Valsblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 49

Valsblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 49
Starfið en margt r Skýrsla handknatlleiksdeildar 2004 Segja má að síðasti vetur hafi verið við- burðarríkur hjá handknattleiksdeild Vals enda voru báðir meistaraflokkar félags- ins að spila um sjálfan íslandsmeistara- titilinn í lok tímabils. Strákarnir í mfl. stóðu sig mjög vel og byrjuðu tímabilið á því að verða Reykjavíkurmeistarar og léku svo til úrslita á Reykjavík Open gegn einu sterkasta félagsliði heims, Magdeburg, en töpuðu naumlega. Meistaraflokkur karla Drengimir lentu í öðru sæti í deildar- keppninni, komust alla leið í úrslit í Is- landsmótinu, þar sem við lutum í lægra haldi fyrir íslandsmeisturum Hauka eftir að hafa slegið út FH-inga í átta liða úr- slitum og ÍR-inga í undanúrslitum eftir tvíframlengdan leik og bráðabana í ein- um mesta spennuleik sem fram hefur far- ið á fjölunum á Hlíðarenda. Þá komumst þeir einnig í undanúrslit í bikarkeppn- inni, en töpuðu fyrir Fram. Drengimir spiluðu vel framan af íslandsmóti og enn eitt árið leit út fyrir að þeir myndu landa deildarmeistaratitlinum. Það gekk ekki eftir þar sem við misstum á lokasprettin- um titilinn til Hauka á markatölu. En, strákamir em orðnir mjög hungraðir í ár- angur og mikið býr í liðinu. Töluverð meiðsli settu strik í reikninginn á tíma- bilinu og er árangur liðsins þeim mun betri þegar það er tekið með að Roland, Bjarki og Markús voru mikið frá. Keppnistímabilið 2004-2005 byrjaði með spennandi verkefnum og var ákveð- ið að afloknu tímabilinu 2003-2004 að Valsmenn skyldu á ný leika á meðal þeirra bestu og liðið tók þátt í Evrópu- keppninni á þessu tímabili. Það er eitt- hvað sem sigursælasta félag landsins á að stefna að, að vera ávallt á meðal þeirra bestu og það ekki bara á Islandi heldur spreyta okkur í alþjóðahandknatt- leik. Mótherjar okkar í 2. umferð voru hið sterka atvinnumannalið GC Grass- hoppers frá Zúrich í Sviss. Ákveðið var að selja heimaleikinn og voru því báðir leikir ytra í októbermánuði. Skemmst er frá því að segja að drengirnir voru sorg- lega nálægt því að komast áfram en mik- il meiðsli settu svip sinn á liðið framan af hausti og er það að hluta til skýringin að ekki tókst að komast áfram í 3. um- ferð. Frekari skil á Evrópukeppninni er að frnna annars staðar í blaðinu. Meistaraflokkup kvenna Stelpurnar í meistaraflokki stóðu sig einnig frábærlega og byrjuðu keppnis- tímabilið 2003-2004 á því að vinna Sam- skipamótið í Vestmannaeyjum og síðan fylgdu þær í fótspor strákanna og urðu Reykjavíkurmeistarar. Á Islandsmótinu lentu þær í öðru sæti í deildarkeppninni eftir að hafa leitt mót- ið fram eftir vetri. I átta liða úrslitum sigruðu þær Víkingsstúlkur, í undanúr- slitum sigruðu þær Stjömuna en þurftu að lokum að játa sig sigraðar í úr- slitarimmunni fyrir Islandsmeisturum IBV í æsispennandi lokarimmu sem hreif alla þjóðina með sér og jók veg og vanda kvennaboltans á Islandi til muna, enda var vart annað rætt á kaffistofum landsmanna á meðan á rimmunni stóð. Náðu stelpumar þar með besta árangri sínum eftir stofnun úrslitakeppninar og voru þær hársbreidd frá því að tryggja sér titilinn, en lutu í lægra haldi tvívegis eftir framlengingu í Eyjum. Glæsilegur árangur og mikil auglýsing og lyftistöng fyrir kvennaboltann á Islandi. Mikil meiðsli og bameignarfri hafa sett svip sinn á liðið í vetur en þær þjöppuðu sér saman líkt og strákamir og stóðu sig sem fyrr segir með mikilli prýði. Það var jafn og góður stígandi í leik liðsins og ljóst að framundan em bjartir tímar í kvennaboltanum á Hlíðarenda. Fyrir keppnistímabilið 2004-2005 var, líkt og hjá strákunum, tekin sú ákvörðun að senda liðið til keppni í Evrópu og lentu stúlkurnar gegn sænska liðinu Önnereds HK frá Gautaborg í Svíþjóð. Stelpurnar stóðu sig vel þrátt fyrir að lúta í lægra haldi heima og heiman, enda allar utan ein að spila sinn fyrsta Evr- ópuleik. Þátttöku stúlknanna í Evrópu- Hjalti Pálmason sýnirflott tilþrif (FKG) Valsblaðið 2004 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.