Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 31
Háspenna íbaráttuleik á móti IBV. Hvar er boltinn? (FKG)
á íslandsmóti og lenti í 2. sæti
á Reykjavíkurmóti.
Flokkurinn var fámennur en
góðmennur og mikið af efni-
legum strákum sem tóku mikl-
um framförum undir stjórn Jó-
hanns Gunnarssonar þjálfara
liðsins en hann hefur látið af
störfum og eru honum færðar
þakkir fyrir störf sín. Við
flokknum hefur tekið Ólafur
Brynjólfsson og bindum við
miklar vonir við Ólaf. Ólafur
hefur þegar hafið vinnu við að fjölga
liðsmönnum í sínum flokki og nú þegar
hafa nokkrir efnilegir strákar gengið í
Val.
Meistaraflokkur karla stóð sig vel á
liðnu sumri og náðu höfuðmarkmiði sínu
sem var að sigra 1. deildina og spila
meðal hinna bestu að nýju.
Nýir leikmenn voru fengnir þeir Þór-
hallur Hinriksson, Baldur Aðalsteinsson,
Jóhannes Gíslason og Garðar Gunn-
laugsson, tveir leikmenn yfirgáfu her-
búðir okkar þeir Guðni Rúnar Helgason
og Armann Smári Bjömsson.
A vormánuðum lofaði liðið góðu og
sigraði meðal annars á móti sem fram fór
á Spáni, Canela Cup og stóð sig vel í
Deildarbikar og Reykjarvíkurmóti. Sigur
vannst á Islandsmóti 1. deildar.
Þjálfari liðsins Njáll Eiðsson hefur lát-
ið af störfum og vill knattspymudeildin
þakka honum góð störf og ánægjuleg
samskipti.
Við Valsliðinu hefur tekið einn sigur-
sælasti þjálfari landsins Willum Þór
Þórsson og hefur hann þegar hafíð störf.
Mikill ánægja er innan stjómar með
ráðningu Willums og er honum ætlað að
staðsetja meistaraflokks Vals í efri hluta
úrvalsdeildar á komandi árum. Vinna
stendur yfir í leikmannamálum og bjart-
sýni er á að allir leikmenn haldi áfram
deildin honum fyrir
samstarfíð á liðnum
árum og óskar honum
velfamaðar í framtíð-
inni. Þór Hinriksson
tekur við sem þjálfari
flokksins og eru mikl-
ar vonir bundnar við
störf hans enda á ferð-
inni gríðarlega reyndur
og góður þjálfari.
Valur er og verður
vagga kvennfótboltans
á Islandi og er það
ánægjulegt þegar ár-
angur meistaraflokks
er jafn glæsilegur og
raun var á liðnu sumri
og ætti að vera hvatn-
ing til að halda áfram á
sömu braut.
2. flokkur og meist-
araflokkur karla
2. tlokkur karla náði
góðurn árangri á liðnu
sumri og vann B-deiId
Meistaraflokkur karla 2004. Efsta röð frá vinstri: Stefán Helgi Jónsson, Árni Ingi Pjetursson, Þórhallur Hinriksson, Garðar Gunnlaugsson,
Jóhann MöIIer, Baldur Aðalsteinsson, Hálfdán Gíslasson, Jóhann Hreiðarsson, Einar Óli Þorvarðarson. Miðröð frá vinstri: Njáll Eiðsson,
Sveinn Stefánsson, Magnús M. Jónsson, Þórður S. Hreiðarsson, Birkir Sævarsson, Kristinn Lárusson, Ólafur Þ. Gunnarsson, Gunnar O.
Ásgeirsson, Þorkell (íuOjónsson, Matthías Guðmundsson, Friðrik E. Jónsson, Halldór Eyþórsson, Jón (irétar Jónsson. Neðsta röð frá
vinstri:Bjarni Ó. Eiríksson, Baldvin J. Hallgrímsson, Kristinn G. Guðniundsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Ögmundur Rúnarsson, Bergur
Bergsson, Sigurður S. Þorsteinsson. Ljósmynd: Finnur Kári Guðnason.
Valsblaðið 2004
31