Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Blaðsíða 49
49
málfræðslubók höfð við kennsluna, en síðar er farið að
kenna eptir bók.
Kristindómsfrœðslan er byrjuð með því að kennd-
ar eru mnnnlega valdar sögnr úr gamlatestamentinu
og nýjatestamentina. Síðan eru kenndar eptir bók bifl-
íusögur og barnalærdómskver Balslevs; þó er ekki heimt-
að að annað sje lært utan að í því en fræðin og ritn-
ingargreinarnar, hitt eiga börnin að eins að lcynna sjer
þannig, að þau geti svarað út úr því. Auk þess eiga
þau að læra sálma, 5—6 í beklr, og ágrip af kirkju-
sögunni; með þeim eru og lesin í skólum og skýrð fyrir
þeim sunnudagaguðspjöllin, píningarsagan og fleiri kafl-
ar úr nýjatestamentinu t. d. fjallræðan. Barið er yfir
hverja lexíu með börnunum í skólunum og hún skýrð
fyrir þeim deginum áður en þau eiga að skila henni.
Reikningskennsla er og byrjuð bókarlaust og huga-
reikningur allmikið iðkaður einkum framanaf. All-vendi-
lega er gengið eptir að frumatriði reikningsins sjeu
lærð, enda sá jeg börn þar mjög fljót að reikna eink-
um í huganum; líka leit út fyrir að leitast væri við að
gjöra ijóst fyrir þeim eðli reikningsaðferðanna.
Skrift er ýmist keund eptir prentuðum forskrift-
um, eða kennarinn skrifar sjálfur fyrir á veggtöfluna og
lætur börnin skrifa eptir. Sú skrift, sem jeg sá í skól-
um var betri en vjer höfum átt að venjast, en þó var
sá munurinn mestur, hve jafngóð hún var hjá öllum
þar var sýnilegt hverju góður kennari fær til vegar
komið.
Landfrœði er byrjað að kenna með því að nem-
endum er sýnt jarðlíkan og það skýrt fyrir þeim; síðan
er þeim sýnt heimskortið og kennt að þekkja áttir á
því og jarðbeltin, aðalhöfin á hnettinum, um mann-
flokkana og um lönd og höf í Norðurálfu. J>etta er
kennt fyrsta veturinn og kennslan munnleg. Iíortteikn-
4