Valsblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 66
Meistaraflokkur Vals í körfubolta tímabilið 2004 -2005. Efri röð frá vinstri: Jason
Pryor, Kolbeinn Soffíuson, Gjorgji Dzolev, Leifur Steinn Árnason, Hörður Helgi
Hreiðarsson, Matthías Ásgeirsson og Birgir Guðfinnsson þjálfari. Fremri röð frá
vinstri: Steingrímur Gauti Ingólfsson, Gylfi Geirsson, Aðalsteinn Pálsson, Ágúst
Jensson, Guðmundur Kristjánsson, Ernst Fannar Gylfason.
ið fyrir og varð Norðurlandameistari. Þá
voru tveir leikmenn liðsins þátttakendur
þegar landsliðið var í Evrópukeppni B-
liða í Englandi í sumar.
Sannarlega frábær árangur hjá Sævaldi
þjálfara og strákunum hans.
9. flokkur (fæddir 1989) enduðu í öðru
sæti í B-riðli á síðastliðnum vetri. Miklar
vonir eru bundnar við þennan flokk sem
hefur verið að bæta sig jafnt og þétt.
í 8. flokki (fæddir 1990) voru fáir iðk-
endur. Unnið hefur verið að því að fjölga
iðkendum í þessum árgangi. Nokkrir
efnilegir leikmenn eru í flokknum og því
mikilvægt að stækka og efla hann.
7. flokkur (fæddir 1991) endaði árið í
B-riðli en hér er um að ræða mjög fjöl-
mennan og efnilegan flokk. Bergur Már
Emilsson hefur þjálfað ilokkinn ásamt
þjálfun minnibolta yngri og eldri og hef-
ur honum tekist að ná miklum fjölda iðk-
endum í þessa yngstu árganga. Framtíð
yngri flokkanna er því að mati stjómar
björt og mikið líf er í starfmu.
Á síðasta ári spiluðu nokkrir ungir
Valsmenn úti í Bandaríkjunum. Alexand-
er Dungal á sínu öðru ári hefur vegnað
vel og þá er Hallgrímur Pálmi Stefáns-
son skiptinemi í Bandaríkjunum og spil-
ar körfuknattleik með skólaliði sínu.
Honum hefur vegnað vel.
Eins og áður var getið áttu Valsmenn
nokkra landsliðsmenn í yngri landsliðum
Islands á síðasta tímabili. Þetta voru þeir
Guðmundur Kristjánsson, Nikulás S.
Nikulásson, Ari Brekkan Viggósson og
Hallgrímur Pálmi Stefánsson í U-87
landsliði, Hörður Helgi Hreiðarsson,
Gissur Jón Helguson og Gústaf Hrafn
Gústafsson í U-88 landsliðinu og að lok-
um Páll Fannar Helgason, Haraldur
Valdimarsson og Hjalti Friðriksson í U-
89 landsliði. Þeir Hörður Helgi, Gissur
Jón og Gústaf Hrafn urðu allir Norður-
landameistarar síðastliðið ár og Hörður
Helgi og Gústaf Hrafn bættu um betur
og sigurðu með landsliðinu Evrópu-
keppni B-liða í Englandi.
Þjálfarar á síðasta tímabili voru sem
fyrr Sævaldur Bjamason (drengjaflokk-
ur, 11. flokkur og 10. flokkur), Ágúst
Jensson (9. flokkur og 8. flokkur) og
Bergur Már Emilsson (7. flokkur og
minnibolti).
Viðurkenning fyrir frábært starf í yngri
flokkum var veitt Þóreyju Einarsdóttur
sem stutt hefur yngri flokka starfíð með
mikilli og óeigingjarni vinnu.
Valsari ársins
I þriðja sinn var veitt verðlaun sem við
nefnum Valsari ársins, en þau eru veitt
þeim leikmanni sem skarað hefur framúr
í félagsstörfum fyrir deildina. í ár hlaut
Hólmgrímur Snær Hólmgrímsson nafn-
bótina; Valsari ársins.
Einarsbikarinn
Verðlaun sem veitt eru til minningar
um Einar Öm Birgis vom gefin í fjórða
sinn. Verðlaunin eru veitt þéim leik-
manni í yngri flokkum félagsins sem val-
inn er efnilegastur. I ár hlaut Hörður
Helgi Hreiðarsson Einarsbikarinn.
Fyrir hönd körfuknattsdeildar
Guðmundur Guðjónsson formaður
Valsarar Norðurlandameistararar. Valsararnir Gústaf Hrafn Gústafsson, Gissur Jón
Helguson og Hörður Helgi Hreiðarsson með sigurbikar á Norðurlandamóti landsliða
U-16 sem haldið var í Svíþjóð í mai 2004. Sannarlega frábœrt að við Valsarar eigum 3
stráka íþessu sigursœla landsliði.
66
Valsblaðið 2004