Valsblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 69

Valsblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 69
Ferðasaga Valssikur í E ihan Fríður hópur Valskvenna í Svíþjóð með fararstjórum ogfylgdarliði. Það var í byrjun september að meistara- flokkur kvenna í handbolta í Val lagði land undir fót og heimsótti sænskar stöll- ur sínar í Önnereds HK. Heimavöllur liðsins er í útjaðri Gautaborgar og þang- að var ferðinni heitið til að leika fyrri leikinn í fyrstu umferð Evrópukeppni fé- lagsliða. Ferðalagið hófst snemma morguns föstudaginn 9. september og var mann- skapurinn mishress og leit misvel út. „Kjúklingarnir" í hópnum, Soffía og Kata, sýndu ákveðið reynsluleysi og mættu of seint á alþjóðaflugvöll okkar íslendinga, en þeim var fyrirgefið enda eiga þær margt eftir ólært! Eftir skemmtilega flugferð til Kaup- mannahafnar var liðinu smalað upp í rútu sem flutti okkur yfir Eyrarsundið. í Gautaborg hringsóluðum við í nokkum tíma áður en Hotel Poseidon, huggulegt þriggja störnu hótel í hjarta borgarinnar, fannst. Stelpumar, þjálfarar þeirra og liðstjóri máttu engan tíma missa og héldu beint í höllina á létta æfingu og til að kíkja á aðstæður. Aðrir úr föruneyt- inu, sem vilja ekki láta nafns síns getið, fóm út að borða eftir að hafa kíkt örstutt á kæliskápinn í anddyri hótelsins. Að lokinni æfíngu og snæðingi tóku stelpurnar því rólega, enda mikilvægur leikur daginn eftir. Þjálfarar, liðstjóri, fararstjóri og fleiri nýttu tækifærið og funduðu í húsakynnum Gurrýjar og Ástu, en þær fengu einmitt langstærsta herbergið á hótelinu og þó víðar væri leitað. Á fundi þessum var margt rætt sem ekki skal tíundað í þessari saman- tekt, en þó skal tekið fram að vangavelt- ur voru um það hvort karlkyns eða kven- kyns hluti þjálfarateymisins hefði verið betri handboltamaður/kona, hvort ætti fleiri landsleiki o.s.frv. Hverjir voru eig- inlegir þátttakendur í þessari umræðu verður ekki rætt hér, en allir vita að bæði eru þau hógværðin uppmáluð, þjálfarar meistaraflokks kvenna í Val! Á laugardeginum var ræst snemma, borðaður staðgóður morgunverður og undirbúningur hafinn fyrir hinn mikil- væga leik. Leikurinn sjálfur var jafn og spennandi þó þær sænsku hefðu ávallt undirtökin. Þrátt fyrir að hafa minnkað muninn ítrek- að í eitt mark tókst okkur hins vegar ekki að jafna. Lokatölur urðu 30-26 fyrir Önn- ereds HK, nokkur vonbrigði en urðu þó að teljast ásættanleg úrslit á útivelli í Evr- ópukeppni. Mikið var um sóknarmistök og óhætt að segja að dómgæslan hafi ver- ið ólík því sem við íslendingar eigum að venjast. Já, það má víst alltaf kenna dómurunum um tapið..... Á laugardagskvöldinu var haldið banquett þar sem leikmenn beggja liða, forráðamenn og dómarar komu saman og snæddu í veitingasal hótelsins. Síðan ákváðu flestir að kíkja örlítið á næturlíf borgarinnar, þá sérstaklega spjalla við hina ýmsu dyraverði. Kjúklingarnir voru hins vegar sendir upp á hótelherbergi með nammipoka, enda var laugardagur, en þeir eru jú einmitt nammidagar. Flest- ir voru kontnir upp á hótel á skikkanleg- um tíma, enda þreyta í mannskapnum eftir langt ferðalag og erfiðan leik. Á sunnudeginum tók föruneytið sig til og hélt í Fimmuna, verslunarmiðstöð í Gautaborg, þar sem verslað var allt milli himins og jarðar eins og Islendinga er von og vísa. Ferðinni lauk síðan með rútuferð aftur til Kaupmannahafnar, sem var söguleg fyrir margar sakir. í fyrsta skipti urðum við vitni að „bíla-bingó,“ sem haldið var á þeim stað sem við stoppuðum á, og vakti hjá okkur hug- mynd að næstu fjáröflun. Fleira skemmtilegt gerðist sem ekki verður far- ið nánar út í hér, en allir komust heilu og höldnu til Kaupmannahafnar og þaðan heim til íslands. Það var vel tekið á móti okkur og öll umgjörð í kringum liðið þessa helgi var til fyrirmyndar. Ferðin var frábær og verður mikilvægi svona ferða seint of- metið. Við komum heim reynslunni rík- ari og viljum nota tækifærið og þakka öllum þeim sem studdu okkur og gerðu okkur kleift að taka þátt í þessari keppni, það er okkur ómetanlegt. Með Valskveðju, Svíþjóðaifararnir 69 Valsblaðið 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.