Valsblaðið - 01.05.2004, Page 4
Sr. Halldór Reynisson
Barnslegur
leyndardómur jólanna
Jólahugvehja
Jólin segja frá fæðingu bams - það er
kunnara en frá þurfi að segja. Sömuleiðis
hljómar það mjög kunnuglega þegar sagt
er að jólin séu hátíð bamanna og þess
barnslega í okkur hinum sem teljast víst
varla börn lengur. Ekkert af þessu kemur
á óvart þegar jólin nálgast enn á ný.
Kannski kemur það heldur ekki á óvart
þegar sagt er að í jólafrásögninni birtist
eitthvað óumræðilega mikilvægt. Eitt-
hvað sem kemur við kjarnann á því að
vera manneskja, jafnt barn sem fullorð-
inn. Samt vefst þetta barnslega við jólin
stundum fyrir okkur.
Jólin fjalla um barn, þau fjalla um hið
barnslega. Kannski á hið barnslega dálít-
ið undir högg að sækja þessa dagana.
Það er öllum börnum eðlilegt að flýta sér
að verða fullorðin. Akafann að verða stór
þekkjum við öll sem höfum verið börn.
A hinn bóginn er ýmislegt í erli dagsins
sem vill flýta barninu úr hófi. Sumir gera
sér að féþúfu þessa eðlilegu hvöt til að
vaxa og þroskast. Böm og foreldrar
ungra bama eru orðin markhópur, eins
og það heitir á nútímaíslensku. Böm nú-
dagsins em oft illilega varin gegn ónauð-
synlegum upplýsingum og ótímabærum
og erfiðum þroska.
Það þarf að hlúa að því bamslega, í því
er nefnilega fólgið gildi í sjálfu sér. Mart-
einn Lúther sagði að köllun bamsins væri
að vera barn. Bamið þarf að fá að vera
bamslegt, jafnvel bamalegt, það þarf að fá
tækifæri að leika sér eins og bam.
Kannski er það leikurinn sem er í
brennidepli þess að vera bam. Glaður,
græskulaus leikur - hvað er betra. Þekktur
sænskur kennimaður orðaði þetta þannig:
„Eilifa lífið er sem glaður leikur lítilla
bama.“ Við sjáum þetta lífsfjör leiksins
ekki síst í góðu íþróttastarfi fyrir böm.
Sjálfum finnst mér alltaf jafn gaman að
horfa á lítil böm leika fótbolta eða annan
leik, þar sem bamsleg gleði og ákafi skín
úr hverju andliti. Bömin lifa í leiknum, í
algleymi leiksins. Veröldin utanvallar
hættir að vera til. Og svo þegar einhver
meiðir sig þá er sjálfhætt þótt í miðju kafi
sé til að stumra yfir þeim með meiddið.
Leyfum bömum að vera börn! Látum
íþróttastarf meðal ungra bama snúast um
gleði leiksins.
Jólin fjalla um bam sem við þekkjum
betur sem fulltíða mann. Jesúbarnið óx
úr grasi, það óx upp úr jötunni - enda
þótt við setjum það aftur í hana um hver
jól! En börn verða ekki börn að eilífu ef
allt er með felldu. Barnið er á leiðinni að
verða fullorðið.
Við sem eigum börn eða vinnum með
börnum höfum það eina markmið að
koma þeim til manns. Það hlýtur að vera
helsta markmið í öllu barna- og æsku-
lýðsstarfi, hvort sem það er í íþróttum,
skátum eða kirkjunni, að koma bömum
til manns.
En hvemig manns? Uppeldi miðast
við að börn þroski hæfileika sína til að
verða heilbrigðar manneskjur, með þróað
vitsmunalíf og þroskaðar tilfinningar.
Uppeldi miðar að sjálfstæðum einstak-
lingum sem eru færir um að vita skin
góðs og ills. Færir um að bera ábyrgð á
eigin lífi.
Þess vegna er fyrsta grein í uppeldis-
stefnu hvers íþróttafélags ekki það að
búa til bestu fótboltamenn landsins,
heldur að bamið verði að heilbrigðum,
sjálfstæðum manni. Að fullorðnast er að
læra á styrkleika sína og veikleika. Að
læra að taka sigri og ósigri. Að læra að
vinna sigur á sjálfum sér. Varla er til
heppilegri vettvangur fyrir slíkt uppeld-
isstarf en í íþróttum. Ef íþróttafélagið er
góður vettvangur fyrir uppeldi bama, þá
skiptir minna máli hvort félagið vinnur
úrvalsdeildina eða fellur.
Komum því börnum til manns! Höfum
það að meginmarkmiði í íþróttastarfinu.
Og svo verða börnin fullorðin. Vem-
leikinn tekur við, oft napur. Jesúbarninu
mætti grimmur heimur hinna fullorðnu.
Ofbeldi. Hræsni. Græðgi. En einnig
heiðarleiki, réttlæti, góðmennska. Marg-
ur maðurinn hefur vaxið úr grasi í þeirri
trú að það að verða fullorðinn væri fólg-
ið í því að glata sakleysinu og góð-
mennskunni, því heimurinn væri hvort
sem er illur. Eitt sinn sagði gelgjulegur
fermingardrengur við mig: „þegar ég var
lítill vildi ég vera góður, 'nú vil ég miklu
frekar vera vondur.“
Þeir eru margir meðal okkar fullorð-
inna sem hafa glatað trúnni á lífið af því
að þeir glötuðu sakleysi og trú barnsins,
trúnni á hið góða, trúnni á Hinn góða
þegar þeir uxu úr grasi. Þeir leita langt
yfir skammt að því sem gefur lífrnu gildi
likt og alkemistinn sem fór í fjarlægt
land að leita fjársjóðar en fann hann að
lokum í garðinum heima.
Farsæld okkar sem fullorðinna er á
margan hátt háð því að hvemig að okkur
var hlúð í bemsku. Og viðhalda því góða
sem við lærðum sem böm; gleðinni,
trúnni, leiknum, sakleysinu. Kannskivar
það þetta sem hinn fullorðni Jesús átti
við þegar hann sagði um börnin að slíkra
væri Guðsríkið. Eitt af því barnslega sem
við megum ekki glata sem fullorðin er
leikurinn. Algleymið, gamanið, vináttan,
traustið. Merking jólanna er einmitt sú,
að varðveita hið bamslega hversu gömul
sem við verðum. Varðveita þetta heilaga
sem við eigum öll innra með okkur,
vöggugjöfina frá höfundi lífsins. Og tjá
það síðan í gleði leiksins. Það er leyndar-
dómur lífsþroskans.
Fyrst Guð varð maður í litlu bami ætt-
um við sem erum fullorðin að varðveita
hið barnslega. Það er leyndardómur jól-
anna.
Gleðileg jól!
Halldór Reynisson
Verkefiiisstjóri frœðslumála
á Biskupsstofu
www.valur.is
4
Valsblaðið 2004