Valsblaðið - 01.05.2004, Page 22
Dórothe Guðjonsdottir leihur handbolta með 2. flokhi
Dórothe er 17 ára gömul og hefur æft frá
6 ára aldri með Val. Hún valdi Val því það
var stutt að fara og bróðir hennar, Snorri
Steinn Guðjónsson var líka að æfa.
- Hvaða hvatningu og stuðning hef-
ur þú fengið frá foreldrum þínum í
sambandi við handboltanum?
„Ég hef fengið mikla hvatningu frá
bæði mömmu minni og pabba. Þau mæta
einna helst á leiki þegar ég er að keppa og
það er ekki laust við að pabbi (betur
þekktur sem íþróttafréttamaðurinn Gaupi)
lumi á einhverri ræðu eða góðum ráðum
þegar leiknum er lokið, enda gamall refur
í boltanum og veit yfirleitt betur. Ég tel
mjög mikilvægt að þau styðji mig sérstak-
lega þegar það gengur ekki alltof vel þá er
ágætt að fá klapp á bakið því það hvetur
mann áfram.“
- Hvernig gengur ykkur?
„Það hefur gengið fyrir ofan garð og
neðan hjá okkur. Það hefur verið mikið
um þjálfaraskipti, þannig að sumarið var
ekki nógu gott en við æfðurn samt eitt-
hvað fram í júní sem er betra en oft
áður. Þá misstum við þjálfarann
okkar og núna er bara að vona að
gott tímabil sé framundan. Hóp-
urinn er annars góður, skemmti-
legar stelpur og mjög samheld-
inn mundi ég segja.“
- Segðu frá skemmtileg-
um atvikum úr boltanum.
„Það er eitt skipti sem er
mjög minnisstætt, það er
þegar við vorum inni í
klefa eftir æfingu og
Auður spurði Aslaugu
hvort hún væri ekki
með hrygg? Einnig má
nefna að Pétur þjálfari
skrifaði lengi vel nafn-
ið mitt vitlaust á
skýrsluna, þ.e. Dóró
The Guðjónsdóttir en
það hefur verið hlegið
mikið að Pétri eftir
- Áttu þér fyrirmyndir í handbolt-
anum?
„Það mun vera Olafur Séfánsson.“
- Hvað þarf til að ná langt í hand-
bolta eða íþróttum almennt. Hvað
þarft þú helst að bæta hjá þér sjálfri?
„Það er að æfa meira en aðrir, það er
það sem gefur manni mest. Það sem ég
þarf að gera er að bæta formið og styrkja
mig og vera sterkari maður á móti
manni.“
- Hvers vegna handbolti, hefur þú
æft aðrar greinar?
„Já ég hef æft fótbolta sem ég sé mjög
eftir að hafa hætt á sínum tíma, en hand-
bolti var einfaldlega skemmtilegri."
- Hverjir eru þínir framtíðar-
draumar í handbolta og lífinu al-
mennt?
„Ég myndi gjaman vilja képpa í út-
löndum samhliða einhverju framhalds-
námi.“
- Er einhver þekktur Valsari í fjöl-
skyldu þinni?
„Já, það mun vera hann bróður minnn
Snorri Steinn Guðjónsson. Annars var
pabbi þjálfarinn minn hálft tímabil þegar
hann og Gústi Jóhanns tóku okkur að
sér.“
- Hvaða hugmyndir hefur þú um að
fjölga iðkendum í kvennahandbolta
hjá Val?
„Það sem ég held að þurfi að gera er
að vera með markvissari þjálfun upp
yngri flokkana. Það er allt of mikið um
það að það séu nýir þjálfarar frá ári til
árs. Þegar ég var að ganga upp yngri
flokkana var ég með eina 5 þjálfara sem
allir höfðu sinn eigin þjálfarastíl
þannig að maður var alltaf að
ganga í gegnum það sama frá ári
til árs. Svo er það félagslega
hliðin sem verður alltaf að
vera til staðar, þjálfarar
og þeir sem standa að
flokknum eiga að
vera duglegir við
að gera eitthvað
skemmtilegt með
hópnum annað
en bara að
mæta á æfmg-
ar.“
- Hver
stofnaði Val
og hvenær?
„Valur var
stofnað 11.
maí 1911 af
Friðriki.“
Valsblaðið 2004
þetta.“
22