Valsblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 69
Ferðasaga
Valssikur í E
ihan
Fríður hópur Valskvenna í Svíþjóð með fararstjórum ogfylgdarliði.
Það var í byrjun september að meistara-
flokkur kvenna í handbolta í Val lagði
land undir fót og heimsótti sænskar stöll-
ur sínar í Önnereds HK. Heimavöllur
liðsins er í útjaðri Gautaborgar og þang-
að var ferðinni heitið til að leika fyrri
leikinn í fyrstu umferð Evrópukeppni fé-
lagsliða.
Ferðalagið hófst snemma morguns
föstudaginn 9. september og var mann-
skapurinn mishress og leit misvel út.
„Kjúklingarnir" í hópnum, Soffía og
Kata, sýndu ákveðið reynsluleysi og
mættu of seint á alþjóðaflugvöll okkar
íslendinga, en þeim var fyrirgefið enda
eiga þær margt eftir ólært!
Eftir skemmtilega flugferð til Kaup-
mannahafnar var liðinu smalað upp í
rútu sem flutti okkur yfir Eyrarsundið. í
Gautaborg hringsóluðum við í nokkum
tíma áður en Hotel Poseidon, huggulegt
þriggja störnu hótel í hjarta borgarinnar,
fannst. Stelpumar, þjálfarar þeirra og
liðstjóri máttu engan tíma missa og
héldu beint í höllina á létta æfingu og til
að kíkja á aðstæður. Aðrir úr föruneyt-
inu, sem vilja ekki láta nafns síns getið,
fóm út að borða eftir að hafa kíkt örstutt
á kæliskápinn í anddyri hótelsins.
Að lokinni æfíngu og snæðingi tóku
stelpurnar því rólega, enda mikilvægur
leikur daginn eftir. Þjálfarar, liðstjóri,
fararstjóri og fleiri nýttu tækifærið og
funduðu í húsakynnum Gurrýjar og
Ástu, en þær fengu einmitt langstærsta
herbergið á hótelinu og þó víðar væri
leitað. Á fundi þessum var margt rætt
sem ekki skal tíundað í þessari saman-
tekt, en þó skal tekið fram að vangavelt-
ur voru um það hvort karlkyns eða kven-
kyns hluti þjálfarateymisins hefði verið
betri handboltamaður/kona, hvort ætti
fleiri landsleiki o.s.frv. Hverjir voru eig-
inlegir þátttakendur í þessari umræðu
verður ekki rætt hér, en allir vita að bæði
eru þau hógværðin uppmáluð, þjálfarar
meistaraflokks kvenna í Val!
Á laugardeginum var ræst snemma,
borðaður staðgóður morgunverður og
undirbúningur hafinn fyrir hinn mikil-
væga leik.
Leikurinn sjálfur var jafn og spennandi
þó þær sænsku hefðu ávallt undirtökin.
Þrátt fyrir að hafa minnkað muninn ítrek-
að í eitt mark tókst okkur hins vegar ekki
að jafna. Lokatölur urðu 30-26 fyrir Önn-
ereds HK, nokkur vonbrigði en urðu þó
að teljast ásættanleg úrslit á útivelli í Evr-
ópukeppni. Mikið var um sóknarmistök
og óhætt að segja að dómgæslan hafi ver-
ið ólík því sem við íslendingar eigum að
venjast. Já, það má víst alltaf kenna
dómurunum um tapið.....
Á laugardagskvöldinu var haldið
banquett þar sem leikmenn beggja liða,
forráðamenn og dómarar komu saman
og snæddu í veitingasal hótelsins. Síðan
ákváðu flestir að kíkja örlítið á næturlíf
borgarinnar, þá sérstaklega spjalla við
hina ýmsu dyraverði. Kjúklingarnir voru
hins vegar sendir upp á hótelherbergi
með nammipoka, enda var laugardagur,
en þeir eru jú einmitt nammidagar. Flest-
ir voru kontnir upp á hótel á skikkanleg-
um tíma, enda þreyta í mannskapnum
eftir langt ferðalag og erfiðan leik.
Á sunnudeginum tók föruneytið sig til
og hélt í Fimmuna, verslunarmiðstöð í
Gautaborg, þar sem verslað var allt milli
himins og jarðar eins og Islendinga er
von og vísa. Ferðinni lauk síðan með
rútuferð aftur til Kaupmannahafnar, sem
var söguleg fyrir margar sakir. í fyrsta
skipti urðum við vitni að „bíla-bingó,“
sem haldið var á þeim stað sem við
stoppuðum á, og vakti hjá okkur hug-
mynd að næstu fjáröflun. Fleira
skemmtilegt gerðist sem ekki verður far-
ið nánar út í hér, en allir komust heilu og
höldnu til Kaupmannahafnar og þaðan
heim til íslands.
Það var vel tekið á móti okkur og öll
umgjörð í kringum liðið þessa helgi var
til fyrirmyndar. Ferðin var frábær og
verður mikilvægi svona ferða seint of-
metið. Við komum heim reynslunni rík-
ari og viljum nota tækifærið og þakka
öllum þeim sem studdu okkur og gerðu
okkur kleift að taka þátt í þessari keppni,
það er okkur ómetanlegt.
Með Valskveðju,
Svíþjóðaifararnir
69
Valsblaðið 2004