Valsblaðið - 01.05.2004, Page 9
íslandsmeistarar Vals í kvennaknattspymu 2004. Efri röðfrá vinstri: Gunnleifur, Ólafur,
Dóra Stefáns, Pála Marie, Guðrún María, Nína, Málfríður Erna, Guðbjörg, Laufey
Jóhanns, Ema, Elísabet, Jóhann, Margrét, Stefán og Erla. Neðri röð frá vinstri:
Jóhanna, Regína María, Laufey Ólafs, Kristín Ýr, íris, Ásta, Vilborg, Dóra María. (FKG)
Það er gríðarlega mikilvægt að við
Valsmenn stöndum allir saman um þess-
ar mestu framkvæmdir nokkurs íþrótta-
félags á íslandi fyrr og síðar, þegar þær
byrja. Við verðum að sýna lipurð og þol-
inmæði og sérstaklega sinna yngri iðk-
endum, sem tímabundið þurfa jafnvel að
sætta sig við lakari æfmgaaðstöðu en
jafnaldrar þeirra í öðrum íþróttafélögum.
Miðað við áætlanir er gert ráð fyrir að
framkvæmdatími verði ekki meiri en 18
mánuðir, þ.e. frá því snemma vors 2005
og fram á haust 2006. Er það við hæfi en
á árinu 2006 verður Knattspyrnufélagið
Valur 95 ára.
Hefðbundió starf
Mjög góð frammistaða afreksflokka Vals
í knattspyrnu og handknattleik bæði í
karla- og kvennaflokkum ber hátt á
þessu ári. Bæði karla- og kvennalið fé-
lagsins í handknattleik léku til úrslita um
Islandsmeistaratitilinn en bæði þurftu að
lúta lægra haldi, karlaliðið fyrir Haukum
og kvennaliðið fyrir IBV, en æsileg
rimma Vals og IBV fer í sögubækur.
Bæði liðin spreyttu sig í Evrópukeppni
nú í haust en féllu bæði út í 1. umferð.
Kvennalið Vals í knattspymu bar ægis-
hjálm yfir andstæðinga sína sl. sumar og
varð íslandsmeistari í fyrsta skipti í 15
ár. Til hamingju, stelpur! Liðið lék
einnig til úrslita í Bikarkeppni KSI gegn
ÍBV og átti þar titil að verja, en átti því
miður sinn slakasta dag og tapaði.
Kvennaliðið er mjög sterkt og hefur því
til viðbótar bæst liðsauki. Væntingar eru
um að liðið geri a.m.k jafnvel á næsta ári
og einnig er spennandi verkefni í Evr-
ópukeppni framundan.
Það verður keppikefli Vals að allir af-
reksflokkar félagsins séu ávallt í Evrópu-
keppni.
Karlaliðið tókst enn og aftur á við
mótlætið og vann 1. deildina í þriðja sinn
á fjórum árum. Er einsdæmi að knatt-
spymulið í m.fl. ka. takist á við lægð
með þessum hætti. Valsmenn vona nú að
þessu erfiðleikatímabili sé lokið og
karlaliðið tryggi sig í sessi sem úrvals-
deildarlið og sem eitt af bestu knatt-
spyrnuliðum landsins á næstu árum.
Að venju var íþróttamaður Vals valinn
á gamlársdag. íris Andrésdóttir, fyrirliði
m.fl. kv. í knattspymu fékk heiðurstitil-
inn „íþróttamaður Vals árið 2003.“
Ákveðið var á síðasta ári að gera loka-
tilraun til að hafa veglegt þorrablót Vals
að Hlíðarenda nú í ár. Undirbúnings-
nefndin var skipuð Óttari Felix Hauks-
syni, Stefáni Hilmarssyni, Gunnari Möll-
er, Elínu Konráðsdóttur og einnig lögðu
Guðni Bergsson og Sveinn framkvæmda-
stjóri gjörva hönd á verkið. f meðfömm
nefndarinnar var verkefninu breytt og úr
varð glæsileg Vorgleði Vals, sem haldin
var í stóra íþróttasalnum þann 3. apríl sl.
Veislustjóri var Jón Ólafsson. Skreyttur
salur, sitjandi borðhald, skemmtiatriði
Audda, söngur Stefáns Hilmarssonar og
Eyjólfs Kristjánssonar við undirleik Jóns
Ólafssonar og engir aðrir en Stuðmenn
leikandi fyrir dansi, tryggðu frábæra
skemmtun fyrir á fjórða hundrað gesti.
Tókst þessi fmmraun og breyting á daufu
þorrablóti í frábæra vorgleði með ein-
dæmum vel og er undirbúningur fyrir
næstu vorgleði þegar í gangi.
Sumarbúðir í borg gengu mjög vel að
þessu sinni eins og í fyrra. Var góð
rekstrarafkoma af sumarbúðunum í ár
eins og áður.
Golfmót Vals fór fram í september sl.
en fjöldi Valsmanna stunda þessa bráð-
skemmtilegu íþrótt. Þetta var í 15nda
sinn sem mótið er haldið, en leikið er um
stærsta farandbikar landsins, sem Garðar
Kjartansson gaf. Að þessu sinni mætti
fjöldi Valsmanna og -kvenna til keppni' á
Grafarholtsvöll þrátt fyrir austan rok og
rigningu. Leikin var punktakeppni undir
styrkri stjórn mótstjórans Ríkharðs
Hrafnkelssonar, sem sjálfsögðu lék með
í síðasta holli. Fór svo að mótstjórinn
sigraði á 37 punktum, sem er stórglæsi-
legur árangur miðað við veðuraðstæður
og þá staðreynd að Rikki er aðeins með
Valsmenn léttir í lund. Geir Sveinsson, Guðni Bergsson, Ólafur Stefánsson og
Þorgrímur Þráinsson í góðum fíling.
Valsblaðið 2004
9