Valsblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 27

Valsblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 27
Leiðin lá í Breiðablik árið 2000 Eftir að Laufey fór að lagast af meiðsl- unum gekk hún til liðs við Breiðablik þar sem henni fannst Valsmenn ekki koma nægjanlega vel fram við sig og styðja við bakið á sér á þessu erfiða meiðslatímabili. „Það var tekið rosavel á móti mér í Breiðablik og ég fékk rnikla hjálp við að ná mér upp úr meiðslunum og þar var ég í tvö frábær ár 2000 og 2001 undir stjórn Jöra (Jörundar Aka Sveinssonar) og urðum við Islandsmeist- arar bæði árin og einnig bikarmeistarar fyrra árið. Ég var mjög ánægð hjá Breiðablik og fannst félagið styðja vel við kvennaknattspymu á þessum árum, svipað og er nú að gerast hjá Val á síð- ustu árum,“ segir Laufey. Síðan í ÍBV 2002 Þegar Elísabet Gunnarsdóttir tók við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá ÍBV árið 2002 hafði hún samband við Lauf- eyju og Rakel sem slógu til og fóru með Betu til Eyja og þar bjó Laufey eitt sum- ar og lék jafnframt með IBV. Hún segist hafa kynnst mörgu ágætis fólki í Eyjum og það var mikil stemning í kringum fót- boltann, bæði hjá stelpum og strákum. „Það setti hins vegar leiðinlegan svip á þetta sumar hvernig IBV kom fram við Betu þannig að hún varð að hætta að þjálfa liðið. Ég kláraði minn samning en Rakel hætti fyrr og fór til Bandaríkjanna. Þetta var mjög erfitt sumar fyrir okkur en við lærðum allar heilmikið af þessu, eftir Ég þarf alltaf að passa hnéð og vera dugleg að gera styrktarœfingar. (FKG) á að hyggja," segir Laufey en henni fmnst greinilega erfítt að rifja upp þetta tímabil. Eftirminnilegast var að spila við geysisterkt lið Bandaríkjamanna fyrr á þessu ári. (FKG) Aftun heimíVal 2003 „Eftir Eyjaævintýrið lang- aði mig að koma aftur í Val þar sem margar vinkonur mínar voru og mig langaði að klára ferilinn hér og nú hef ég spilað tvö tímabil með Val, fyrst undir stjóm Helenu og síðan undir stjóm Betu. Eftir tímabilið 2003 íhugaði ég að hætta alveg að spila fótbolta þar sem gömlu hnémeiðslin háðu mér og ég var orðin mjög slæm í fyrrahaust. Ég talaði þá við Betu og sagðist a.m.k vera að íhuga alvarlega að taka mér frí í eitt ár, en hún talaði mig til að halda ótrauð áfram. Ég sé ekki eftir því og nú kemur ekkert annað til greina en að halda áfram á fullu en ég þarf alltaf að passa hnéð á mér, vera dugleg að gera styrktaræfmgar. Mér finnst í dag æðis- legt að vera hluti af þessum frábæra stelpnahópi hjá Val sem á örugglega eftir að halda áfram á sigurbraut á næstu ámm ef rétt er haldið á málum,“ segir Laufey skælbrosandi. Litríkur og langur landsliðsferill Laufey og Þóra Helga byrjuðu 13 ára gamlar með U17 ára landsliðinu og léku með því í fjögur ár, og em líklega þær yngstu sem hafa leikið með því landsliði. Laufey lék lítið með U19 landsliðinu vegna hnémeiðslanna en byrjaði mjög ung í U21 og fór síðan 1997, 16 ára göm- ul, sína fyrstu ferð með A landsliðinu til Bandaríkjana. Síðustu tvö árin hefur Laufey síðan verið í byrjunarliði lands- liðsins. „Eftirminnilegasta ferð mín með A landsliðinu er til Bandaríkjanna í ár þegar við lékum tvo landsleiki við geysi- sterkt landslið þeirra fyrir framan meira en 20 þúsund áhorfendur. Fyrri leikurinn var sérstaklega eftirminnilegur, þrátt fyrir að hafa tapað 4-3. Það var ekkert smá- gaman að skora jöfnunarmarkið á móti þeim 3-3, en jafnsárt að tapa leiknum þegar þær skoruðu sigurmarkið þegar 2 og hálf mínúta var komin fram yftr leik- tímann. Umgjörðin í kringum kvennafót- bolta í Bandaríkjunum er alveg frábær. Síðan er auðvitað frábært hversu margar Valsstelpur eru í landsliðshópnum núna, en helmingur hópsins eru núna Valsmenn og einnig Margrét Lára Viðarsdóttir sem er að koma til okkar og Katrín Jónsdóttir sem lék með okkur í sumar. Ég held að í bytjunarliðiði hjá Val hafi allar leikið landsleik,“ segir Laufey stolt af Valsstelp- unum. Evrópukeppni á næsta ári Næsta stóra markmið Valsliðsins er að leika í Evrópukeppninni á næsta ári og þar ætlar félagið sér stóra hluti. Hún seg- ist vera búin að prófa allt annað í kvenna- fótbolta, hef leikið með öllum yngri landsliðum og A landsliðinu, orðið Is- lands- og bikarmeistari í meistaraflokki og í yngri flokkum og leikið í und- ankeppni Evrópumóts og heimsmeistara- móts. „Það verður frábært tækifæri að reyna fyrir sér í Evrópukeppninni með Val. Ég hef hins vegar ekki áhuga á því að fara til Bandaríkjanna að spila fótbolta en ég hef fengið tilboð frá skólum, en ég hef bara ekki áhuga. Auðvitað væri gam- an að prófa eitthvað nýtt en mér fmnst í dag nægjanlega ögrandi að spila með Valsliðinu og landsliðinu og spennandi að halda áfram á þeirri braut,“ segir Lauf- ey að lokum og það er greinilegt að keppnisskapið og metnaðurinn er til stað- ar hjá þessum frábæra knattspymumanni. Einnig finnst henni mjög spennandi tímar framundan hjá Val með uppbyggingu nýrra íþróttamannverkja og er greinilega full bjartsýni fyrir hönd félagsins. Valsblaðið 2004 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.