Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 26
Hildur Guðjónsdóttir
3. flokki í fótbolta
„Því miður komust við ekki í úrslit í
Islandsmótinu í 4. flokki en við
sigruðum á Gull- & Silfurmótinu. Á
Pæjumótinu gekk okkur ekki vel. Já,
ég er tiltölulega sátt við mína fram-
mistöðu í sumar nema í síðasta
leiknum í Islandsmótinu því þá
klúðraði ég töluvert. Eg leik á miðjun-
ni og líkar það ágætlega. Við erum
líklega ijórar eða fímm sem göngum
upp í 3. flokk en samt erum við ekki
svo margar sem erum að æfa núna.
Sumar stelpur er að æfa einhverjar
vetraríþróttir og bætast því í hópinn í
vor.
Það sem háði okkur dálítið í sumar
var að okkur vantaði meiri breidd.
Okkur vantar sterkari kjama til að
mynda öfíugt lið. Annars er Ragna
Lóa Stefánsdóttir, landsliðskona og
leikmaður Stjömunnar í fyrrasumar,
tekin við þjálfun í 3. flokki og mér líst
mjög vel á hana. Hún ætlar að leika
með meistaraflokki Vals í sumar og
það er mjög gott að fá hana yfir."
Hildur æfir þrisvar í viku með
flokknum en segist alltaf vera á leið
með að byrja að æfa aukalega. „Það
gengur erfiðlega að koma sér af stað."
Hún er í 10. bekk í Laugalækjaskóla
og byrjaði í Val þegar knattspymu-
áhuginn kviknaði íyrir alvöru. „Pabbi
spilaði með Val í yngri flokkunum og
mér leist strax mjög vel á starfið í
deildinni. Annars finnst mér tíminn,
sem við megum vera á grasinu, allt of
stuttur. Það er alltaf verið að spara
það og þegar rignir eða eitthvað erum
við sendar á mölina. Eg held að grasið
þoli miklu meira en margir halda. Það
er fremur fult að þurfa að nota mölina
þegar grasið er við hliðina."
Hildur hefur aðeins velt því fyrir sér
hvaða hana langar að leggja fyrir sig í
framtíðinni. „Eg er búin að vera að
spá í rosalega margt án þess að
komast að niðurstöðu. Mig langar að
verða læknir en ég held að það sé svo
erfitt nám."
Hildur spilar á selló og leikur með
Hildur Guðjónsdóttir.
strengjasveit skólans. „Það er mjög
skemmtilegt en við mættum fá fleiri
verkefni. Ég æfi mig töluvert heima
en þarf að sækja tíma- í tónfræði."
Berglind Iris Hansdóttir
4. flokki í handbolta
Berglind íris Hansdóttir.
„Okkur hefur ekki gengið neitt
sérstaklega vel í 4. flokki í vetur,"
segir Berglind Iris. „I fyrstu túmer-
ingunni vorum við í 1. deild, töpuðum
öllum leikjunum og féllum. I næstu
túmeringu unnum við okkur aftur upp
í 1. deild og vonandi tekst okkur betur
upp í þriðju túmeringunni. Annars
spila ég líka með 3. flokki í fótbolta
en okkur gekk ekkert sérstaklega vel í
sumar. Við komust ekki í úrslit á
Islandsmótinu en ég meiddist á fæti í
lok sumarsins og var heilan mánuð í
gifsi. Ég hef ekki gert það upp við
mig hvora íþróttgreina ég ætla að
velja."
Berglind íris segir að hún eigi ekki í
mikilli samkeppni um að komast í lið
í handboltanum. „Ég er markvörður
og sá eini í flokknum. Þegar Dagur
Sigurðsson þjálfaði mig fyrir þremur
árum setti hann mig í markið en ég
vildi reyndar frekar spila úti. Það er
því eiginlega Degi að kenna að ég er
alltaf á milli stanganna. Ég kann mjög
vel við hann sem þjálfara."
Berglind hefur töluverða trú á því
að sá kjami, sem myndar 4. flokk, eigi
framtíð fyrir sér. „Hvað sjálfa mig
varðar hef ég ekkert velt framhaldinu
fyrir mér. Stefna ekki allir að því að
komast í landsliðið? Núna kemst fátt
annað að hjá mér en íþróttir því við
æfum þrisvar í viku í fótbolta auk
handboltaæfinganna. Það eina, sem
mætti betur fara hjá Val, er að við
fengjum einhvem tímann að æfa í
stóra salnum. Við erum alltaf í þeim
litla." Berglind hóf að stunda íþróttir
þegar vinkona hennar dró hana með
sér en Berglind býr reyndar í
Víkingshverfinu. „Pabbi var í Val og
er auðvitað Valsari þannig að það er
ágætt að allir styðji sama félagið."
26