Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Blaðsíða 52
52
tilraunirnar og ávextir pess eigi nema að litlu leyti
komnir í ljós. Að pví er oss íslendinga snertir mun
sú raun á verða, að vjer munum neyðast til að dansa
með, og það af meira kappi en vjer hðfum gjört. Vjer
hðfum di egizt aptur úr, og það mun varla lengi klingja
sú bjalla, ef pessu heldur fram, að á íslandi búi ein
hin menntaðasta alþýða, og höfum vjer pó mörg skil-
yrði fyrir pví að svo geti verið. Jeg hygg að hvernig
sem menntamál vort er skoðað, sje pað að eins ræki-
lega gjört, pá muni niðurstaðan verða að nauðsyn krefji
að alpýðu sje veitt meiri menntun. 'Vjer höfum lleiri
vegi illa rudda hjá oss en hestvegina, vjer höfum líka
andlega pjóðvegi. Um pá vegi er að vísu eigi flutt ull,
smjör og tólg, en par flytzt annar varningur, sein mörg-
um hefur pótt góður vera: mannvit og manndáð. And-
legar og verklegar framfarir purfa að haldast í hendur.
Svo mun bezt sjeð fyrir þjóðframförum vorum.
pá á jeg eptir að minnast á kennaraskólana, og í
raun og veru voru pað þeir skólarnir, sem jeg reyndi
bezt að kynna mjer. J>ó kom jeg ekki á nema einn
slíkan skóla í Danmörku, og annan í Svípjóð sem snögg-
vast. En á þennan eina skóla kom jeg nokkuð opt.
Mjer pótti betra, pegar ekki var um lengri tíma að
gjöra, að reyna að kynnast nokkurnveginn einum kenn-
araskóla og kennslu á honum, heldur en að ganga á
milli fieiri peirra til að gjöra samanburð á peim. Að
gjöra slíkt hefði pá fyrst verulega pýðing, ef svo langt
væri komið, að hjer ætti að fara að stofna fyrirmynd-
arkennaraskóla sniðinn eptir pví, sem reynslan hefði
kennt mönnum að bezt væri, en pá er pað ætlun mín;
að Danmörk væri eigi pað land, sem slíkra upplýsinga
ætti helzt að leita, heldur Svípjóð eða Einnland, eða
pá |>ýzkaland.
Eins og jeg nefndi áður, var pað eitt af fyrstu