst er
frá því að segja að drengirnir voru sorg-
lega nálægt því að komast áfram en mik-
il meiðsli settu svip sinn á liðið framan
af hausti og er það að hluta til skýringin
að ekki tókst að komast áfram í 3. um-
ferð. Frekari skil á Evrópukeppninni er
að frnna annars staðar í blaðinu.
Meistaraflokkup kvenna
Stelpurnar í meistaraflokki stóðu sig
einnig frábærlega og byrjuðu keppnis-
tímabilið 2003-2004 á því að vinna Sam-
skipamótið í Vestmannaeyjum og síðan
fylgdu þær í fótspor strákanna og urðu
Reykjavíkurmeistarar.
Á Islandsmótinu lentu þær í öðru sæti
í deildarkeppninni eftir að hafa leitt mót-
ið fram eftir vetri. I átta liða úrslitum
sigruðu þær Víkingsstúlkur, í undanúr-
slitum sigruðu þær Stjömuna en þurftu
að lokum að játa sig sigraðar í úr-
slitarimmunni fyrir Islandsmeisturum
IBV í æsispennandi lokarimmu sem
hreif alla þjóðina með sér og jók veg og
vanda kvennaboltans á Islandi til muna,
enda var vart annað rætt á kaffistofum
landsmanna á meðan á rimmunni stóð.
Náðu stelpumar þar með besta árangri
sínum eftir stofnun úrslitakeppninar og
voru þær hársbreidd frá því að tryggja
sér titilinn, en lutu í lægra haldi tvívegis
eftir framlengingu í Eyjum. Glæsilegur
árangur og mikil auglýsing og lyftistöng
fyrir kvennaboltann á Islandi.
Mikil meiðsli og bameignarfri hafa sett
svip sinn á liðið í vetur en þær þjöppuðu
sér saman líkt og strákamir og stóðu sig
sem fyrr segir með mikilli prýði. Það var
jafn og góður stígandi í leik liðsins og
ljóst að framundan em bjartir tímar í
kvennaboltanum á Hlíðarenda.
Fyrir keppnistímabilið 2004-2005 var,
líkt og hjá strákunum, tekin sú ákvörðun
að senda liðið til keppni í Evrópu og
lentu stúlkurnar gegn sænska liðinu
Önnereds HK frá Gautaborg í Svíþjóð.
Stelpurnar stóðu sig vel þrátt fyrir að
lúta í lægra haldi heima og heiman, enda
allar utan ein að spila sinn fyrsta Evr-
ópuleik. Þátttöku stúlknanna í Evrópu-
Hjalti Pálmason sýnirflott tilþrif (FKG)
Valsblaðið 2004
49