Valsblaðið - 01.05.1995, Síða 19

Valsblaðið - 01.05.1995, Síða 19
íþróttamaður Vals 1994 DAGUR Sigurðsson handknattleiksmaður Dagur Sigurðsson, íþróttamaður Vals 1994, ásamt foreldrum sínum Sigga og Ragnheiði og þeim yngsta -- Bjarka skemmtilega og efnilega. Dagur í leik með landsliðinu. ÞeSs verður varla langt að bíða að hann reyni fyrir sér erlendis. Dagur Sigurðsson, einn skemmti- legasti og besti handknattleiksmaður landsins, var kjörinn Iþróttamaður Vals 1994. Verðlaunaafhendingin fór fram í félagsheimili Vals að Hlíðarenda á gamlársdag. Dagur er ekki einvörðungu frábær íþrótta- maður heldur glæsileg fyrirmynd og er kominn í hóp fremstu íþrótta- manna landsins þótt hann sé aðeins 22 ára að aldri. Valsblaðinu lék forvitni á að vita hvernig honum liði sem Iþrótta- manni Vals. Dagur var nýkominn úr sturtu, hreinn og strokinn, eftir að Valur lagði FH að velli í bikar- keppni HSÍ, 21:20, í 16 liða úrslit- um. Leikurinn var æsispennandi á lokamínútunum og ansi margir áhorfendur nöguðu neglur og dósir. „Þetta er mikil viðurkenning og kom mér skemmtilega á óvart. Þetta er titill sem mann dreymdi kannski um að hljóta undir lok ferilsins en mér þótti vænt um að verða út- nefndur,” segir Dagur en þetta var í þriðja sinn sem Iþróttamaður Vals var valinn. Valdimar Grímsson var kjörinn árið 1992 og Guðmundur Hrafnkelsson ári síðar. „Núna er ég kominn í hóp gamalreyndra kappa,” segir Dagur brosandi. Hvernig líður þér sem hand- boltamanni í dag eftir mikið álag á síðasta keppnistímabili og erfiða HM keppni? „Mér finnst ég óvenju ferskur. Það hefur orðið smávægileg endur- nýjun í liðinu, m.a. með tilkomu Fúsa og Davíðs en þeir eru báðir kraftmiklir og öflugir. Og ekki má gleyma Skúla Gunnsteins. Okkur gengur vel um þessar mundir eftir smá hikst í upphafí móts.” Er leiðin bein að titlunum tveimur? „Nei, þetta verður erfítt. Lið Hauka og KA eru sterk um þessar mundir þannig að það á margt eftir að gerast í mótunum. En auðvitað ætlum við alla leið.” Dagur lýkur stúdentsprófí í vor en hann fékk bláu kolluna í Verslunar- skólanum fyrir tveimur árum. „Það er kominn tími til að klára þetta. Það er ekkert leyndarmál að mig langar að breyta til og vera eitthvað í útlöndum en mér liggur svo sem ekkert á. Það er gott að vera í Val. Við erum með mannskap til að vera í toppbaráttunni næstu árin og vissulega væri gaman að taka þátt í því.” 19

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.